Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 KIA umboðið á Ís landi er í e igu Heklu hf . Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 4 0 5 3 KIA Rio er magnaður bíll og með aflmikilli 112 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 4,7 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Eins og alltaf fara hér saman gæði, afl og hagkvæmni. Rio er jafnframt búinn aksturstölvu, átta öryggisloftpúðum, ABS hemlalæsivörn og álfelgum. KIA Rio dísil kostar 1.698.000 kr. KIA umboðið er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi 3 ára ábyrgð Enginn óhófsbelgur KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrýtið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. 8.425 kr. í eldsneyti á mánuði* *Eldsneytiskostnaður m.v. dísilolíu á 119,5 kr. lítrinn og 1.500 km akstur á mánuði. ���������� ����������������� Atvinnuþátt- taka kvenna Á dögunum voru kynntar niður-stöður í könnun sem gerð var á atvinnuþátttöku kvenna í OECD- ríkjunum. Hér á landi mældist hún langmest eða 79,4 prósent. Norsk- ar, danskar og sænskar konur fylgdu í kjölfarið en 72-73 prósent þeirra vinna úti. Forsætisráðherra minntist á þessa niðurstöðu í ræðu sem hann hélt á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Hann var stoltur af iðjusemi íslenskra kvenna og taldi atvinnuþátttöku þeirra mikilvæga skýringu á öllum hagvextinum. Líklega eru flestir Íslendingar álíka ánægðir með þennan dugnað. Við höfum tamið okkur að ganga prjónandi á milli bæja og það hlaut að koma að því að einhver lang- sokkurinn kæmi út úr þeim prjóna- skap öllum. ÁÐUR fyrr var algengt að for- eldrar hefðu samviskubit yfir því að setja börnin sín á leikskóla svo þeir gætu unnið úti. Talað var með þjósti um að það væri til lítils að eignast börn ef fólk ætlaði síðan að láta aðra sjá um uppeldi þeirra. Slíkt heyrist varla lengur. Þess í stað breiðist nú út taumlaus gleði þegar fréttist af því að barn hafi komist að hjá dagmömmu eða inn á leikskóla. KÖNNUN OECD sýnir líka að heimavinnandi konur verja ekki endilega meiri tíma með börnun- um sínum en þær sem vinna úti. Þjóðverja urðu hvumsa þegar hún leiddi í ljós að þýskar konur vörðu aðeins 2,5 tímum með afkvæmum sínum þrátt fyrir frekar litla atvinnuþátttöku en það er svipað- ur tími og norrænar konur verja með sínum þrátt fyrir langan vinnudag. Hvað eru dömurnar þá að gera? spurði Spiegel og komst helst að þeirri niðurstöðu að þær væru að spila golf eða tennis, sætu á kaffihúsum eða skryppu í búðir. Með öðrum orðum þá eru þær að frílista sig. KANNSKI gefur OECD-könnunin tilefni til að athuga hvort norræn börn séu svona miklu skemmti- legri en þau þýsku, að það geti verið ástæðan fyrir því að mæður þeirra sæki svona í þau. Það væri samt til lítils, enda segja kannanir ekki alla söguna. Fjölskylduspek- úlantar fullyrða að ekki skipti máli hvað fólk verji miklum tíma með börnunum sínum, heldur hvernig sá tími sé notaður. Kannski horfa þessar skandinavísku þegjandi á sjónvarpið með ungunum í þessar 2,5 klukkustundir á meðan þær þýsku þræða perlur upp á band með börnunum sínum og fræða þau um gildi þess að gleðja aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.