Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 18
Straumur-Burðarás,
Samvinnutryggingar og
aðrir fjárfestar kaupa
22,6 prósenta hlut í
Straumi af FL Group fyr-
ir 42 milljarða króna. FL
fær peninga, hlutabréf
í Finnair og hefur bol-
magn til að ráðast í 200
milljarða verkefni.
FL Group hefur selt 22,6 prósent
eignarhluta síns í Straumi-Burðar-
ási Fjárfestingarbanka. Kaupend-
ur eru bankinn sjálfur og hópur
fjárfesta, en stefnt er að því að
ganga frá viðskiptunum þann 22.
desember næst komandi.
Seljandinn fær fyrir sinn snúð
42,1 milljarð króna, þar af 28,3
milljarða króna í peningum, 10,2
milljarða með hlutabréfum í Finn-
air og 3,6 milljarða í skráðum
íslenskum fyrirtækjum. FL Group
á nú orðið 23 prósenta hlut í Finn-
air.
Eftir viðskiptin heldur FL utan
um fjögurra prósenta hlut í
Straumi.
Meðal nýrra fjárfesta, sem
koma að Straumi, eru Löngusker,
félag í eigu Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga, og tveir
bandarískir fagfjárfestar.
Straumur kaupir tæplega tíu
prósenta hlut af eigin bréfum.
Björgólfur Thor Björgólfsson,
stjórnarformaður Straums-Burðar-
áss, býst ekki við að bankinn eigi
bréfin til langs tíma; bréfunum
verði annaðhvort miðlað út til
áhrifafjárfesta eða stærri hóps
fjárfesta.
Með viðskiptunum lýkur stuttu
samstarfi Björgólfs Thors Björ-
gólfssonar, stjórnarformanns
Straums-Burðaráss, og Hannesar
Smárasonar, forstjóra FL og ann-
ars aðaleigenda FL Group. FL
Group kom óvænt inn í hluthafa-
hóp Straums í júlí þegar félagið
festi kaup á 24,4 prósentum hluta-
fjár af þeim Magnúsi Kristinssyni
og Kristni Björnssyni sem höfðu
lent í minnihluta innan stjórnar
Straums.
Þótt FL Group hafi selt bréf á
genginu átján sem voru keypt á
18,9, segir Hannes Smárason, for-
stjóri FL Group, að viðskiptin komi
ekki illa út fjárhagslega þar sem
bréfin hafi verið keypt á sínum
tíma í skiptum fyrir önnur bréf
(FL og Kaupþing) sem einnig voru
á yfirverði. Ekki megi horfa fram
hjá því að eigið fé félagsins hafi
aukist um 35 milljarða í sumar og
alltaf kosti að ná í nýtt eigið fé.
Eiginfjárstaða FL er sterk
þessa dagana eftir þessa sölu og
fréttir í vikunni af nýjum fjár-
mögnunarsamningi við Barclay
Capital. „Fjárfestingargeta félags-
ins er sjálfsagt yfir 300 milljarðar.
Þar af eru kannski eitt hundrað
milljarðar króna í verkefnum
þannig að við höfum gríðarlegan
slagkraft.“
[Hlutabréf] Peningaskápurinn...
Björgólfur Thor Björgólfsson
telur að kaup Straums og fleiri
fjárfesta á bréfum FL Group í
Straumi breyti ekki miklu að því
sem snýr að starfsemi Straums.
„Félagið hefur verið að vinna að
öflugu og góðu uppbyggingar-
starfi og það hefur haldið áfram.
Við viljum markvisst auka við
erlenda starfsemi okkar og það er
lykilverkefni fyrir okkur árin
2007 og 2008.“ Ef hentug tæki-
færi komi til að taka yfir önnur
félög þá muni stjórnendur skoða
þau gaumgæfilega.
Viðskiptin slá hins vegar á þær
sögusagnir að uppi hafi verið deil-
ur og læti innan stjórnar félags-
ins sem eigi sér engar stoðir í
raunveruleikanum, að sögn Björ-
gólfs.
