Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 1

Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sunnudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 42% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 65% Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 18. nóvember 2007 — 314. tölublað — 7. árgangur FÓLK „Ég tók bílprófið 14. maí árið 1941 og hafði þá hlotið fjórtán tíma kennslu. Þótt ég hafi endurnýjað skírteinið í 66 ár hef ég ekki keyrt nema tvisvar sinnum um ævina og þá í Landeyjar,“ segir Björgvin Ólafsson, eldri borgari á Hvolsvelli, sem lengi starfaði við kaupamennsku, smíðar og köfun. Björgvin varð níræður á árinu og ákvað að nú væri kominn tími til að láta það eftir sér að kaupa bíl í fyrsta sinn. „Þetta er lúxusbíll, enda hef ég alltaf viljað það vandaðasta, dýrasta og besta sem völ er á,“ segir Björgvin og bætir við að bíllinn sé af tegundinni Hyundai Sonata. „Hann er silfurgrár að utan og ljósgrár að innan með þaklúgu, og kostaði tvær milljónir og og sexhundruð níutíu og fimm þúsund,“ segir bíleigandinn stoltur. Þótt Björgvin hafi aðeins ekið tvisvar sinnum áður um ævina segist hann hvergi banginn. „Nei alls ekki. Vinur minn segir mér bara til með þetta,“ svarar hann sannfærandi. Þá stefnir Björgvin á að fara sína 49. utanlandsferð á næstunni til Þýskalands og er þegar búinn að panta þá fimmtugustu. „Þá ætla ég í lúxussiglingu um Miðjarðarhafið og koma við á níu stöðum. Ég hef mikið verið á flakki um heiminn og hef einmitt að undanförnu verið að setja inn myndir af ferðum mínum á diska svo ég geti haldið betur utan um þetta,“ segir Björgvin. - kdk Björgvin Ólafsson á Hvolsvelli tók bílpróf fyrir 66 árum en eignast nú fyrst bíl: Vinur minn segir mér bara til Vörumerkjatattú, bónusþreyta og íslenska sauðkindin GÍSLI EINARSSON FÆR MÖRG TILBOÐ Á DAG UM AÐ KAUPA STINNING- ARLYF EN MAGGA STÍNA BLÖNDAL ER MEÐ HREINSIEFNI Á HEILANUM. Ástarbréf varð efniviður Á nýrri plötu Birgittu Haukdal er að finna söng til móður hennar og lag upp úr ástarbréfi. FÓLK 42 Alíslenskir Hjálmar Félagarnir úr Flís hafa gengið til liðs við hljómsveitina Hjálma sem er því orðin alíslensk. FÓLK 32 Afmælisfundur í Grafarvogi Al-anon samtökin voru stofnuð á Íslandi fyrir 35 árum. Al-anon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. TÍMAMÓT 12 FÓLK „Minn tími mun koma,“ lokaorð Jóhönnu Sigurðardóttur á flokksþingi Alþýðuflokksins árið 1994 og „Brynja, ég elska þig,“ víðfræg ástarjátning Bubba Morthens á tónleikum á Púlsinum árið 1990 eru fleyg- ustu orð Íslend- inga ef marka má álitsgjafa Fréttablaðsins. Davíð Oddsson er sá stjórnmála- maður sem þykir hvað hnyttnastur þegar kemur að eftirminnilegum ummælum og í textum Megasar eru fleiri skemmtileg spakmæli en hjá öðrum tónlistar- mönnum. Halldór Laxness er sá rithöfundur sem þykir hafa sett á blað eftirminni- legustu ummælin í íslenskum bókmenntum. - jma / sjá síðu 18 Fleygustu ummæli Íslendinga: Brynja, ég elska þig og minn tími mun koma MENNING „J.K. Rowling veit hvernig segja skal góða sögu (mikilvægt), gera það án þess að setja sig á háan hest (mikilvæg- ara) og láta háfleygt þvaður í miklum mæli eiga sig (nauð- synlegt).