Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 28

Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 28
MENNING 6 á er úti þessi orrahríð og unnið og glatað þetta stríð“ [Makbeð e. Shakespeare, þýð. Matthíasar Jochumssonar] – það er að segja Hogwart-orrustan – og öll leyndar- málin hafa verið dregin upp úr flokkunarhattinum. Þeir sem veðjuðu á að Harry myndi deyja töpuðu peningunum sínum; drengurinn sem lifði reyndist standa undir nafni. Og ef þér finnst að sögulokunum hafi verið ljóstrað upp nú um síðir, þá hefurðu aldrei verið mikill Harry Potter-aðdáandi yfirhöfuð. Hneykslunin sem fyrstu dómarnir vöktu (Mary Carole McCauley í The Baltimore Sun, Mich- iko Kakutani í New York Times) hefur rénað … enda þótt lengi eimi eftir af súra bragðinu í munni margra aðdáenda. Það eimir líka eftir af því hjá mér, enda þótt það komi alls ekkert við þeirri í hæsta máta kjánalegu hugmynd að endinum hafi verið ljóstrað upp, né sið- ferðinu á bak við þá ákvörðun að þjófstarta útgáfu bókarinnar. Heiðursmannaheitið um forútgáfuna var, þegar upp var staðið, ekki annað en uppfinning útgef- endanna, Bloomsbury og Scholastic, en ekki – að því er ég best veit – fengið úr ensku mannréttindaskránni eða stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þaðan af síður hafa tilfinningaþrungin mótmæli Jo Rowling („Ég er gjör- samlega forviða á því að sum bandarísku dagblað- anna hafi ákveðið að birta … dóma um bókina án nokkurs einasta tillits til óska milljóna lesenda, ekki síst barna …“) mikil áhrif á mig. Þessar bækur hættu að vera sérstaklega ætlaðar börnum þegar bálkurinn var hálfnaður; frá því Rowling skrifaði Harry Potter og eldbikarinn var hún að skrifa fyrir alla, og vissi það. Skýrasta merkið um það hversu mjög við hæfi full- orðinna bækurnar voru orðnar undir lokin má sjá – og það afbragðsvel – í Dauðadjásnunum, þegar frú Weasley sér hina illa þokkuðu Bellatrix Lestrange reyna að gera út af við Ginny með drápsbölvun. „EKKI DÓTTIR MÍN, TÆFAN ÞÍN!“ æpir hún. Þetta er einhver mest sláandi tæfa í sagnaskáldskap undanfarinna ára; þar sem það er nánast ekkert um bölv eða blótsyrði í Harry Potter-bókunum hittir þetta naglann á höfuðið af nánast banvænum krafti. Það er algjörlega rétt í samhenginu – raunar fullkomið – en það er líka dæmigert viðbragð fullorðinnar manneskju við því þegar barn er í háska. Vandamálið við dómana sem birtust fyrirfram – og þá sem fylgdu í kjölfarið fyrstu dagana eftir að bókin kom út – er hið sama og hefur elt stórvirki Rowling á röndum frá því fjórða bókin (Eldbikarinn) kom út, eftir að sagnabálkurinn hafði lagt undir sig heiminn. Vegna ofurleyndarinnar í kringum bækurnar hafa allir dómar frá því árið 2000 eða þar um bil verið hræsnismjálm. Sjálfir ritdómararnir voru oft frá- bærir – frú Katukani er ekki beinlínis neinn vesalingur – en vinsældir bókanna hafa oft lagt jafnvel hin bestu áform bestu gagnrýnenda í rúst. Í flýtinum við að ryðja úr sér dálksentimetrum, og halda þannig sinni góðu stöðu sem meðlimir í Hvað-er-í-gangi-núna- söfnuðinum, hafa afar fáir af ritdómurum Potters sagt nokkuð minnisvert. Í megninu af þessari hrað- soðnu gagnrýnisvellu er einungis litið á Harry – svo ekki sé minnst á vini hans og ævintýri hans – á tvo vegu: félagsfræðilega („Harry Potter: Blessun eða barnasjúkdómur?