Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 30

Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 30
MENNING 8 Borgarfjörðurinn er að margra mati fegursta sveit Íslands. Um það má sjálfsagt deila og eins um það hvort þar skorti þjóð- sögur. Tryggðatröll eftir Steinar Berg er splunkuný þjóðsaga. Það verður að teljast ákveðið hetjuverk að leggjast í það að skrifa nýja íslenska þjóð- sögu. Það er því ekki að undra að Steinar Berg velur Brian Pilkington með sér sem myndskreyti. Þann myndskreyti sem nánast hefur fengið einkaleyfi á tröllateikningum, svo vinsæll hefur hann verið sem teiknari þessara merku vera. Tryggðatröll er ást- arsaga þar sem blandast saman mann- heimar og tröllaheim- ar með ýmsum hætti. Lesandinn fylgist með þrem ættliðum Borg- firðinga og samskipt- um þeirra hvert við annað og við vættina í umhverfinu. Málfar sögunnar er allt í anda þjóðsagna, sagan sögð í þátíð og af alvitrum höfundi og textinn greinilegt bókmál. Höfundur er vel kunnur á slóðum sög- unnar og leitast við að skapa þjóðsagna- kennda sögu um staði og fyrirbæri í náttúr- unni. Sögunni til stuðnings notar Steinar ekki aðeins teikningar Brians heldur einnig ljós- myndir Jóhanns Páls Valdimarssonar af stöðunum sem nefnd- ir eru. Ljósmyndun- um fylgir myndatexti, með fræðslukorni um viðkomandi kennileiti. Þáttur ljósmyndanna og myndatextans er ákaflega lítill og hefði þurft að vera meiri til þess að njóta sín. Í raun er um neðan- málsgreinar að ræða sem ekki er ætlað að trufla gang sögunnar heldur aðeins auka vægi fræðslunnar. Ljósmyndirnar og teikningarnar eru mjög vel valdar saman og litur þeirra og ljós vinnur vel saman. Myndir Brians hafa hins vegar ekki ákveðna umgjörð eða ramma heldur flæða jafnvel milli blaðsíða, þess vegna verða skýrt afmarkaðar ljós- myndir sérkennilegar í samhenginu. Það krefst ákveðinnar ein- beitingar hugans að átta sig á því að Húsa- fell er ekki pínulítil þúfa tekin út úr teikn- ingu heldur ljósmynd af raunverulegu og myndarlegu fjalli. Sagan sjálf er nátt- úrurík ástarsaga og ekki alveg gott að segja hvaða lesenda- hópi hún er ætluð. Miðað við brot og útlit bókarinnar eru það heldur yngri börn sem hugsuð eru sem les- endahópur en þegar litið er á söguþráðinn og lengd texta á hverri síðu þarf þolinmóðari lesendur eða áheyr- endur en þá allra yngstu. JPV útgáfa hefur greinilega trölla trú á sögum sem þessari fyrir erlenda gesti, því bókin kemur út samhliða á ensku og íslensku. Hér er á ferðinni saga þar sem þjóðtrúin og kenni- leiti á svæðinu skipa stórt hlutverk. Hildur Heimisdóttir Ný saga af tröllum Jónína Leósdóttir er höfundur bókarinnar Kossar og ólífur. Hún er ekki alls ókunnug heimi unglingabók- anna því þetta er í annað sinn sem hún sendir frá sér bók ætl- aða unglingum. Bókin Sundur og saman kom út árið 1993 og því má með sanni segja að nýr hópur unglinga fái nú nýja bók í hendur. Kossar og ólífur er ferða- og þroskasaga. Aðalsöguhetjan, Anna, fær tækifæri til þess að dvelja sumarlangt í Brighton og vinna þar á gististað sem frænka hennar rekur. Leiðinni til Brighton og umhverfi og aðstæð- um þar er ákaflega vel lýst í sög- unni. Svo vel að lesandan- um finnst hann nánast hafa verið þar. Þess vegna er ekki úr vegi að fletta upp á Google Earth á stað- arheitum sem nefnd eru í sög- unni og líta þar á fjöl- margar ljósmyndir sem fólk úti í heimi hefur sett á netið af þeim stöðum sem nefndir eru í sögunni. Um leið og lesand- inn ferðast með Önnu til Brighton og svo aftur áleiðis heim til Íslands ferðast hann með henni gegnum tímabil breytinga og þroska. Það er alltaf vandaverk að fjalla um áhyggjur unglinga án þess að umfjöllun- in verði hjákátleg eða predikandi. Það er auðséð að markmið Jónínu er að reyna að svara spurningunni: hvernig veit maður kynhneigð sína? Þetta reynir hún þó að gera án þess að það verði áber- andi. Hún dregur ekki fram þá klípu og spurningar sem einstakl- ingur sem horfist í augu við samkyn- hneigð sína stendur frammi fyrir heldur