Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 26
[ ]Seltjarnarnes Það er skemmtilegt að fara í bíltúr út á Gróttu um helgar, en þar er auðugt fuglalíf og falleg náttúra. Vitinn reis þar árið 1897 þegar fiskveiðar stóðu í blóma við Gróttu. Bændaferðir hafa gefið út sérferðabækling sinn fyrir vet- urinn 2006 til 2007. Hafnar eru bókanir á ferð til Egyptalands. Í nýjum vetrarbæklingi Bænda- ferða kennir ýmissa grasa sem ferðaþyrstir ættu að kynna sér vel en þetta er í fyrsta sinn sem sér- stakur vetrarbæklingur er gefinn út af þeim. Vetrarferðirnar beinast sér- staklega að skíðaferðum og jóla- ferðum. Farið verður í jólaferðir til Würzburg í Þýskalandi og glæsi- lega aðventuferð til Mósel og Rín en þessari ferð var bætt við vegna mikillar eftirspurnar eftir aðventu- ferðum. Einnig verður farið í jóla- ferð til Vínarborgar en þar munu tónlist og menning gegna lykilhlut- verki undir leiðsögn Diddúar. Farin verður áramótaskíðaferð til Engelberg og skíðaferð til Hint- erglemm. Einnig verður farið á gönguskíði í Týról í Austurríki. Bændaferðir hafa einnig hafið sölu á ferð til Egyptalands þann 18. mars 2007, en vegna gríðarlegs áhuga á þessum áfangastað er upp- selt í októberferðina. Að sama skapi hafa Kínaferðirnar verið vinsælar og er nú hafin bókun í ferð þann 19. apríl. Hvað haust- og vetrarferðum líður gildir hið almenna lögmál um að fyrstur kemur fyrstur fær og er því ráð að bóka sem fyrst. - jóa Vetrarbæklingur Bændaferða Vínarborg verður einn af áfangastöðum Bændaferða um næstu jól. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Ferðasögu- samkeppni SÍÐASTI SKILADAGUR Í FERÐA- SÖGUSAMKEPPNI ÚTIVERU ER 1. OKTÓBER. Tímaritið Útivera stendur fyrir ferðasögusamkeppni þessa dag- ana. Allt frá því blaðið kom fyrst út árið 2003 hefur ríkt sú hefð að birta skemmtilegar, áhugaverðar og fróðlegar ferðasögur fólks. Nú geta lesendur sent inn ferðasögur og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þrjár bestu sögurnar. Þá verða sög- urnar einnig birtar í tímaritinu að höfðu samráði við höfunda þeirra. Verðlaunin eru meðal annars Íslandsatlas Eddu, útivistarúr, GPS- tæki og margt fleira. Í dómnefnd sitja Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Andri Snær Magnason rithöfundur og Jón Gauti Jónsson ritstjóri Útiveru. Síðasti skiladagur í ferðasögusam- keppnina er 1. október en nánari upplýsingar um uppbyggingu keppninnar er að finna á www. utivera.is. Sögur af ferðum fólks hafa heill- andi yfirbragð. Sólin skín þrjú hundruð daga á ári á skíðasvæðunum í Color- ado í Bandaríkjunum. Þetta þykja kannski ekki tíðindi, nema nú gefst Íslendingum kostur á að njóta þessara sól- ardaga í faðmi skíðabrekkna og stólalyfta. Úrval-Útsýn býður ferðir á skíða- svæðin í Aspen og Vail í Bandaríkj- unum. „Við fórum í fyrsta skipti með íslenska skíðamenn á þetta svæði í fyrra og viðtökurnar voru mjög góðar,“ segir Áslaug Gunn- arsdóttir hjá Úrvali-Útsýn. „Í ár fljúgum við í beinu leiguflugi til Denver.“ Bæði svæðin eru í Colorado ríki í Bandaríkjunum. Aspen og Vail eru talin vera glæsilegustu skíða- svæðin þar í landi, fyrir utan góðar brautir og himneskan snjó, eru bæirnir ríkir af veitingastöðum, verslunum heilsulindum, fjörugu næturlífi og annari afþreyingu. „Snjórinn þarna er líka allt öðru- vísi en sá í Evrópu. Þar er snjórinn þyngri og blautari en mun meira er um púðursnjó í Bandaríkjunum,“ segir Áslaug. „Einnig er nokkur munur á því að skíða í Bandaríkj- unum en í Evrópu. Skíðaiðkendur hafa meira pláss og frelsi á banda- rísku svæðunum og leyfist að skíða utan brauta ef vilja. Oftast er skíða- maðurinn einn í heiminum. Einnig er gott skipulag kringum lyfturnar og allar raðir ganga mun hraðar fyrir sig.“ Vail er eitt stærsta samfellda skíðasvæðið í Bandaríkjunum og hefur verið útnefnt eitt besta skíða- svæðið í Norður-Ameríku. Í fjallinu eru þrjú mismunandi skíðasvæði, Front Side með 127 skíðaleiðum , Back Bowl og Blue Sky Basin, 260 hektarar af skíðasvæði umlukið sígrænum trjám. Svæðin eru sam- tengd og því auðvelt að skíða frá einu svæði yfir í annað. Aspen er einn frægasti skíða- staður heims og þangað sækir mikið af ríka og fræga fólkinu. Aspen skíðasvæðið nær yfir fjögur fjallasvæði; Aspen Highlands sem er svæði fyrir betri skíðamenn sem vilja krefjandi brekkur, But- termilk Mountain sem hentar fyrir alla skíðamenn og hefur góða aðstöðu fyrir snjóbrettaiðkendur og Snowmass Mountain sem er fjölbreyttasta skíðasvæðið á Asp- ensvæðinu og hentar öllum skíða- iðkendum. Úrval-Útsýn býður upp á níu daga pakkaferð með íslenskri far- arstjórn til Aspen og Vail í febrúar. „Við erum byrjuð að bóka og erum með 200 sæti til sölu,“ segir Áslaug. „Salan er að taka við sér þannig ferðin verður væntanlega fullbók- uð fljótt.“ johannas@frettabladid.is Skíðaparadís utan Evrópu Skíðamenn hafa mun frjálsari fætur á bandarísku skíðasvæðunum en þeim evrópsku. Í raun mega þeir skíða hvar sem er innan svæðisins, utan brautar sem innan. Þetta gerir að verkum að brautirnar eru ekki jafn troðnar og víða annars staðar. Bandarísku skíðasvæðin eru paradís fyrir skíðaiðkendur. Upplýsingar um Aspen og Vail www.aspensnowmass.com http://vail.snow.com/ www.uu.is til Würzburg s: 570 2790 www.baendaferdir.is Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug- myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. í Þýskalandi 30. nóvember - 3. desember 2006 7. - 10. desember 2006 14. - 17. desember 2006 Verð kr. 64.900 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Sími: 50 50 600 • www.hertz.is www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í USA 21.200* San Fransisco kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. Verð miðað við gengi 1. maí 2006.* 17.800* Florida kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. * 23.300* Boston kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. Verð miðað við gengi 1. maí 2006.* Verð miðað við gengi 1. maí 2006. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 ��������������� ��������� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� �� ���������� �������������� �������������

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.