“) eða efnahagslega („Harry Potter og afsláttarklefinn“). Ritdómararnir líta til mála- mynda á hluti eins og söguþráð og stíl, en gera ekki mikið meira … hvernig ættu þeir líka að fara að því? Þegar maður hefur aðeins fjóra daga til að lesa 750 blaðsíðna bók, skrifa svo 1.100 orða ritdóm um hana, hversu mikinn tíma hefur maður þá til að njóta bókarinnar? Til að hugsa um bókina? Jo Rowling setti fram dýrindis sjö rétta máltíð, sem var vandlega undirbúin, frábærlega matreidd og borin fram af alúð og umhyggju. Krakkarnir og þeir fullorðnu sem tóku ástfóstri við sagnabálkinn (þar á meðal ég) nutu hverrar munnfylli, allt frá lystaukanum (Visku- steininum) til eftirréttarins (hins glæsilega eftirmála Dauðadjásnanna). Flestir ritdómaranna gleyptu þetta hins vegar allt í sig í hvelli og af skyldurækni seldu þeir því svo hálfmeltu upp, á menningarmálasíðurnar í blöðunum sínum. Og vegna þessa hafa afar fáir hinna viðteknu penna, frá Salon og til New York Times, staldrað við til að íhuga hvað Rowling hefur gert, hvaðan það er sprottið, eða hvaða merkingu það kann að hafa fyrir komandi tíma. Bloggararnir, flestir hverjir, hafa ekki staðið sig mikið betur. Þeir virðast hafa áhuga á því hver lifir, hver deyr, og hver kjaftar frá. Þar fyrir utan eru skrif þeirra nánast eintómt húmbúkk. Hvað gerðist eiginlega? Hvaðan kom þetta Galdra- málaráðuneyti? Það má raunar sjá vísbendingu. Meðan fræðimenn og monthanar sem gagnrýndu skólakerfið hörmuðu sem sárast að það væri úti um lestur og krakkar hefðu ekki áhuga á neinu nema tölvuleikjum, iPod- um, söngmærinni Avril Lavigne, og sjónvarps sápunni High School Musical, sneru krakkarnir, sem þeir höfðu áhyggjur af, sér svo lítið bar á að skáldsögum Roberts Lawrence Stine. Í menntaskóla var þessi náungi þekktur sem „Bob káti“, en hann átti eftir að fá annað gælunafn síðar í lífinu, og var þá kallaður – uhumm – „Stephen King barnabókmenntanna“. Hann skrifaði sína fyrstu unglingahryllingssögu (Blind Date) árið 1986, mörgum árum áður en Potter-æðið kom upp … en það leið ekki á löngu uns maður gat ekki litið á metsölulistann í USA Today öðruvísi en að sjá þrem eða fjórum pappírskiljum eftir hann bregða fyrir á listanum yfir 50 vinsælustu bækurnar. Þessar bækur fengu nánast enga athygli gagnrýn- enda – það best ég veit. Michiko Kakutani gagnrýndi aldrei Who Killed the Homecoming Queen? – en krakkarnir veittu þeim heilmikla athygli, og R.L. Stine naut gríðarlegra vinsælda hjá þeim, að hluta til vegna internetsins sem var þá nýtilkomið, og varð jafnvel sá barnabókahöfundur sem seldi flestar bækur á tuttugustu öldinni. Eins og Rowling var hann á mála hjá Scholastic-bókaútgáfunni og í mínum huga er enginn vafi á því að velgengni Stines var ein af ástæðunum fyrir því að Scholastic hætti yfirhöfuð á að gefa út ungan og óþekktan breskan höfund. Hann er að miklu leyti óþekktur og hefur ekki verið getið að verðleikum … en auðvitað fékk Jóhannes skírari heldur aldrei jafn mikla athygli og Jesús. Rowling hefur gengið langtum betur, bæði hvað snertir gagnrýni og tekjur, vegna þess að Potter-bæk- urnar uxu eftir því sem þeim fjölgaði. Ég held að það sé þeirra stóri leyndardómur (og fer svo sem ekki leynt; ef þið viljið átta ykkur á þessu í sjón, kaupið þá miða á Fönixregluna og sjáið hinn fyrrverandi litla sæta Ron Weasley gnæfa yfir Harry og Hermione). Krakkarnir í bókum R.L. Stine eru krakkar að eilífu, og krakkarnir sem höfðu gaman af ævintýrum þeirra uxu upp úr þeim, jafn óhjákvæmilega og þeir uxu upp úr Nike-skónum sínum. Krakkarnir hennar Jo Rowling uxu úr grasi … og lesendurnir uxu úr grasi með þeim. Þetta hefði ekki skipt svo miklu máli ef hún hefði verið ömurlegur