Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 12

Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 12
12 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR MÓTMÆLI Fjöldi manna safnaðist í gær saman í Taipei, höfuðborg Taívans, fjórða daginn í röð. Fólkið lét hellidembu ekki á sig fá og mótmælti forseta landsins, Chen Shui-Bian, en fjölskylda hans er sökuð um víðtæka spillingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kauptu aðeins Vista samhæfða tölvu SKJÁR: 15.4" GLARE TYPE TFT HÁSKERPUSKJÁR ÖRGJÖRVI: PENTIUM MOBILE DOTHAN 735A @ 1.73AG 2MB L2 SKJÁKORT: NVIDIA® GEFORCE™ GO 7300 MEÐ 256MB TURBOCACHE™ MINNI VINNSLUMINNI: 1GB DDRII 533 HARÐUR DISKUR: 100GB HDD KORTALESARI: 4 - 1 (MS, MS PRO, SD, MMC) GEISLADRIF: 8X MULTI SLOT DVD SKRIFARI DUAL DL STÝRIKERFI: WINDOWS XP PROFESSIONAL NETKORT: WLAN 802.11B/G - 10/100/1000 LAN TENGIMÖGULEIKAR: 4X USB 2.0, 1X FIREWIRE, VGA TENGI, TV ÚT, PCMCIA AUDIO DJ - SPILAÐU GEISLADISKA ÁN ÞESS AÐ RÆSA STÝRIKERFIÐ RAFHLAÐA: 8 CELLS LI-ION MEÐ 1.3 MEGA PIXLA VEFMYNDAVÉL & HLJÓÐNEMA ATH. FARTÖLVUTASKA & OPTICAL MÚS FYLGJA FRÍTT MEÐ WINDOWS XP PROFESSIONAL FYLGIR ÖLLUM FARTÖLVUM FRÁ BOÐEIND NAUÐSYNLEGT Í SKÓLANN HUGBÚNAÐUR SEM FYLGIR FRÍTT VÍRUSVÖRN: NORTON SYSTEM WORKS - RAPID RECOVERY SKRIFARAHUGBÚNAÐUR: NERO 6 DVD HUGBÚNAÐUR: ASUS POWER DVD XP - ACROBAT READER MYNDVINNSLUHUGBÚNAÐUR: POWER DIRECTOR PRO - MEDIA@SHOW ASUS WINFLASH - ASUS LIVE UPDATE - ASUS POWER4 GEAR - ASUS PC PROBE RITVINNSLUHUGBÚNAÐUR: OPEN OFFICE ER FRÍR Á BODEIND.IS Boðeind ehf. - Mörkin 6 - 108 RVK - S: 588 2061 - sala@bodeind.is Boðeind býður upp á viðurkennda verkstæðisþjónustu - thjonusta@bodeind.is Er þér lofað að tölvan geti allt og svo getur tölvan ekki neitt? Boðeind hefur í 19 ár verið sérverslun með tölvubúnað. Fáðu faglega ráðgjöf og kauptu vandaða fartölvu á góðu verði ! ASUS A6VM B irt m eð fyrirvara u m verðb reytin gar og ritvillu r BANDARÍKIN George W. Bush Bandaríkjaforseti hvetur banda- rísku þjóðina til að hætta ekki stríðsrekstri í Írak í miðjum klíð- um. Andstæðingar hans í Demó- krataflokknum segja hann mis- nota aðstöðu sína til þess að afla Repúblikanaflokknum fylgis í væntanlegum þingkosningum. „Bandaríska þjóðin átti betra skilið í gærkvöldi,“ sagði Harry Reid, leiðtogi Demókrata í öld- ungadeild Bandaríkjaþings. „Hvaða mistök svo sem gerð hafa verið í Írak, þá væru stærstu mistökin þau að halda að ef við færum burt myndu hryðjuverka- mennirnir láta okkur í friði,“ sagði George W. Bush Bandaríkjafor- seti í sjónvarpsávarpi sínu til þjóð- arinnar á mánudagskvöldið, dag- inn sem þess var minnst að fimm ár eru liðin frá árás hryðjuverka- manna á New York og Washing- ton. „Bandaríkin báðu ekki um þetta stríð og allir Bandaríkjamenn vildu að því væri lokið. Það vildi ég líka. En stríðinu er ekki lokið,“ sagði Bush. „Ef við sigrumst ekki á þessum óvinum núna, þá látum við það börnum okkar eftir að standa frammi fyrir Mið-Austur- löndum þar sem völdin eru í hönd- um hryðjuverkaríkja og róttækra einræðisherra sem vopnaðir yrðu kjarnorkuvopnum.