Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 12

Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 12
12 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. OWEN WILSON KVIKMYNDA- LEIKARI ER 39 ÁRA Í DAG. „Það hentar ágætlega fyrir mig að fá hlutverk þar sem ég dey á endanum. Enda er ég venjulega orðinn dauð- leiður á tilteknu verkefni þegar að því kemur, svo ég hlakka bara til.“ Bandaríski grínleikarinn Owen Wilson hefur meðal annars leikið í myndum á borð við The Wedding Crashes og The Royal Tenenbaums. Al-anon samtökin á Íslandi voru stofnuð þann 18. nóvember árið 1972 og fagna því 35 ára afmæli með hátíðarfundi í Grafarvogskirkju í kvöld klukkan 20.30. Al-anon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Í samtökunum er nafnleyndar gætt og því kemur viðmælandi Fréttablaðs- ins ekki fram undir nafni. „Al-anon sam- tökin voru stofnuð í New York af Luise og Annie, eiginkonum Bill og Bob sem stofnuðu AA-samtökin. Þær höfðu gert sér grein fyrir því að þær gátu notfært sér sama tólf spora kerfið og alkóhól- istarnir til að leysa eigin vandamál sem tengdust meðvirkni,“ segir viðmæland- inn og bætir við: „Samtökunum fór að vaxa fiskur um hrygg því það var auð- séð að brýn þörf var á aðstoð fyrir aðstandendur alkóhólista vegna þess að í kringum einn alkóhólista eru að meðaltali sex aðstandendur.“ Viðmælandinn segir samtökin á Íslandi hafa stækkað ört undanfarin ár og nú sé svo komið að deildirnar séu farnar að sprengja utan af sér hús- næðin. „Það hefur orðið mikil vitundar- vakning um sjúkdóminn alkóhólisma og áhrif hans á aðstandendur,“ segir hann og útskýrir svo helstu birtingarmyndir meðvirkninnar: „Það er mismunandi frá manni til manns hvernig meðvirknin birtist en ég myndi þó segja að helsta formið sé afneitun á því að þessi sjúk- dómur spili svo stóran þátt í lífi fólks. Í öðru lagi er það skert sjálfsmat og kolskökk og skert sjálfsvirðing,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta verð- ur til þess að meðvirknin birtist aðal- lega í tveimur myndum; annað hvort að sjálfsmatið sé í of miklum mínus eða of miklum plús. Þegar hún er í of miklum mínus þá gerum við það sem kallast að „kóa“ með fólki. Þá erum við eins og mýs í höndunum á öðru fólki, höfum engar skoðanir á hlutunum, erum til- búin til að réttlæta gjörðir annarra sem eru jafnvel óverjandi og gerum hluti fyrir fólk sem það getur alveg gert fyrir sig sjálft.“ Þá bendir hann á að með þessu móti standi og falli allt líf einstaklingsins með þörfum einhvers annars. „Hins vegar þegar sjálfsmatið er í of miklum plús þá höfum við skoðanir á hlutunum og vitum alveg nákvæm- lega hvað er að hjá fólki og bilumst úr stjórnsemi. Það er alveg jafn alvar- legt mál því þarna ræður dómharkan og miskunnarleysið ríkjum og við reynum að stjórna alkóhólistanum án þess að taka nokkra ábyrgð á eigin gjörðum,“ segir viðmælandinn og bætir því við að batinn í Al-anon felist í því að ná sjálfsvirðingunni og sjálfs- matinu í jafnvægi. Viðmælandinn segir helsta vopn sjúk- dómsins vera að sannfæra sjúklinginn um að hann sé einn í heiminum. „Við sem erum í Al-anon héldum öll að við værum ein í heiminum þangað til við mættum á okkar fyrsta fund. Þá kom berlega í ljós að það erum við alls ekki. Það er alltaf einhver á fundunum sem hefur verið að glíma við nákvæmlega sama vandamál og maður sjálfur,“ segir hann og bætir við: „Við lærum það smám saman að það er ekkert vanda- mál nógu stórt og engin óhamingja það mikil að ekki megi úr bæta. Tólf spora kerfið allt gengur út á að taka ábyrgð á eigin gjörðum og á eigin lífi.“ sigridurh@frettabladid.is AL-ANON SAMTÖKIN Á ÍSLANDI: 35 ÁRA Í DAG Afmælisfundur í Grafarvogi GRAFARVOGSKIRKJA Haldið verður upp á stórafmæli Al-anon í Grafarvogskirkju í kvöld með afmælisfundi klukkan 20:30. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1626 Péturskirkjan í Róm vígð af Úrbanusi 8. páfa, bygg- ing hennar hófst árið 1506. 1709 Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal brennur. Mikið af verðmætum tapaðist. 