Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 52

Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 52
Össur ehf. hefur verið leiðandi fyrirtæki á sviði heilbrigðismála hérlends sem og úti í heimi, m.a. vegna framleiðslu á stoðtækjum fyrir fatlaða. Á dögunum var Össur eitt þeirra 36 fyrirtækja sem WEF útnefndi sem frumkvöðla á sviði orku, líftækni, heilbrigðis og upp- lýsingatækni. Ef marka má orð Sig- urborgar Arnarsdóttur, upplýsinga- fulltrúi Össurar, er fyrirtækið enn í örum vexti og eru ýmsar nýjungar á döfinni, einkum þeim sem lúta að rafeindastýrðum vörum. „Ég vil byrja á að segja hversu ánægð við erum með að vera í hópi þeirra fyrirtækja sem WEF valdi,“ segir Sigurborg. „Útnefningin sýnir einfaldlega að tekið er eftir þeirri tækni sem við búum yfir og erum að þróa. Á það náttúrulega einkum við um nýju rafeindastýrðu vör- urnar frá okkur, eins og gervihnén Rheo Knee og Power Knee.“ Aðspurð um gerð hnjánna segir Sigurborg að í síðara tilvikinu er reynt að líkja sem mest eftir raun- verulegu hné þannig að sá sem ber það finni sem minnst fyrir munin- um. „Lítill skynjari er festur á heil- brigða fótlegginn sem les hreyfingu hans og sendir boð til gervihnésins. Við það verður samsvörun á milli fótleggja. Þannig má nýta gervi- hnéð til að lyfta sér upp, gagnstætt því sem áður var þegar menn urðu að gera það með heilbrigða fætin- um og draga síðan hinn upp. Þetta nýtist vel þegar gengið er upp stiga eða brekkur.“ „Vara af þessari gerð er enn sem komið er mjög dýr í framleiðslu og því ekki á færi allra að festa kaup á henni,“ segir Sigurborg. „Eins og staðan er sjáum við ekki fyrir okkur að það breytist nema trygginga- félögin skerist í leikinn. Það er auð- vitað samfélaginu í hag að skila sem flestum vinnufærum einstaklingum út í atvinnulífið og þessi vara myndi vafalaust hjálpa mörgum við að yfirstíga þær hindranir sem þeir mæta í daglegu lífi. En það er þó einnig mikilvægt að hafa hugfast að með gerð þessa útbúnaðar erum við náttúrulega búin að ná ákveð- inni tækni sem nýtist okkur í önnur verkefni. Segja mætti að verið sé að gefa tóninn fyrir það sem koma skal í þessum geira.“ Framleiðsla á vörum frá Össuri fer bæði fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Grjóthálsi 5, þar sem 260 starfsmenn vinna, og einnig erlendis, en fyrirtækið hefur verið öflugt í að ryðja sér brautir inn á erlendan markað. Það hefur Össur m.a. gert með því að kaupa framleiðslufyrirtæki erlendis og reynt að nýta sér sér- þekkingu þarlendra starfsmanna á ríkjandi markaðslögmálum, sem er að mati Sigurborgar ein besta aðferð til að ná sterkri stöðu á erlendum vettvangi. Raunveruleikinn vísinda- skáldskap líkastur Össur ehf. vekur alþjóðlega athygli fyrir hönnun rafeindastýrðra stoðtækja. Hér sést Sigurborg Arnarsdóttir við rafeindastýrðu hnén, sem vakið hafa mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Áfangaskipt gæðavottun er sértækt verkefni,“ segir Ferdinand Hansen, verkefnisstjóri og ráðgjafi í gæða- stjórnun hjá Samtökum atvinnu- lífsins. „Aðdragandi hennar er sá að frá árinu 1998 hafa samtökin aðstoðað og hvatt félagsmenn sína til að taka upp aðferðafræði gæða- stjórnunar,“ segir Ferdinard. Frá 1999 hafa samtökin lagt þeim iðnaði sem er í kringum mannvirkja- gerð lið, með því að láta honum í té drög að gæðakerfum. „Ekki er hægt að láta menn fá fullmótað gæða- kerfi upp í hendurnar, því innihald gæðakerfis lýsir því hvernig fyrir- tæki er rekið og er það mjög mis- munandi eftir rekstraraðilum,“ segir Ferdinard. Samkvæmt Ferdinand gekk vel að kynna þetta því um það bil hundrað fyrirtæki úr þessum geira hafa tekið þátt. „Okkur þótti hins vegar upptaka gæðakerfa hjá öðrum iðngreinum ganga heldur seint fyrir sig,“ segir Ferdinand. Síðast þegar málm- og skipaiðnaðurinn fór í gegnum ákveðna forkönnun, kom til dæmis í ljós að þar vantaði einnig skerpingu á stjórnun, skilgreiningum og öðru slíku til að auka framleiðini. Ferdinand álítur að seinaganginn megi að hluta rekja til þess að menn hafi miklað þetta örlítið fyrir sér. „Við komumst að því að áfanga- skipt gæðakerfi gæti verið lausnin.