Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 3
Exista er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema
heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Félagið starfar
á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu,
m.a. undir merkjum VÍS og Lýsingar. Exista er jafnframt
kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins,
þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum.
Markmið Exista er að nýta fjárhagslegan styrk sinn til frekari
uppbyggingar hér á landi og erlendis. Þann 15. september
er fyrirhugað að skrá hluti félagsins í Kauphöll Íslands.
Útboðs- og skráningarlýsing er gefin út á ensku undir
heitinu Prospectus á heimasíðu útgefanda, www.exista.com.
Einnig má nálgast hana á www.kbbanki.is. Innbundin eintök
liggja frammi hjá Exista að Ármúla 3 í Reykjavík og hjá
Kaupþingi banka, Borgartúni 19 í Reykjavík.
Gjalddagi kaupanna er 14. september og eindagi 20. sept-
ember 2006. Greiðsluseðlar verða ekki sendir áskrifendum
með pósti en frá 14. september má nálgast greiðslu-
upplýsingar á áskriftarvef auk þess sem greiðsluseðill birtist
í netbanka kaupanda. Greiðslukvittun verður send til
áskrifanda eftir að greiðsla hefur borist með réttum hætti.
stendur til kl.17:00 í dag – skráning á www.kbbanki.is
Reykjavík, 13. september 2006
Tekið er við áskriftum á www.kbbanki.is.
Ráðgjöf KB banka veitir upplýsingar vegna hlutafjárútboðsins
í síma 444 7000 og tölvupósti existautbod@kbbanki.is.
Almennt hlutafjárútboð
Almenningi eru boðnir 65.000.000 hlutir á genginu 21,5 krónur fyrir hvern hlut, samtals
að andvirði 1.397,5 milljóna króna. Lágmarksáskrift er 5.500 hlutir að andvirði 118.250
króna og hámarksáskrift er 2.000.000 hlutir að andvirði 43 milljóna króna.