1897 Blaðamannafélag Íslands er stofnað. 1939 Margaret Atwood, kanad- ískur rithöfundur, fæðist. 1962 Niels Bohr, danskur eðlis- fræðingur og nóbelsverð- launahafi, andast. 1981 Áttunda hrina Kröfluelda hefst. Stóð hún í fimm daga. 1982 Vilmundur Gylfason gengur úr Alþýðu- flokknum og stofnar Bandalag jafnaðarmanna. Íslenska skáldið og presturinn Matthías Jochumsson fæddist hinn 11. nóvember árið 1835 á bænum Skógum í austurhlíðum Þorskafjarðar undir Vaðalfjöllum. Hann var sonur Jochums Magnússonar bónda og Þóru Einarsdóttur, sem bæði voru af merkum breiðfirskum ættum. Matthías bjó að Skógum til 11 ára aldurs hjá foreldrum sínum en fór þá í vistir. Síðan starfaði hann frá sextán ára aldri vestur í Flatey, þar sem hann hóf störf við verslun föðurfrænda síns. Tvítugur dvaldi hann vetrar- langt í Kaupmannahöfn og með styrk ættingja sinna gat hann hafið nám í Latínuskólanum, tuttugu og fjögurra ára að aldri. Skáldskaparhneigð Matthíasar birtist snemma og blómstraði þegar hann settist á skólabekk. Matthías var einnig prestur, meðal annars á Odda á Rangár- völlum en hann stundaði líka blaðamennsku og ritstýrði tíma- ritinu Þjóðólfi á sjö ára tíma- bili. Eftir Matthías liggja mörg ritverk og kvæði ásamt sjálf- um þjóðsöng Íslendinga sem hann nefndi Lofsöng. Matthías kvæntist þrisvar og eignaðist ellefu börn. Síðari hluta ævi sinnar bjó hann á Sigur hæðum á Akureyri. Húsið reisti hann sjálfur og í dag er þar safn helgað minningu Matthíasar. ÞETTA GERÐIST: 18. NÓVEMBER 1920 Matthías Jochumsson lést Nær hundrað grunnskólanemar í Reykjavík fengu íslenskuverðlaun menntaráðs afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu á föstudag. Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin voru veitt þeim nemum sem hafa skarað fram úr á ýmsan hátt: í ritlist, ljóðlist og munnlegri tjáningu. Markmið verðlaunanna eru að auka áhuga grunn- skólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs og ritaðs máls. Einnig voru tví- og fjöltyngdir nemendur verðlaunaðir sem sýnt hafa eftirtektarverðar framfarir í íslensku. Meðal verðlaunahafa eru nemendur sem tala fjögur tungumál, verðandi rithöfundar, ræðuskörungar og málvísindamenn og fengu allir veglegan verðlauna- grip til eignar. Verndari íslenskuverðlaunanna er frú Vigdís Finn- bogadóttir fyrrverandi forseti Íslands og ávarp- aði hún gesti við hátíðardagskrá í kjölfar verðlauna- afhendingarinnar. Hvatning til framfara VERNDARI VERÐLAUNANNA Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari íslenskuverðlauna menntaráðs sem veitt voru á dögunum. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur stuðning og styrk við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðnýjar Skeggjadóttur Sérstakar þakkir færum við frábæru starfsfólki Karitas hjúkrunarþjónustu og líknardeildarinnar í Kópavogi sem og Flugvirkjafélagi Íslands. Guðmundur K. Ingimarsson Skeggi Guðmundsson Katrín J. Sigurðardóttir Hólmfríður E. Guðmundsdóttir Úlfar Henningsson Henning Arnór Úlfarsson Emilía Lóa Halldórsdóttir Salka Kristinsdóttir og Kolka Henningsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, Agnar Tryggvason, Álakvísl 124, áður Smiðjustíg 4, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 9. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lára Þorsteinsdóttir Sverrir Agnarsson Niven Shalaby Edda Helga Agnarsdóttir Jón Magnússon Tryggvi Þór Agnarsson Erla Valtýsdóttir Lára Guðrún Agnarsdóttir Kristján Sigurðsson afabörn og langafabörn. MOSAIK Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Eymundsson Stigahlíð 36, andaðist mánudaginn 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Þórhalla Karlsdóttir Sigríður Austmann Þórarinn Magnússon Helga Austmann Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson Eymundur Austmann Emilía Sveinbjörnsdóttir Viðar Austmann Elfa Dís Austmann Páll Blöndal barnabörn og barnabarnabörn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.