“ Þetta segir spennusagna- höfundurinn Stephen King um Harry Potter- bækurnar í grein sem birtist í Menningu, fylgiriti Frétta- blaðsins í dag. King telur að hinn stóri leyndardómur Potter-bókanna sé að þær uxu eftir því sem þeim fjölgaði og segir hann Rowling vera ótrúlega hæfi- leikaríkan skáldsagnahöf- und. King fjallar líka um gagnrýni á bækurnar og segir að vegna ofurleyndarinnar í kringum þær hafi sú gagnrýni oft verið hræsnismjálm. „Þegar maður hefur aðeins fjóra daga til að lesa 750 blaðsíðna bók, skrifa svo 1.100 orða ritdóm um hana, hversu mikinn tíma hefur maður þá til að njóta bókarinnar?“ sjá Menningu í miðju blaðsins Stephen King um Harry Potter: Skrif gagnrýn- enda nær ein- tómt húmbúkk 25/26 VÍÐA BJART VEÐUR - Í fyrstu verður hvöss norðvestanátt við austur- og suðausturströndina en lægir síðar í dag. Vaxandi suðvestan- átt norðvestan til eftir hádegi. Víð- ast nokkuð bjart veður og úrkomu- laust. Veður fer hlýnandi. VEÐUR 4    ORKUMÁL Rætt er um að Reykjavík Energy Invest verði fjárfestingar- armur Orkuveitu Reykjavíkur og kaupi hlut í Geysi Green Energy. Á móti myndi Geysir Green kaupa eignir REI. Með þeim hætti gæti Geysir Green unnið áfram að þeim útrásarverkefnum sem voru á teikniborðinu þegar sameining þess og REI var áformuð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru hugmyndir í þessa veru upprunnar í ranni meirihluta borgarstjórnar og hafa þegar verið unnar nokkuð ítarlega. Er þeim ætlað að leysa þann hnút sem málefni Orkuveitunnar, REI og Geysis Green eru í, ásamt því að tryggja áframhaldandi þátttöku Orkuveitunnar í útrás á sviði orkumála. Ákvörðun borgarráðs um að hverfa frá sameiningu fyrir- tækjanna og staðfesting eigenda- fundar Orkuveitunnar á föstudag, er fyrsti liður í áætlun meirihlutans. Næsta skref er að Orkuveitan nái sátt við eigendur Geysis Green um að ekkert verði af samrunanum við REI en Hannes Smárason, stjórnarformaður Geysis Green, hefur sagt að samningar skuli standa og útilokar ekki skaðabóta- mál. Bryndísi Hlöðversdóttur, stjórnarformanni Orkuveitunnar, hefur verið falið að leiða sáttaferlið fyrir hönd OR. Svandís Svavarsdóttir hefur ákveðið að falla frá málssókn sinni á hendur Orkuveitunni um lögmæti eigendafundar hennar, að því gefnu að stjórn Orkuveitunnar fallist á sjónarmið hennar um að ólöglega hafi verið boðað til fundarins. - shá REI verði fjárfesting- arfélag og selji eignir Reykjavík Energy Invest verður fjárfestingararmur Orkuveitunnar og eigur fyrir- tækisins verða seldar Geysi Green Energy, gangi hugmyndir meirihluta borgar- stjórnar eftir. Svandís Svavarsdóttir vill falla frá málssókn sinni á hendur OR. VIN Í VESTURBÆNUM 35 ára afmæli verslunarinnar Úlfarsfells við Hagamel var fagnað af viðskiptavinum og velunnurum í gær. Gestir lögðu við hlustir þegar Þórarinn Eldjárn las úr Tíu litlum kenjakrökkum, nýrri bók sinni og Sigrúnar Eldjárn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR BUBBI MORTHENS STEPHEN KING HARRY POTTER Í vænlegri stöðu Birgir Leifur á góða möguleika á að komast á Evrópumótaröðina. Loka- hringurinn verður leikinn í dag. ÍÞRÓTTIR 34 VEÐRIÐ Í DAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.