“ Áfangarnir eru fjórir, en þeir tveir fyrstu eru grunnur að því sem koma skal. Þegar aðilar frá gæðaeftirliti Sam- taka iðnaðarins fara í fyrirtæki til að athuga hvort farið sé eftir sett- um reglum, er gefið út vottorð eða viðurkenning á hverjum áfanga sem náð er. „Þetta kemur öllum til góðs þar sem verkkaupar hafa gert aukna kröfu í samningum sínum við verk- taka um að þeir framvísi gögnum sem sýna að þeir geti afgreitt þau verkefni sem þeir eru ráðnir í,“ segir Ferdinard. Þótt drögin að gæðakerfum eigi sér sjö ára sögu, er verið að hrinda hugmyndinni um áfangaskipta gæðavottun í gang. Ferdinand telur að hún muni vafalaust hljóta góðar undirtektir. Þeir aðilar sem fengið hafa vottorð munu líkast til auglýsa það. Auk þess munu Samtök iðn- aðarins birta á vef sínum lista yfir þá félagsmenn sem vottorðin hafa öðlast. Við það má bæta að árleg úttekt verður gerð á starfssemi fyrirtækja til að sjá hvort reglum gæðastjórnunnar sé fylgt eftir, en fyrirtæki missa viðurkenninguna ef í ljós kemur að þau uppfylla ekki hæfisskilyrði. Áfangaskipt gæðavottun Ferdinand Hansen, verkefnisstjóri og ráðgjafi í gæðastjórnun hjá Samtökum atvinnulífsins, hefur átt þátt í því að þróa nýja áfangaskipta vottun í gæðastjórnun. FRETTABLAÐIÐ/JÓHANNES LONG ■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun Ljós- myndarafélags Íslands, og af því tilefni verður haldin fagstefna og afmælishátíð dagana 13.-14. maí næstkomandi á vegum Eimskips og Ljósmyndarafélagsins. „Við erum með dagskrá báða daga, sem segja mætti að sé með tvískiptu móti“, segir Gunnar Leifur Jónasson formaður félagsins. „Fagstefna laug- ardagsins er haldin á Grand Hótel í Reykjavík og er eingöngu miðuð við atvinnumenn í ljósmyndun, bæði fyrir félagsmenn og fagaðila sem standa utan félagsins.“ Fagstefnan hefst um morguninn með aðalfundi, en honum fylgja svo öflugir fyrirlesarar víðsvegar utan úr heimi. Má þar nefna þekkta og virta ljósmyndara eins og Piu Sönströd og Christopher Morris. Á milli atriða verður tilkomumikil myndasýning úr tímaritunum Hasseblad og Phase One. Loks má nefna vörukynningu þar sem sýndar verða ýmsar tækni- nýjungar, þar á meðal þráðlaust stúdíó frá Canon sem boðar bylt- ingu í stafrænu umhverfi. Á sunnudeginum verður afmælis- hátíðin sett klukkan 13, en hún er haldin í Hvammi og opin öllum sem hafa áhuga að mæta. Vegleg og vönduð ljósmyndabók hefur verið sett saman af þessu tilefni, en í henni gefur að líta verk eftir félags- menn í Ljósmyndarafélagi Íslands. Verður bókin höfð til sýnis á hátíð- inni. „Dagskrá sunnudagsins er stíl- uð á neytendur, þar sem ljósmynda- nám verður m.a. kynnt og myndir af íslenskri náttúru sýndar,“ segir Gunnar. Ókeypis er inn á hátíðina. Magnþrungnar ljósmyndir Fagstefna og afmælishátíð Ljósmyndarafélags Íslands er haldin 13-14. maí nk. Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljós- myndarafélags Íslands, sem í samvinnu við Eimskip stendur fyrir fagstefnu og afmælis- hátíð dagana 13.-14. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mynd eftir Grétu Guðjónsdóttur ljósmynd- ara, myndin er ein þeirra sem sýndar verða á sýningunni. Ljósmynd eftir Fróða Jónatan Grétarsson. Ljósmynd eftir Eggert Jóhannesson. Tillaga Samtaka iðnaðarins að nýju fyrirkomulagi á upp- töku gæðastjórnunar innan fyrirtækja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.