Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 62
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR18 Margaret Parkin er ráðgjafi og eigandi Training Options sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði fræðslu og stjórnunar. Hún vinnur með einstaklingum og hópum innan fyrirtækja sem þurfa hjálp við að bæta samskiptin, efla leiðtogahæfileika sína eða eru í breytinga- ferli af einhverju tagi. Kenningar Parkin ganga út á að nýta það sem fylgt hefur mann- inum svo langt aftur sem menn muna – að segja sögur. Parkin hefur skrifað þrjár metsölu- bækur um notkun söguformsins innan fyr- irtækja sem notið hafa mikilli vinsælda í Bandaríkjunum og Kína og hafa verið þýddar á fimm tungumál. Hún er jafnframt mikils- metinn fyrirlesari og eyðir drjúgum hluta tíma síns í að ferðast heimshorna á milli og kynna kenningar sínar. Parkin var stödd hér á landi nýverið til að leiðbeina á námsstefn- unni „Stjórnun breytinga“ sem Lectura stóð fyrir. Það var því vafalaust mikill fengur að fá hana hingað til lands fyrir þá sem starfa á sviði mannauðsstjórnunar og aðra sem leitast við að ná því besta fram í sjálfum sér og sínu fólki. AÐ ÚTSKÝRA HIÐ ÓÚTSKÝRANLEGA „Sögumenn hafa um aldir hjálpað fólki að skilja flókin atriði með því að útskýra hið óútskýranlega í gegnum sögur. Það sem sögu- menn til forna gerðu ómeðvitað hefur síðan verið staðfest með nútímarannsóknum á starfsemi heilans, að námshæfnin og minnið eru hvað virkust þegar bæði heilahvelin eru notuð á sama tíma. Upplýsingarnar sem við fáum eru settar í stærra samhengi þegar um einhverja nýbreytni er að ræða þegar heilinn er í afslöppuðu ástandi. Góðir sögumenn hafa hæfileikann til að vekja ímyndunarafli hlust- enda sinna með lifandi máli sínu og lýsingum og fá þá til að lifa sig inn í söguna og sam- sama sig henni,“ segir Parkin sem kennir við- skiptavinum sínum að nýta þennan hæfileika í störfum sínum innan fyrirtækja til þess að koma skilaboðum áleiðis á áhugaverðan og eftirminnilegan hátt. „Helsti tilgangurinn með þessari nálgun er að hjálpa fólki að sjá hlutina í nýju ljósi sem getur verið afar frels- andi,“ segir Parkin. Til útskýringar nefnir hún dæmi um hvernig meðlimir hóps bregðast við séu þeir spurðir hvernig hópastarf gangi fyrir sig. Hún segir flesta orðna svo vana því að svara spurningum um sjálfa sig, starf sitt og fyrir- tækið sem þeir starfa hjá á ákveðinn hátt, að svarið gefi oft lítið til kynna hvað viðkomandi finnst í raun og veru og hvað megi betur fara. Ef saga með mismunandi persónum sé hins vegar sett upp og reynt að skilgreina innan hópsins hver gegnir hvaða hlutverki innan hennar komi oftar en ekki upplýsingar í ljós sem myndu ekki endilega gera það annars. „Ef þú ert að lýsa ímynduðum persónuleika ertu frekar til í að láta eitthvað flakka heldur en ef þú ert að tala um þig sjálf- an. Það er fólki eðli- legt að álíta að því fylgi meiri áhætta. Að tala í myndlíking- um hjálpar okkur að halda þessari öruggu fjarlægð,“ segir Parkin og bætir við að með því að stíga út fyrir sitt venju- lega hugsanamunst- ur á þennan hátt geti hópurinn séð hlutina á allt aðra vegu. Notkun myndl ík ingar innar hjálpi því að tjá sig um atriði sem það á ann- ars ef til vill erfitt með að tjá sig um. HJÁLPARTÆKI VIÐ BREYTINGASTJÓRNUN Vinna Parkin fer að miklu leyti fram með stjórnendum, ráðgjöfum eða starfsmanna- stjórum sem standa frammi fyrir breyt- ingum og þurfa að leiða aðra í gegnum slíkt ferli. Hún kennir þeim að nota sögu- formið í bland við aðrar aðferðir til þess að auðvelda starfsmönnum umskiptin. „Fólki er eðlilegt að fara í vörn þegar það stendur frammi fyrir því að gera eigi breytingar á högum þess innan fyr- irtækis. Það að notast við sögur getur hjálpað því að sjá vandamál eða verk- efni frá nýju sjónarhorni og leysa þau á skapandi hátt. Sögurnar geta komið skilaboðum á framfæri á hátt sem ekki er ógnandi en vekur á sama tíma viðkomandi til umhugsunar.