Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 4
4 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarð- hald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið öðrum að bana 7. október. Í úrskurði segir að kærði sé sterklega grunaður um að hafa slegið þann látna í höfuðið með slökkvitæki, með þeim afleiðingum að hann lést. Maðurinn tilkynnti um atburðinn og í íbúð hans fannst blóðug úlpa og duft úr slökkvitæki. Upptaka úr öryggismyndavél styðja einnig grun lögreglu. Maðurinn mun sitja í gæsluvarð- haldi allt til 20. desember. - sgj Grunaður um manndráp: Gæsluvarðhald í manndrápsmáli VINNUMARKAÐUR Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur að veruleg hækkun skatt- leysismarka leysi flest vandamál í einu fyrir þá tekjulágu, lífeyris- þega og ungar barnafjölskyldur. Þetta kom fram í erindi sem Stefán flutti á aðalfundi BSRB í gær. Stefán leggur til að skattleysis- mörkin verði hækkuð um 90 þús- und, eða upp í um 140 þúsund krónur, en verði látin fjara út hjá fólki vel yfir meðaltekjum og þar fyrir utan. „Þegar fólk er til dæmis komið með 350 þúsund á mánuði lækki skattleysismörkin jafnt og þétt og fjari út við 500 þúsund á mánuði. Það þýðir að kostnaðurinn af því að gera þetta verður miklu minni. Þar að auki réttir þetta svolítið af hallann sem verður í skattkerfinu með fjármagnstekjuskattinum og þyngir aðeins skattbyrðina í efri hópunum,“ segir hann. Stefán greindi frá því að skatt- byrði almennings hefði stóraukist á síðustu tíu til tólf árum. „Við erum nú með tiltölulega mikla skattbyrði í tekjusköttum ein- staklinga, mestu skattbyrði í heimi í neyslusköttum, fyrirtækjaskatt- ar á Íslandi eru einna lægstu sem þekkjast og sömuleiðis fjármagns- tekjuskattar. Það er einmitt rýrnun skattleysismarkanna sem hefur gjörbreytt skattbyrðinni og fært byrðina frá efri tekjuhópum til neðri og meðaltekjuhópanna í vaxandi mæli,“ segir hann. - ghs Stefán Ólafsson prófessor vill að skattleysismörkin hækki: Fjari út hjá meðaltekjufólki SKATTBYRÐIN GJÖRBREYTT „Það er einmitt rýrnun skattleys- ismarkanna sem hefur gjörbreytt skattbyrðinni,“ sagði Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, á fundi BSRB. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rangt var farið með textahöfund lags- ins Ísland er land þitt í blaðinu í gær. Ljóðið er eftir Margréti Jónsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTINGAR Í Fréttablaðinu á laugardag var fjallað um kærur vegna kynferðisbrota. Í skýringarmynd víxlaðist hlutfall erlendra og íslenskra ríkisborgara samkvæmt málaskrá lögreglunnar. Þar átti hlutfall íslenskra ríkisborgara að vera táknað með rauðum lit og erlendra ríkisborgara með bláum lit. FJÖLMIÐLAR 110 ár eru liðin frá stofnun Blaðamannafélags Íslands. Formaður félagsins, Arna Schram, segir það vera eitt elsta fag- og stéttarfélag landsins. „Félagið var formlega stofnað af sjö ritstjórum og útgefendum árið 1897,“ segir Arna. „Tilgangur- inn var að efla fagið og kynnast hver öðrum.“ Arna segir heimildir gefa til kynna að Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, hafi verið ein af þeim sem komu félaginu á fót. Í tilefni afmælisins kemur út bókin Íslenskir blaðamenn. Í henni er að finna viðtöl við tíu elstu blaðamenn landsins, sem hafa lengst starfað í faginu. - sgj Blaðamannafélagið 110 ára: Eitt elsta stéttar- félag landsins ARNA SCHRAM LOFTSLAGSMÁL Hlýnun jarðar er óumdeilanleg staðreynd, segir í samantekt Vísindanefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslags- breytingar á fjórðu yfirlitsskýrslu nefndarinnar. Samantektin var samþykkt í gær í lok vikulangs fundar nefndarinnar í Valencia á Spáni. Vísindaleg vissa um loftslags- breytingar af mannavöldum hefur enn fremur aukist frá því að þriðja yfirlitsskýrslan kom út árið 2001. Í skýrslunni segir að mælanleg hlýnun jarðar verði ekki skýrð eingöngu út frá nátt- úrulegum þáttum, svo sem sól- geislun og eldgosum, heldur eingöngu ef einnig er tekið tillit til áhrifa mannsins og losunar gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni segir að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hafi