Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 2

Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 2
2 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR BRUNI Talið er að allt að 200 nautgripir hafi brunnið inni í eldsvoða á bænum Stærra-Árskógi sunnan Dalvíkur í gær. Fjósið, þar á meðal innan við ársgömul viðbygging, brann til kaldra kola, sem og nærliggjandi hlaða. Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis. Um þrjátíu slökkviliðsmenn frá Akureyri og Dalvík, á sex slökkviliðsbílum, fóru á staðinn og reyndu að ráða niðurlögum eldsins. Þegar slökkvilið kom á staðinn var fjósið alelda. Mikill veðurhamur var á svæðinu og torveldaði það mjög slökkvistarfið. Ingimar Eydal, aðstoðar- slökkviliðsstjóri á Akureyri, var á staðnum. „Það var mjög erfitt að eiga við þetta í þessu veðri,“ sagði hann. „Það var mikill vindur og kuldi og við þurftum að dæla vatninu vel rúmlega hálfan kílómetra upp að fjósinu.“ Koma þurfti upp dælum með reglulegu millibili á slöngunni til að vatnið frysi ekki á leiðinni. Slökkvistarfi lauk um klukkan átta í gærkvöld. Enn sáust þó víða glæður og stóð slökkvilið Dalvíkur brunavakt í nótt. Fyrirhugað er að hefjast handa við frekari rannsóknir og hreinsun á morgun eftir að veður lægir. Hjónin á Stærra-Árskógi voru ein á bænum þegar þau urðu eldsins vör. Íbúðarhús voru aldrei í hættu. Upptök eldsins eru ókunn en grunur leikur á um að kviknað hafi í út frá rafmagni í mjólkurhúsi bæjarins. Fjósið á bænum var vel tækjum búið og eitt hið fullkomnasta í sveitinni. Talið er að tjónið hlaupi á tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. stigur@frettabladid.is Konukvöld Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 19:30 í Bústaðakirkju í sal á neðri hæð, sunnanmegin. Glæsileg atriði í boði m.a. The Secret eða “Leyndarmálið” sem allir eru að tala um.., tónlistaratriði tískusýning og happdrætti ásamt óvæntum glaðningi. Veislustjóri verður Marentza Poulsen Aðgangseyrir er kr. 2.500. Allur ágóði rennur óskiptur til að tryggja framtíð Súgfi rðingasetursins sem er í eigu Súgfi rðingafélagsins í Reykjavík. Mætum og tökum vinkonurnar með á glæsilegt konukvöld. Skráning á netfangið konukvold@hotmail.com Átthagadætur REYKJAVÍK Fyrstu varamenn framboðslista fá farsíma, nettengingu og fartölvu á kostnað borgarinnar, með sama hætti og borgarfulltrúar, samkvæmt tillögu í forsætisnefnd Reykja- víkurborgar. Á fundi nefndarinn- ar á föstudag var ákvörðun frestað. Áætlað er að kostnaður vegna þessa verði 3,1 milljón króna. Fyrstu varamenn í borgarstjórn eru Óskar Bergsson Framsóknar- flokki, Sif Sigfúsdóttir Sjálfstæð- isflokki, Guðrún Ásmundsdóttir F-lista, Dofri Hermannsson Samfylkingu og Sóley Tómasdótt- ir Vinstri grænum. - sgj Tillaga hjá Reykjavíkurborg: Varamenn fái síma og tölvur Arnar, sést að þetta er máln- ing, ef Grant er skoðað? „Maður þarf Arnaraugu til að skoða Grant.“ Arnar Grant mun birtast á forsíðu næsta tölublaðs Fitness-frétta í gervi Ofurmenn- isins. Búningurinn var málaður á hann. Lalli Sig ljósmyndari tók myndina. LÖGREGLUMÁL Lögreglumaður í Búðardal ók fram á sextán ára rjúpnaskyttu um miðjan dag í gær. Faðir piltsins hafði lánað honum byssu og ekið honum á veiðar. Ekki er unnt að fá byssuleyfi fyrr en við við tuttugu ára aldur. Lagt var hald á skotvopn piltsins og aflann sem hann hafði klófest. Ekki liggur fyrir hvort faðirinn verður ákærður fyrir vopnalagabrot en varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi segir hann mega búast við „verulegum refsiaðgerðum“; sektum, upptöku vopna og afturköllun byssuleyfis. „Þetta er með því glórulausara sem maður hefur heyrt,“ segir hann. - sh Faðir fremur vopnalagabrot: Sextán ára á rjúpnaveiðum LÖGREGLUMÁL Drukkinn farþegi í bíl á leið frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur í fyrrinótt var óánægður með hversu hægt ökumaður bílsins ók. Hann greip því til þess úrræðis að kasta ökumanninum út úr bílnum með valdi og aka sjálfur í bæinn. Við komuna til Reykjavíkur var hann þó gripinn af laganna vörðum og stungið í fangaklefa þar sem hann eyddi afgangi næturinnar og gærmorgninum. Fyrri ökumaðurinn sem ekki hafði viljað flýta sér sat eftir einn á þjóðveginum. Hann mun hafa bjargast til byggða heill á húfi. - sh Ósammála um ökuhraða: Henti bílstjór- anum út og ók ölvaður á brott SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúar í Skútustaðahreppi felldu samein- ingu þriggja sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu í kosningu í gær. Íbúar Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameininguna með meirihluta. Öll sveitarfélögin þurftu að sam- þykkja sameininguna svo að af henni yrði. Alls voru 1.006 manns á kjörskrá í kosningunum. 