Fréttablaðið - 13.09.2006, Side 68
13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
Poppstjarnan Jay Kaye var hand-
tekinn af lögreglu í London aðfara-
nótt þriðjudags eftir að hann réðst
að ljósmyndara fyrir utan nætur-
klúbb þar í borg. Lögregla færði
Jay, sem er söngvari hljómsveit-
arinnar Jamiroquai, á lögreglu-
stöð þar sem honum var veitt við-
vörun. Söngvarinn var æfur við
ljósmyndara sem hann sagði hafa
setið fyrir sér fyrir utan klúbbinn.
Ljósmyndararnir halda því hins
vegar fram að þeir hafi verið að
bíða eftir Lindsay Lohan sem
skemmti sér á sama klúbbi. Vitni á
staðnum segja söngvarann hafa
slegið til eins ljósmyndara og kýlt
annan þrisvar í höfuðið.
Handtekinn í London
JAY KAYE
Kýldi ljósmyndara þrisvar.
Spænsk stjórnvöld hafa nú sett
upp ákveðnar reglur fyrir tísku-
vikuna í Madríd sem mun síðar í
þessum mánuði. Þau hafa bannað
of mjóum fyrirsætum að taka þátt
í tískuvikunni og eru búin að setja
upp ákveðna þyngdarstaðla fyrir
fyrirsæturnar sem þær þurfa að
uppfylla ef stúlkurnar vilja sýna á
tískuvikunni. Öllum módelskrif-
stofum á Spáni hafa nú verið send
bréf sem tilkynnir þeim að bannað
sé að bóka fyrirsætur sem upp-
fylla ekki þessi þyngdarskilyrði.
30% af stúlkunum sem sýndu í
fyrra uppfylla ekki þessi þyngdar-
skilyrði sem er í formi BMI töfl-
unnar eða „Body Mass Index“ sem
er samþykktur staðall frá Heil-
brigðis eftirlitsstofnuninni. Mikl-
ar gagnrýnisraddir heyrðust á síð-
ustu tískuviku í Madríd þar sem
fyrirsæturnar þóttu svo skugga-
lega mjóar að fatnaðurinn hékk
utan á þeim.
Í Suður Evrópu er einmitt
hæsta tíðni í heiminum á átrösk-
unarsjúkdómum á borð við lystar-
stol og lotugræðgi. Þetta er því
gott framtak og þróun á Spáni sem
vonandi smitast og breiðist út í
tískuheiminum.
Mjónur bannaðar á Spáni
BANNAÐ AÐ VERA OF MJÓR
Þessi fyrirsæta fær að öllum líkindum
ekki að taka þátt í tískuvikunni á Spáni
þar sem aðstandendur hennar vilja
að ímyndin vikunnar verði frískleg og
hraustleg.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Veigar Margeirsson býr í
Los Angeles þar sem hann
semur tónlist fyrir kvik-
myndir. Hann er væntan-
legur til Íslands til að semja
tónlist fyrir kvikmyndina
Kalda slóð.
Veigar Margeirsson hefur komið
sér vel fyrir í Los Angeles en er
væntanlegur til landsins á næstu
dögum þar sem hann hefur verið
ráðinn til að semja tónlistina við
íslensku sakamálamyndina Köld
slóð.
Veigar var kominn í upptökuver-
ið sem er bak við húsið hans í Engla-
borginni þegar Fréttablaðið náði
tali af honum og fyrsta spurningin
snerist að sjálfsögðu um annan
Íslending sem hefur verið að gera
það gott þar vestra, Magna Ásgeirs-
son.
„Jú, fólk stoppar mann og spyr
hvort ég þekki eitthvað til hans,“
svarar Veigar og hlær. „Ég hef
fylgst vel með honum og sit límdur
fyrir framan skjáinn á morgun
þegar úrslitin verða kunngjörð,“
bætir hann við. Veigar var að leggja
lokahönd á tónlist fyrir sjónvarps-
myndina Great American Christ-
mas sem sýnd verður á NBC um
jólin. „Þetta er svona raunveru-
leika-kvikmynd þar sem fylgst
verður með fjölskyldum að halda
jólin vítt og breitt um Bandaríkin,“
segir hann.
Veigar hefur getið sér gott orð
fyrir gerð tónlistar við svokallaða
„trailera“ sem notaðir eru við að kynna væntanlegar kvikmyndir í
sjónvarpi og í kvikmyndahúsum.
Meðal mynda sem hafa notið góðs
af tónlist Veigars má nefna The Da
Vinci Code, Batman Begins og nú
síðast Lady in the Water. „Þetta er
mjög knappur tími sem ég hef til að
vinna þetta, bara eins og í slorinu
heima á sumrin í gamla daga,“
útskýrir Veigar. „Þú hefur afskap-
lega stuttan tíma til að gripa áhorf-
endann, aðeins nokkrar sekúndur,“
segir hann en bætir við að misjafn-
lega mikið sé lagt uppúr þessu
kynningarmyndbrotum sem geti
verið dýrkeypt mistök. „Góðar
myndir eru stundum með lélega
„trailera“ og öfugt,“ segir hann.
Veigar segist hafa lesið svokall-
aðan „synopsis“ fyrir Kalda slóð
sem er úrdráttur á því hvað myndin
fjalli um. „Ég sé úr henni á næstu
dögum en hún virðist vera mjög
kraftmikil, sjónrænt séð,“ segir
hann. „Annars þarf ég bara rétt að
lesa byrjunina og þá er ég farinn á
flug,“ segir Veigar.
freyrgigja@frettabladid.is
Semur kynningarstef fyrir
stórmyndir í Hollywood
VEIGAR MARGEIRSSON Hefur starfað í Los Angeles við gerð tónlistar fyrir „trailera“.
KÖLD SLÓÐ Myndin verður frumsýnd í
desember og mun Veigar semja tónlist-
ina við hana.
tónleikaröð á NASA
www.nasa.is
Miðasala fer fram í verslunum
Og Vodafone í Rvk, á www.nasa.is
og virka daga kl. 13 - 16 á Nasa.
Tónleikarnir hefjast kl. 21, húsið
opnar kl 20.
SÓL AÐ MORGNI
TÓNLEIKAR 14. SEP.
Bubbi tekur fyrir plötuna