Hann fagnar aðkomu nýrra
hluthafa að félaginu sem hafi
mikla þýðingu. Meðal nýrra fjár-
festa eru Samvinnutryggingar en
félagið hefur ekki áður komið að
Straumi áður. Einnig eru það góð
teikn að fá inn í Straum tvo banda-
ríska fagfjárfesta sem eignast
tveggja prósenta hlut. „Vonandi
getum við fengið fleiri útlendinga
að með tímanum. Það er mjög
góður gæðastimpill að hafa fjöl-
breyttan hóp útlendinga, einkum
fyrir banka sem ætlar að sækja
út alþjóðlega.“
Straumur heldur
sinni stefnu
Björgólfur Thor fagnar komu útlendinga að Straumi.
Stork fyrirtækjasamstæðan í Hol-
landi horfir til nokkurra fjárfest-
ingarkosta sem gætu leitt til upp-
skiptingar á samstæðunni ef til
þess þyrfti að koma til að fjár-
magna kaupin, hafa erlendir fjöl-
miðlar eftir Jan Kalff, stjórnar-
formanni Stork.
Kalff segir koma til greina að
selja eina af þremur einingum
Stork ef til þess kæmi að fyrir-
tækið réðist í kaup sem væru of
stór til að gleypa í einum bita,
sagði hann við Financial Times.
Bandarísku fjárfestingarsjóð-
irnir Centaurus Capital og Paul-
son & Co hafa þrýst á um uppskipti
samstæðunnar til að losa dulið
virði og innleysa hagnað.
Í janúar verður haldinn hlut-
hafafundur að beiðni sjóðanna,
sem eiga tæplega 32 prósenta hlut
í Stork, þar sem meðal annars
verður borið fram vantraust á
stjórn Stork og takmarkaðar vald-
heimildir hennar. Kalff segir hins
vegar fyrirtækið verða óstarf-
hæft ef leita þurfi heimildar hlut-
hafa við allar meiri háttar ákvarð-
anir.
Marel hefur hug á að kaupa
Stork Food Systems en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hafa
ekki farið fram formlegar við-
ræður þar að lútandi. Marel bíður
þar til niðurstaða fæst í deilu
Stork og bandarísku fjárfesting-
arsjóðanna.
Stork gefur sölu á
hluta undir fótinn
Yfirlýsing frá 29.06. 2006
Fjárfestingarbankinn Askar Capital hefur starfsemi
um næstu áramót. Bankinn verður með höfuðstöðvar
í Reykjavík, en skrifstofur í Lúxemborg, Lundúnum,
Búkarest og Hong Kong að auki. Bankinn starfar á
vettvangi fyrirtækja og stórviðskipta, en sinnir ekki
einstaklingsviðskiptum, þ.e. svokallaðri heildsölu-
bankastarfsemi.
Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri bankans,
kynnti starfsemi hans, stjórn og lykilstjórnendur á
blaðamannafundi á Grand Hóteli Reykjavík í hádeg-
inu í gær. Milestone er kjölfestufjárfestir í bankan-
um, sem verður við stofnun með 11 milljarða króna
eigið fé og 40 til 45 starfsmenn. Auk þess að hafa Mil-
estone sem bakhjarl rennur inn í bankann starfsemi
Ráðgjafar og efnahagsspár ehf. sem stofnað var árið
1993, Aquila Venture Partners og fjármögnunarstarf-
semi Sjóvar. Þannig segir Tryggvi að bankinn hafi
strax í byrjun nokkurn grunn viðskiptavina.
Karl Wernersson, forstjóri og aðaleigandi Mile-
stone, upplýsti að virkur undirbúningur að stofnun
bankans hafi ekki staðið í nema þrjá mánuði. „En
segja má að við Milestonemenn höfum verið að skoða
þetta í allt að 18 mánuði. Lokaspretturinn hefur verið
snarpur og við mjög stolt af því að hafa fengið mjög
öfluga liðsmenn til bankans, bæði hluthafa og í hóp
lykilstjórnenda,“ segir hann. Stjórnendur bankans
vildu ekki hafa mörg orð um hvaða markmið þeir
hefðu sett sér í rekstrinum, en segjast þó ætla að
vera við lok fyrsta starfsárs stefna á að vera með
eignir fyrir 200 milljarða króna í stýringu.
Með skrifstofur í fimm löndum