“ Hann varði hluta tíma síns í að útmála illsku andstæðingsins, sem hann sagði hafa það markmið að koma á fót „róttæku íslömsku heimsveldi þar sem konur eru fangar á eigin heimili, menn eru barðir fyrir að missa af bæna- stundum og hryðjuverkamenn hafa öruggt skjól til þess að skipu- leggja og hefja árásir á Bandarík- in og aðrar siðmenningarþjóðir“. Hann vék einnig máli sínu að Írak sérstaklega og sagðist oft vera spurður að því hvers vegna bandaríski herinn væri eiginlega í Írak þrátt fyrir að Saddam Huss- ein hefði ekki borið neina ábyrgð á árásunum 11. september. „Svarið er að af stjórn Sadd- ams Hussein stafaði greinilega ógn,“ sagði forsetinn. „Heimurinn er orðinn öruggari núna vegna þess að Saddam Hussein er ekki lengur við völd.“ Í síðustu viku staðfesti leyni- þjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að aldrei hefði nein tengsl verið að finna milli Saddams Husseins og Al Kaída samtakanna, en Bush fullyrti í ræðu sinni að nú hefðu liðsmenn Al Kaída „gengið til liðs við leif- arnar af stjórn Saddams og aðra vopnaða hópa til þess að efna til innbyrðis átaka í landinu og reka okkur á brott.“ gudsteinn@frettabladid.is Brýnir þjóð sína til verka Demókratar saka George W. Bush um að nota sjón- varpsávarpið 11. september í pólitískum tilgangi, nú þegar tæpir tveir mánuðir eru í þingkosningar. FORSETINN ÁVARPAR ÞJÓÐINA Bush Bandaríkjaforseti sagði stríðið gegn hryðju- verkamönnum ekki vera „átök á milli menningarheima“ heldur „baráttu í þágu siðmenningarinnar“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAÞJÓNUSTA Vestnorden-ferða- kaupstefnan stendur nú yfir í Laug- ardalshöll. Kaupstefnan er árlegur viðburður þar sem Ísland, Græn- land, Færeyjar og Hjaltlandseyjar kynna möguleika sína í ferðaþjón- ustu fyrir um 550 kaupendum og seljendum frá þrjátíu mismunandi löndum. Hún er haldin til skiptis í aðildarríkjunum fjórum og þykir afar mikilvæg innlendum ferða- þjónustuaðilum þar sem hana sækja allir þeir aðilar sem hingað selja ferðir. Meðal þess sem kom fram við setningu kaupstefnunnar var að fjöldi ferðamanna til þeirra allra hefði aukist á milli ára. Þökk- uðu þeir þann árangur meðal ann- ars auknu samstarfi vestnorrænu landanna. Magnús Oddsson, ferðamála- stjóri Íslands, sagði það fagnaðar- efni að fjöldi þátttakenda í kaup- stefnunni rísi með hverju árinu. Í máli hans kom einnig fram að hann teldi alls ekkert ólíklegt að ferða- mannastraumur til Íslands tvöfald- aðist á næstu tíu árum. Ísland gæti því átt von á allt að einni milljón gesta árið 2016. Magnús sagði enn fremur að lykillinn að velgengni íslenskrar ferðaþjónustu væri dreifing gesta yfir árið svo að hægt væri að þjónusta þá alla með við- unandi hætti. Kaupstefnunni lýkur á hádegi í dag. - þsj Ferðakaupstefnan Vestnorden er haldin í Laugardalshöllinni: Fólk frá 30 löndum sækir ferðakaupstefnu VESTNORDEN 2006 Ferðakaupstefnan var sett í Listasafni Reykjavíkur í fyrrakvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.