797 greiddu atkvæði og samþykkti meirihluti kjósenda sameining- una. Í Aðaldælahreppi, minnsta sveitarfélaginu, kusu 70 prósent með sameiningunni, en naumur meirihluti samþykkti hana í Þingeyjarsveit. - sgj Kosningar í Þingeyjarsýslu: Sameining felld Tvö hundruð gripir drápust í fjósbruna Um 200 nautgripir brunnu inni í eldsvoða á Stærra-Árskógi í Eyjafirði í gær. Nýtt fjós og hlaða brunnu til kaldra kola. Hríðarbylur torveldaði slökkvistarf. ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Myrkur og veðurhamur gerði slökkviliðsmönnum afar erfitt fyrir á Stærra-Árskógi í gær. Á myndinni sést hvar skíðlogar bæði í fjósinu og hlöðunni. MYND / FANNEY DAVÍÐSDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL Forvarnadagur verður haldinn í öllum grunnskól- um landsins 21. nóvember næstkomandi, að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og með stuðningi lyfjafyrirtækisins Actavis. Forvarnadagurinn var í fyrsta sinn haldinn í fyrra undir kjörorðinu „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli.” „Viljastyrkur ungs fólks er öflugasta vopnið í baráttunni við fíkniefnanotkun,“ sagði Ólafur Ragnar er hann kynnti dagskrá átaksins í Hagaskóla í gær. Hann sagði jafnframt að á forvarnadag- inn yrði lögð áhersla á að koma því til skila sem rannsóknir íslenskra fræðimanna hafi sýnt að skili mestum árangri í forvörnum gegn fíkniefnum. - hs Forvarnadagur verður haldinn í grunnskólum landsins á miðvikudag: Öflugasta vopnið er viljastyrkur FORVARNADAGURINN Í HAGASKÓLA Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Róbert Weissman, forstjóri Actavis, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skemmtu sér hið besta í Hagaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Óli Jón Hermannsson, mágur Guðmundar Geirs Jóns- sonar bónda á Stærra-Árskógi, kom á staðinn frá Dalvík skömmu eftir að eldsins varð vart. Hann segir að á bilinu tuttugu til þrjátíu nautgripir hafi komist út úr opnu fjós- inu og sést hlaupa út í myrkrið. „Ætli við reynum ekki að fara á morgun þegar veðrið hefur skánað og finna gripina sem sluppu út,“ segir hann. „Þetta voru meðal annars kvígur sem eiga að bera í desember.“ Hann segir eldinn hafa læst sig í allan eldsmat á ógnar- skömmum tíma. Hann treystir sér ekki til að segja til um tjónið, en bærinn eigi mikinn mjólkurkvóta auk þess sem fjósið var nýuppgert. KÁLFAFULLRA KVÍGA LEITAÐ Í DAG Í MÝVATNSSVEIT Íbúar Skútustaðahrepps höfnuðu sameiningu við tvö sveitar- félög. GEORGÍA, AP Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, hefur rekið for- sætisráðherra landsins, Zurab Nogaideli, og fengið í staðinn Vladimír Gurgenidze banka- stjóra til að gegna embættinu. Á föstudag var jafnframt aflétt neyðarástandi sem Mikhaíl Saak- ashvili forseti setti 7. nóvember. „Landið er ekki lengur í neinni hættu, þannig að engin þörf er á að framlengja neyðarástandið,“ sagði Nino Burdzhanadze, forseti þings landsins, á fimmtudag þegar þingið samþykkti að aflétta neyðarástandinu. Saakashvili forseti lýsti yfir neyðarástandi þann 7. nóvember eftir að hann hafði sent lögreglu landsins til að leysa upp með kylfum og táragasi friðsamleg mótmæli gegn stjórn hans í höf- uðborginni Tiblísi. Með neyðarlögunum var jafn- framt lagt bann við öllum mót- mælum og óháðir fjölmiðlar voru sömuleiðis bannaðir. Saakashvili hefur lagt áherslu á að styrkja tengslin við Vestur- lönd, en þessi viðbrögð hans við mótmælum hafa verið harðlega gagnrýnd jafnt á Vesturlöndum sem og í Rússlandi. Saakashvili hefur boðað til for- setakosninga í byrjun næsta árs í þeim tilgangi að róa almenning. - gb STJÓRNARANDSTÆÐINGAR Ivlian Khaindrava ásamt öðrum leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Georgíu á fundi með erlendum erindrekum í Tiblísi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Neyðarástandi hefur verið aflétt og skipt um forsætisráðherra í Georgíu: Forsætisráðherrann var rekinn ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur tók í gær formlega í notkun nýja aflvél í Hellisheiðarvirkjun. Vélin er svokölluð lágþrýstivél og er hún sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Býst fyrirtækið við að spara sér 700 milljónir króna árlega fyrir tilstilli vélarinnar, þar sem nú þurfi að kaupa minni orku frá öðrum til að selja. Raforkan frá vélinni fer alfarið á almennan markað. Í gær var einnig tekinn í notkun nýr gestaskáli virkjunar- innar, þar sem ferðamönnum gefst kostur á að skoða fræðsluefni um virkjunina og nýtingu jarðvarma- orku á Íslandi. - sgj Ný lágþrýstivél tekin í gagnið: Sparar OR 700 milljónir árlega Hestakerra tók á sig vind Engan sakaði þegar bíll fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli síðdegis í gær. Bíllinn var með tóma hestakerru í eftirdragi og tók hún á sig mikinn vind með fyrrgreindum afleiðingum, samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Selfossi. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.