“ Parkin segir einn af kostum þess að nota söguformið jafnframt vera sveigjanleikann sem af því hlýst. Innan þess megi finna fjöld- ann allan af gagnlegum aðferðum og samlík- ingum sem innleiða megi til að hjálpa ein- staklingum, starfsmönnum og fyrirtækjum í gegnum breytingar. Þannig megi til dæmis nota sögur til að ræða framtíð fyrirtækja á skýran og áhugaverðan máta, til að draga fram viðhorf starfsmanna til breytinga, til að efla kynningu á væntanlegum breytingum og til að hvetja einstaklinga til að ræða og deila með öðrum tilfinningum eins og hræðslu eða áhyggjum vegna breytinganna. Hún segir söguformið máttuga leið til samskipta og ekki of ágengt stjórnunartæki. Sögur geti jafnframt varpað ljósi á flókin atriði á þann hátt að engum finnst sér vera ógnað en að sama skapi vakið fólk til umhugsunar. „Margir segjast aldrei hafa heyrt um þessa nálgun fyrr, eins og þetta sé eitthvað nýtt. Svo er auðvitað alls ekki, enda hafa sögur verið notaðar í þúsundir ára við að einfalda flókin atriði og hjálpa fólki í gegnum breyt- ingar. Nýjungin sem frá mér er komin er að færa söguformið inn í viðskiptaheiminn.“ HÖFUNDUR ÞRIGGJA METSÖLUBÓKA Parkin hefur skrifað þrjár metsölubækur um notkun söguformsins innan fyrirtækja sem notið hafa mikilli vinsælda í Bandaríkjunum og Kína og hafa verið þýddar á fimm tungumál. FRUMKVÖÐULLINN OG RÁÐGJAFINN MARGARET PARKIN Segir góða sögumenn hafa hæfileikann til að vekja ímyndunarafl hlustenda sinna með lifandi máli sínu og lýsingum og fá þá til að lifa sig inn í söguna og samsama sig henni. Þennan hæfileika kennir hún viðskiptavinum sínum að nýta í störfum sínum til að koma skilaboðum áleiðis á áhugaverðan og eftirminnilegan hátt. Söguformið þjónar nýjum tilgangi Að nota sögur til að varpa nýju ljósi á hlutina er ekki nýtt af nálinni. Breski frumkvöðullinn Margaret Parkin segir þær hins vegar líka gott hjálpartæki innan fyrirtækja og stofnana, ekki síst við stjórnun breytinga. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Parkin og fékk að heyra meira. Þá hefur komið í ljós að bank- arnir eru búnir að græða 42 milljarða króna það sem af er árinu. Eins og venjulega er um nýtt met að ræða en ólíkt síðustu misserum þá bregðast fjárfestar við af fyrirlitningu og lækka verðið á þeim dag frá degi. Aurasálin er ein af þeim fáu sem skilur bæði upp og niður í íslenskum fjármálamarkaði og þess vegna koma þessar lækkanir henni ekkert á óvart. Fjárfestar eru orðnir þreyttir á miklum hagnaði og vilja sjá aðrar áherslur í rekstri fyrir- tækja. Aurasálin telur að eina leiðin fyrir íslensk fyrirtæki til að auka verðmæti sitt á hluta- bréfamarkaði sé að draga veru- lega úr hagnaði en einbeita sér þess í stað að góðmennsku í garð viðskiptavina sinna. Það verður fróðlegt að sjá hvaða íslenskt fyrirtæki verður fyrst til að átta sig á þessari breyttu stemningu fjárfestanna. Einhver bankinn hlýtur fljótlega að taka ákvörðun um að jafna útláns- og innlánsvexti. Actavis gæti ákveðið að gefa fólki lyf á framleiðsluverði og Bakkavör ætti auðvitað að taka ákvörðun um að senda öllum einhleyp- um Íslendingum ársbirgðir af örbylgjumat úr Tesco. Dagsbrún hlýtur að íhuga að gefa allri þjóðinni aðgang að Sýn fyrir HM í Þýskalandi – en það ætti að vera hægt að fjármagna það með gróðanum af útgáfu dag- blaða í Danmörku. Væri það ekki viðeigandi að allt yrði ókeypis á Íslandi vegna þess að íslensk fyrirtæki græða svo vel á gömlu herraþjóðinni? En hvað svo sem verður þá er Aurasálin óhrædd við framtíð- ina. Henni hefur alltaf fundist uppsveifla í efnahagslífinu óþægileg. Henni líður best í skarpri niðursveiflu þegar fólkið í kringum hana er ekki síkaup- andi jeppa og stækkandi hjá sér sólpallana eða kaupandi sumar- bústaði. Nei – þá er Aurasálin sáttari þegar allir berjast í bökk- um og þjóðin herðir sultarólina í sameiningu. Sennilega er þetta ástæðan fyrir því að íslensk fyrirtæki á mark- aði hrynja í verði þrátt fyrir methagnað. Fólk og fjárfestar vilja ekki þetta endalausa góð- æri. Eftirspurn eftir hallæri er orðin svo mikil að fjárfestar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framkalla kreppu. Það væri því sennilega nær fyrir bankana að taka þátt í leiknum og framkalla tap á þessu ári – svona eins og tíu milljarða á haus. Mest er gaman ef margir fara á hausinn og ríkisstjórnin grípur til aðgerða – svokallaðra bjarg- ráða. Nú er rétta stemningin til þess að Íslendingar fái aftur notið stjórnvisku pólitíkusa í almennilegri kreppu. Opinber lán til atvinnuveganna, gengis- fellingar, höft á gjaldeyrisvið- skipti og verðlagseftirlit. Það er það sem fólkið vill – og þess vegna lækka hlutabréfin. Fólkið vill kreppu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.