rithöfundur, en það var hún ekki – hún var og er ótrúlega hæfileikaríkur skáldsagna- höfundur. Sumir bloggarar og helstu fjölmiðlar hafa látið þess getið að metnaður Rowling hafi verið í takt við sívaxandi vinsældir bóka hennar, en þeim hefur í flestum tilvikum yfirsést sú staðreynd að hæfileikar hennar uxu líka. Hæfileikar standa aldrei í stað, þeir eru ýmist í vexti eða deyjandi, og í stuttu máli má segja þetta um Rowling: Hún var mun betri en R.L. Stine (nógu góður en innantómur rithöfundur) þegar hún hóf feril sinn, en um það leyti sem hún skrifaði lokalínuna í Dauðadjásnunum („Allt var eins og það átti að vera.“) var hún orðin einn af betri stílistunum í heimalandi sínu – ekki eins góð og Ian McEwan eða Ruth Rendell (að minnsta kosti ekki enn), en hún stendur Beryl Bainbridge og Martin Amis langtum framar. Og svo voru auðvitað galdrarnir. Þeir eru það sem börnin vilja fremur en nokkuð annað; það eru þeir sem þau sárþarfnast. Þessi þrá á sér rætur í fortíð- inni, í ævintýrum Grimmsbræðra og Hans Christians Andersen, og í gömlu góðu Lísu á hælunum á kanín- uskömminni. Krakkar eru alltaf að leita að Galdra- málaráðuneytinu, og yfirleitt finna þeir það. Dag nokkurn í Bangor, þar sem ég bý, var ég á gangi eftir aðalgötunni og tók eftir þriggja ára strák; hann var krímugur í framan og hruflaður á hnjánum, og feiknalega einbeittur á svipinn. Hann sat í drull- unni í ræsinu milli gangstéttarinnar og götunnar. Hann var með kvist í hendi og potaði með honum í drulluna. „Niður með þig!“ æpti hann. „Niður með þig, helvítið þitt! Þú mátt ekki koma út fyrr en ég segi töfraorðið! Þú mátt ekki koma út fyrr en ég segi!“ Slangur af fólki gekk hjá án þess að veita drengnum sérstaka athygli (ef nokkra). Ég hægði hins vegar á mér og fylgdist með honum um stund – sennilega af því að ég hef eytt svo miklum tíma í að segja ýmsum hlutum í huga sjálfs mín að bæla sig niður og ekki láta á sér kræla fyrr en ég segi til. Ég var heillaður af áreynslulausum þykjustuleik drengsins (alltaf viss um að þetta væri í þykjustunni, he-he-he). Og mér flaug ýmislegt í hug. Eitt var að ef þetta væri fullorðinn maður, hefði lögreglan tekið hann og ann- aðhvort sett hann í steininn svo rynni af honum eða sent hann í geðrannsókn í Draumahöllinni okkar. Annað var að krakkar sem sýna geðklofatilhneiging- ar þykja blátt áfram sjálfsagðir í flestum samfélög- um. Við skiljum það öll að krakkar eru klikkaðir uns þeir ná átta ára aldri eða svo, og við gefum stórkost- legum og alfrjálsum hugum þeirra lausan tauminn að vissu marki. Þetta gerðist í kringum 1982, þegar ég var að búa mig undir að skrifa langa sögu um börn og skrímsli (It), og hafði heilmikil áhrif á vangaveltur mínar um þessa skáldsögu. Jafnvel núna, mörgum árum síðar, verður mér hugsað til þessa drengs – litla galdra- málaráðherrans sem notaði greinarstúf í stað Nú þegar írafárinu í kringum Harry Potter og dauðadjásnina er að mestu lokið í Bretlandi og Banda- ríkjunum veltir Stephen King því fyrir sér hvers vegna enginn gagnrýnandi mat bókina að verð- leikum og hvort krakkar (og fullorðna fólkið þeirra) lesi einhvern tíma með sama hætti og áður. GALDRAMÁLARÁÐUNEYTI J.K. Rowling Í sumar birt- ist víða grein Stephens King um viðtökur bókanna um Harry Potter. Með góðfúslegu leyfi: J.K. Row- ling´s Ministry of Magic. Allur réttur áskilinn XX Step- hen King 2007. Í samráði við Licht & Burr, fyrir hönd Stephen King og Ralph M. Vicin- anza Ltd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.