aukist um þriðjung frá því fyrir iðnbyltingu og hafi ekki verið meiri í að minnsta kosti 650 þús- und ár. Áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda í viðlíka magni og nú er myndi valda auk- inni hlýnun og margvíslegum breytingum á loftslagskerfi jarðar, sem hefðu óhjákvæmilega í för með sér dauða kóralrifja, tilfærslu á búsvæðum tegunda, skort á neysluvatni og hættu á þurrkum, skógareldum og flóðum á strand- svæðum. Fyrir aldarlok er talið að hafís verði horfinn af norður heimskautinu á sumrin, sjávarborð muni hækka um 18 til 59 sentimetra og hægja muni á hringrás hafstrauma, þótt stórfelldar og snöggar breytingar séu dregnar í efa. Skýrslan er þó ekki eintóm böl- sýni, því tekið er fram að miklir möguleikar séu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á hagkvæman hátt. Það geti ríkis- stjórnir meðal annars gert með reglusetningum og staðlagerð, sköttum og gjöldum eða fram- seljanlegum losunarheimildum. Slíkar aðgerðir séu afar brýnar á næstu tveimur til þremur ára- tugum. Skýrslan hefur komið út í þrem- ur áföngum á þessu ári og er byggð á vinnu 2.500 vísindamanna. Að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er hún viða- mesta vísindalega samantekt sem gerð hefur verið um loftslags- breytingar. stigur@frettabladid.is Frekari vatnsskortur og þurrkar vofa yfir Hlýnun jarðar er staðreynd, segja vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Vissa um þátt manna í hlýnuninni hefur aukist síðustu ár. Skortur á neysluvatni er sagður óhjákvæmilegur verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. KOLUM MÓTMÆLT Grænfriðungar á gúmbáti sigldu í gær í veg fyrir flutningaskipið Front Driver úti fyrir Valencia, þar sem fundur Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar fór fram. Samtökin fullyrtu að skipið flytti ríflega 150 þúsund tonn af kolum. Á borða grænfriðunganna stendur á spænsku „Kolabrennsla eyði- leggur loftslagið.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AP SLÖKKVILIÐ Hjón á fimmtugsaldri voru flutt á slysadeild í fyrrinótt eftir að eldur kom upp á heimili þeirra í Gullsmára í Kópavogi. Eldurinn kviknaði í þvottahúsi íbúðarinnar. Fólkið var sofandi í svefnherbergi á sömu hæð. Konan brenndist lítillega á höndum og maðurinn þurfti á aðhlynningu að halda vegna reykeitrunar. Slökkvilið var kvatt á staðinn um klukkan fjögur og réð niðurlögum eldsins skömmu síðar. Reykræsta þurfti íbúðina en skemmdir voru mestar í þvottahúsinu þar sem eldurinn kom upp. - sh Tvennt flutt á slysadeild: Kviknaði í hjá sofandi hjónum DÝRAHALD Dýralæknafélag Íslands vill samstarf við bæjar- félög landsins um miðlægan gagnagrunn fyrir hunda og ketti. Að sögn Sigurborgar Daðadóttur, ritara Dýra- læknafélagsins, hafa hundar og kettir um árabil verið merktir með sérstakri örflögu með upplýsingum um þá sjálfa og eigandann. Sigurborg segir að fram til þessa hafi upplýsingar í tengslum við örmerki verið vistaðar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Mikil bragarbót yrði af mið- lægum gagnabanka sem hægt væri að leita til, meðal annars ef dýr týnast eða eigendur þeirra flytjast á milli svæða. - gar Tillaga frá Dýralæknafélaginu: Fái gagnabanka um gæludýrin GÆLUDÝR Skráð í gagnagrunn. Gaf sig fram við lögreglu Maður sem lögregla lýsti eftir í fyrra- kvöld grunaður um kynferðisbrot gaf sig fram síðar um kvöldið. Ekki var talin ástæða til að halda manninum og var hann því látinn laus að lokinni skýrslutöku. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 16.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,1038 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 60,99 61,29 124,19 124,79 88,98 89,48 11,936 12,006 11,083 11,149 9,585 9,641 0,5539 0,5571 96,4 96,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR FUNDARBOÐ MATVÍS , Matvæla- og veitingafélag Íslands boðar til almenns félagsfundar þriðjudaginn 20. nóvember 2007, á Stórhöfða 31. 1.hæð, klukkan 15:00. Dagskrá: 1. Komandi kjarasamningar. 2. Önnur mál. Kaffi veitingar Félagar fjölmennið Stjórnin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.