Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 18
18 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR
EFTIRMINNILEG ORÐ DAVÍÐS ODDSSONAR:
„En Samfylkingin er eins og gamall aftur-
haldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei
að verða stór og getur þess vegna ekki stutt
verðugt verkefni eins og þetta.“
- 29. nóvember, 2004. Umræður á alþingi um stuðning við stríðið í
Írak.
„Svona gerir maður ekki.“
- Davíð Oddsson sló á puttana á Friðriki Sophussyni fjármálaráð-
herra þegar hann skattlagði börn undir sextán ára aldri.
„Við sjálfstæðismenn höfum gert samkomu-
lag við alþýðubandalagsmenn. Ef þeir ljúga
engu um okkur í þessari kosningabaráttu,
lofum við að segja ekki sannleikann um þá.“
„Góður endir á
slæmri hugmynd.“
- Orð Davíðs Oddssonar
þegar ljóst var að endalok
R-listans voru orðin að
veruleika.
EFTIRMINNILEG ORÐ MEGASAR:
„Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig.“
- Úr laginu Spáðu í mig
„Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna
frímerkjum.“
- Megas á tónleikum
„Því þótt þú gleymir guði þá gleymir guð ekki
þér.“
- Úr laginu Þóttú gleymir guði
„Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg.“
- Úr laginu Spáðu í mig
„Ef þú smælar
framan í heiminn
þá smælar heimur-
inn framan í þig.“
- Úr laginu Ef þú smælar
framan í heiminn
Þ
ær línur sem hvað helst eiga upp á pallborðið
hjá fólki koma úr afar fjölbreyttum áttum. Í
atkvæðasúpunni mátti finna tilvitnanir úr
dægurlögum, bókmenntum, kvikmyndum,
stjórnmálaumræðu, pistlum, auglýsingum
og stórum stundum úr sögu okkar: Þjóðfundinum
þegar þingmenn með Jón Sigurðsson í broddi
fylkingar mæltu: „Vér mótmælum allir!“ og svo þegar
nafni hans Páll Sigmarsson öskraði að þetta væri
„ekkert mál fyrir Jón Pál!“ Báðar tilvitnanirnar kom-
ust ofarlega á lista en langflest atkvæði fengu þó
Jóhanna Sigurðardóttir og Bubbi Morthens fyrir
tímann sem mun koma og ástarjátninguna.
Lífið er saltfiskur
Af eldri ummælum skoruðu línurnar „En orðstír deyr
aldregi, hveim er sér góðan getur“ úr Hávamálum og
„Eigi skal höggva“ hæst og fyrrnefnd ummæli
Guðrúnar Ósvífursdóttur „Þeim var ég verst er ég
unni mest“ lifa greinilega góðu lífi.“ Sé farið aðeins
fram í tímann og bókmenntirnar skoðaðar er ein
setning sem er greinilega í uppáhaldi margra, þó að
vísu sé hún óbeint tengt inn í þær, en það eru orðin
sem fylgdu er Danir skiluðu handritunum okkar:
„Vær så god, Flatøbogen!“. Tilvitnanir úr skáldskap
Halldórs Laxness fara fremstar í flokki eftirminni-
legra orða úr bókmenntunum og þar skoraði línan
„Þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram
alt saltfiskur en ekki draumaríngl“ hæst og þar næst
á eftir kom Jón Hreggviðsson með spurningu sína úr
Íslandsklukkunni: „Hvenær drepur maður mann, og
hvenær drepur maður ekki mann?“ Orð Einars Ben:
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ sópuðu líka til sín
þónokkrum atkvæðum.
Ég er ekki Guðmundur
Úr kvikmyndunum duttu ekki margar línur inn á borð,
nema ein, sem fékk ótal atkvæði, en það eru orðin
„Þungur knífur“ úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur og
gat einn álitsgjafinn þess að maður hitti varla Norð-
mann eða Svía sem ekki bryddaði upp á þessum orðum.
Af öðrum frösum sem Íslendingar hafa gripið á lofti
úr sjónvarpinu, ýmist úr auglýsingum eða skemmti-
þáttum, má nefna þá vinsælustu meðal álitsgjafa
Fréttablaðsins orð Hemma Gunn: „Ekkert stress –
veriði bless“ og framboðs slagorð Ástþórs Magnús-
sonar: „Virkjum Bessastaði!“ Af ummælum allra síð-
ustu ára komust þrjú þar ofarlega á blað og eru öll
ættuð frá stjórnmálamönnum. „Tilfinningalegt svig-
rúm“ er þannig að mati eins álitsgjafans orðið að frasa
sem allir noti í dag sem og „Ég gerði tæknileg mistök“
Árna Johnsen. Vilmundur Gylfason þykir svo hafa
fangað kjarnann í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi
er hann notaði þessi orð sem eru fyrir löngu orðin
klisja: „Löglegt en siðlaust“.
Brynja, ég elska þig
Allt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir lýsti því yfir að þeim hefði hún verið
verst er hún unni mest hafa Íslendingar gripið hin og þessi misdjúpvitru
ummæli á lofti og haldið þeim þar í aldir og áratugi. Sem betur fer er engin
sérvalin nefnd sem sér um að velja hvaða setningar úr sögu okkar skuli
lifa áfram en hins vegar er hægt að fá fríðan hóp fólks til að segja hvaða
línur sitja hvað fastast í minnum þeirra og telja atkvæðin. Júlía Margrét
Alexandersdóttir komst að því að Íslendingum þykir hér um bil jafnvænt um
frúna sem hlær í betri bíl og orðstírinn sem deyr aldregi.
