Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2006, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 13.09.2006, Qupperneq 59
MIÐVIKUDAGUR 13. september 2006 23 Brú II Venture Capital Fund hefur keypt hlut í VoIP-netsímafyrirtæk- inu SunRocket. „SunRocket er ört vaxandi fyrir- tæki á sviði VoIP símaþjónustu fyrir almenning. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er í dag eitt stærsta VoIP símafyrirtækið í heiminum. Heildarfjármögnun í þessari lotu nam 33 milljónum doll- ara og var gerð í samstarfi við BlueRun Ventures, MayField Fund, Varma Mutual Pension Insurance Company, The Grosvenor Fund og fleiri,“ segir í tilkynningu Brúar II. Brú II fjárfestingarsjóðurinn einbeitir sér að óskráðum og ört vaxandi fyrirtækjum, en fjárfestar eru Straumur-Burðarás Fjárfest- ingarbanki hf., Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífiðn, Lífeyrissjóður Austurlands, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Sax- hóll hf. og Tryggingamiðstöðin. Frekari upplýsingar er að finna á vefnum www.bru.is. - óká Brú II fjárfestir í netsímatækni Unnið er að sameiningu Kers hf. og Kjalars ehf. hf. í eitt fjárfest- ingarfélag. Í tilkynningu kemur fram að við breytinguna verði Egla hf. dótturfélag í 100 pró- senta eigu hins sameinaða félags. „Markmiðið er að efla og hnit- miða starfsemina með áherslu á frekari uppbyggingu utan Íslands en þegar hafa verið stofnuð dótt- urfyrirtæki í Hollandi og Eng- landi. Gert er ráð fyrir að hið sameinaða félag taki til starfa í næsta mánuði undir nafni Kjal- ars. Eignir hins sameinaða félags eru 90 milljarðar króna og eru þær helstu eignarhlutur í Kaup- þingi banka hf., í Alfesca hf., í Samskipum hf., í fasteignafélag- inu Festingu ehf. og ýmsum öðrum félögum,“ segir þar jafn- framt. Hjörleifur Jakobsson hefur verið ráðinn forstjóri Kers hf. og verður forstjóri hins sameinaða félags. Hann var áður forstjóri Olíufélagsins ehf. en lét þar af störfum 1. mars síðastliðinn. Hjörleifur lauk verkfræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1981 og meistaraprófi í vélaverk- fræði frá Oklahoma State Univer- sity 1982. Guðmundur Hjaltason, for- stjóri Kers hf., hefur ákveðið að láta af störfum og hverfa til nýrra verkefna. Hann hefur verið for- stjóri félagsins frá árinu 2003 og veitti því forystu á miklum upp- gangstímum. „Guðmundi eru þökkuð vel unnin störf fyrir félagið og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir í tilkynn- ingu um sameininguna. - óká Kjalar ehf. og Ker hf. sameinuð HJÖRLEIFUR JAKOBSSON Hjörleifur er nýráðinn forstjóri sameinaðs félags Kers og Kjalar sem kemur til með að starfa undir nafni Kjalar. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam um 1.350 milljörðum króna í lok júlí síðastliðins og lækkaði um rúma 8,4 milljarða milli mánaða, samkvæmt tölum frá Seðlabank- anum. Eign sjóðanna í erlendum verð- bréfum dróst saman um þrjú pró- sent milli mánaða og má rekja þá lækkun til veikingar krónunnar á tímabilinu. Eignir lífeyrissjóð- anna í innlendum hlutabréfum lækkuðu um 1,5 prósent í júlí. Hrein eign lífeyrissjóðanna hefur aukist um ellefu prósent frá áramótum og er það tæpum tveim- ur prósentum betri ávöxtun en á sama tímabili í fyrra. - jsk Hrein eign lífeyr- issjóða rýrnar LÍFEYRISSJÓÐURINN GILDI Hrein eign lífeyrissjóðanna nam um 1.350 milljörðum króna í lok júlí. Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM-notend- um kleift að hafa eitt símanúmer í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar þeim sem eru með Black- Berry-tæki fyrir tölvupóstsam- skipti og GSM-þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM- síma utan vinnutíma. Í tilkynningu frá Og Vodafone er haft eftir Gísla Þorsteinssyni, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, að um mikið hagræði sé að ræða fyrir þá GSM-notendur sem nota fleiri en eitt GSM-símtæki því nú geti þeir haft eitt símanúmer í stað tveggja. - jab Eitt númer í tveimur símum KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.097 -0,07% Fjöldi viðskipta: 325 Velta: 3.913 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,90 +0,15% ... Alfesca 4,80 +0,63% ... Atlantic Petroleum 572,00 +0,00% ... Atorka 6,30 -0,79% ... Avion 32,80 +0,00% ... Bakkavör 55,20 +1,66% ... Dagsbrún 4,87 -0,82% ... FL Group 20,20 -1,46% ... Glitnir 20,00 +1,01% ... KB banki 830,00 -0,36% ... Landsbankinn 25,60 -1,16% ... Marel 79,00 +1,28% ... Mosaic Fas- hions 18,00 +0,56% ... Straumur-Burðarás 16,80 +0,00% ... Össur 121,00 +0,83% MESTA HÆKKUN Vinnslustöðin +7,14% Bakkavör +1,66% Marel +1,28% MESTA LÆKKUN FL Group -1,46% Landsbankinn -1,16% Dagsbrún -0,82% Umsjón: nánar á visir.is E N N E M M / S IA / N M 2 3 3 7 9 Krókaleiðir í Kína SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland Manndómsvígsla íslensks unglings meðal munka og munaðarleysingja í Kína. Í kvöld kl. 20.10 á SKJÁEINUM.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.