„ÉG ER EKKI GUÐMUNDUR“ Ein eftirminnilegustu ummæli
seinni tíma þykja lína Mumma í Mótorsmiðjunni en í byrjun
málsins var honum gjarnan ruglað saman við Guðmund í
Byrginu.
ÁLITSGJAFAR
FRÉTTABLAÐSINS
Anna K. Kristjánsdóttir vélstýra
Auður Jónsdóttir rithöfundur
Ásta Möller alþingismaður
Baldvin Þór Bergsson fréttamaður
Bjarni Brynjólfsson ritstjóri
Bogi Ágústsson forstöðumaður
Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur
Bubbi Morthens tónlistarmaður
Edda Andrésdóttir fréttamaður
Egill Helgason dagskrárgerðarmaður
Einar Már Guðmundsson rithöfundur
Elín Arnar ritstjóri
Elín Hirst fréttastjóri
Ellert B. Schram alþingismaður
Guðni Már Henningsson útvarpsmaður
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur
Haukur Holm fréttamaður
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ritstjóri
Hjálmar Jónsson blaðamaður
Inga María Leifsdóttir kynningarstjóri
Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður
Jón Trausti Reynisson ritstjóri
Jónas Haraldsson ritstjóri
Kristján Már Unnarsson fréttamaður
Krummi (í Mínus) tónlistarmaður
Linda Blöndal úrvarpskona
Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður
Ólafur Gunnarsson rithöfundur
Páll Ásgeir Ásgeirsson rithöfundur
Sigmundur Ernir Rúnarsson rithöfundur
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður
Stefán Pálsson sagnfræðingur
Steingrímur Sævarr fréttastjóri
Þórarinn Þórarinsson ritstjóri
Þórir Guðmundsson fréttamaður
1. SÆTI
Þegar atkvæðin voru talin saman
varð ljóst að tvær setningar
bera höfuð og herðar yfir önnur
eftirminnilega íslensk ummæli.
Annars vegar eru það ummæli
Jóhönnu Sigurðardóttur, þann
17. júní árið 1994, sem sitja hvað
fastast í minnum fólks: „Minn tími
mun koma“ þegar hún sleit sig út
úr Alþýðuflokknum og stofnaði
Þjóðvaka. Hinsvegar er það 17
ára gömul ástarjátning Bubba
Morthens til hans þá heittel-
skuðu Brynju Gunnarsdóttur,
sem stimplaði sig inn í vitund
þjóðarinnar. Ummæli Jóhönnu eru
þjóðinni ef til vill minnisstæðari
en önnur þar sem segja má að
hennar tími hafi svo nýlega runnið
upp. Öllu sérstæðara er þó hve
ummæli Bubba sitja í okkur, en
líklegt er talið að fyrst hafi hann
látið þessi orð falla opinberlega á
tónleikum á Púlsinum sem hljóð-
ritaðir voru á plötunni Ég er árið
1990 en platan kom út ári seinna.
Kallaði hann þá fram í salinn áður
en hann tók Stál og hníf: „Brynja,
ég elska þig.“ Ummælin voru
gripin á lofti og hafa lifað svo vel
og lengi að fólk á erfitt með að
muna hvort Bubbi sagði þetta fyrir
tveimur árum, tólf eða sautján.
Grínistar, áramótaskaup og annað
hafa þátt sinn þátt í að halda
línunni á lífi og svo vinsæl er
hún að fyrr í mánuðinum skrifaði
rithöfundur grein í Fréttablaðið
með fyrirsögninni „Brynja, ég
elska þig“ en greinin fjallaði um
byggingarvöruverslanir. Kannski
má líka segja að á þessum tíma,
fyrir tíma Séð og heyrt, hafi Bubbi
og Brynja verið okkar fyrsta
ofurpar.
➜ ALLRA EFTIRMINNILEGAST
MINN TÍMI MUN KOMA Dramatísk
yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur lifir í
minnum fólks enn þann dag í dag sem
eftirminnilegustu ummæli Íslands.
➜
FLEYGUSTU ÍSLENDINGARNIR – brot af því besta
Það er ekki á hverjum
degi sem maður
spyrðir saman Davíð
Oddssyni og Magnúsi
Þór Jónssyni – Megas.
Þegar kemur að því
að skoða hverjir
komu oftast á blað
með ummæli sín eru
það þó þeir tveir sem
tróna á toppnum.
Davíð fyrir ummæli
sem oftast eru
sögð í hita leiksins,
en enginn annar
stjórnmálamaður
komst svo oft á blað.
Tilvitnanirnar í Megas
voru hins vegar oftast
í lögin hans og þar er
greinilega í sérstöku
eftirlæti: Spáðu í mig,
þá mun ég spá í þig.
Á NOKKUR EFTIRMINNILEG UMMÆLI
Álitsgjafar Fréttablaðsins tíndu til
ýmislegt annað en ástarjátningu Bubba
sem eftirminnileg orð hans. „Feður og
mæður, börnin ykkar munu stikna,“
úr laginu Hiroshima þykja ein af þeim
eftirminnilegri.