leggur áherslu á skrefin á undan, hvaðan vitneskjan kemur og meðvitund- in um sjálfan sig. Jónína leggur áherslu á að forðast staðalímyndir og klis- jukenndar lýsingar á samkynhneigðu fólki, það er lofsvert. Anna kynnist í Brighton öðruvísi vandamálum en unglingar glíma almennt við á Íslandi og minnir lesandann á að lífið er líklega hvergi dans á rósum, heldur ekki í útlönd- um. Í lok bókarinnar er svo mörgum spurning- um ósvarað að það kæmi ekki á óvart að önnur bók um Önnu og þroskasögu hennar liti dagsins ljós. Hildur Heimisdóttir Sumar í Brighton TRYGGÐATRÖLL Steinar Berg - Brian Pilkington KOSSAR OG ÓLÍFUR Jónína Leósdóttir töfrasprota – með hlýhug, og vona að hann hafi ekki álitið sig of gamlan fyrir Harry Pot- ter þegar bækurnar hófu að koma út. Hann kann að hafa gert það; sorglegt sem það væri, en eitt er það sem J.R.R. Tolkien viðurkennir, en Rowling gerir ekki, og það er að stundum – eiginlega oft – hverfa galdrarnir. Það voru börnin sem Rowling – líkt og fyrirrennari hennar í Ógnarstræti, en með talsvert meiri færni – heillaði fyrst, og sann- aði með því óumdeilanlega með krafti billjón bóka að enn eru krakkar alveg til í að leggja til hliðar iPodana og leikjatölvurnar og líta í bók … ef galdurinn er til staðar. Að lestur sé í sjálfu sér galdur hef ég aldrei efast um. Ég gæfi mikið fyrir að vita hversu margir ungl- ingar (og krakkar) skildu eftir þessi skilaboð dagana eftir að síðasta bókin kom út: EKKI HRINGJA Í MIG Í DAG, ÉG ER AÐ LESA. Eitthvað svipað átti sennilega við um Gæsahúðarbækurnar eftir Stine, en ólíkt honum laðaði Rowling fullorðna lesendur að bókum sínum, og stækkaði þannig lesenda- hópinn til muna. Þetta er þó tæpast einstakt, enda þótt dæmi um þetta séu flest hver frá Bretlandi (það má þó ekki gleyma Stikils- berja-Finni, framhaldinu af Tuma Sawyer). Lísa í Undralandi á upphaf sitt í sögu sem Charles Dodgson (öðru nafni Lewis Carroll) sagði Alice Liddell þegar hún var tíu ára; nú er hún kennd í bókmenntafræðikúrsum í háskólum. Og Watership Down, útgáfa Richards Adams af Ódysseifskviðu (þar sem kanínur koma í stað manna), var í fyrstu saga sem höfundurinn sagði til að skemmta ungum dætrum sínum, Juliet og Rosamond, í langri ökuferð. Þegar hún kom út á bók var hún hins vegar markaðssett sem „fantasía fyrir fullorðna“ og varð metsölubók um víða veröld. Kannski er það breski prósinn. Það er örðugt að standast dáleiðslumátt þessara yfirveguðu og skynsamlegu radda, sérstak- lega þegar þær víkja að þykjustunni. Rowling hefur alla tíð tilheyrt þessari hreinskiptnu sagnahefð (Pétur Pan, sem upphaflega var leikrit eftir Skotann J.M. Barrie, er annað dæmi). Hún missir aldrei sjónar á rauða þræðinum – sem er máttur ástarinnar til að breyta ringluðum, oft hræddum, krökkum í heiðarlegt og ábyrgt fullorðið fólk – en skrif hennar snúast fyrst og síðast um söguna. Hún er fremur tær en skær, en það er í góðu lagi; þegar hún lætur í ljósi sterkar tilfinn- ingar hefur hún stjórn á þeim án þess að afneita sannleiksgildi þeirra eða krafti. Besta dæmið um þetta í Dauðadjásnunum má sjá snemma í bókinni, þar sem Harry minnist bernskuára sinna í húsi Dursley-fjölskyld- unnar. „Því fylgdi undarleg tómleikatilfinn- ing að minnast þessara stunda,“ skrifar Row- ling. „Ekki ósvipað því að minnast látins bróður.“ Hér höfum við einlægni, nostalgíu; ekki væmni. Þetta er lítið dæmi um þann stíl sem gerði Jo Rowling mögulegt að brúa kyn- slóðabilið án þess að hafa allt of mikið fyrir því eða glata þeirri glaðværu reisn sem er meðal þess sem gerir bókaflokkinn svo heillandi. Sögupersónur hennar eru líflegar og dregnar skýrum dráttum, framvindan er óaðfinnanleg, og enda þótt þráðurinn slitni á stöku stað er samhengi sögunnar nánast að segja fullkomið frá upphafi til enda þessara rúmlega 4.000 blaðsíðna. Og hún hefur hinn kaldhæðna breska húmor fyllilega á valdi sínu, eins og þegar Ron er að reyna að finna þáttinn Potter- vaktina í útvarpinu sínu og rekst á brot úr popplagi sem heitir „Seiðpottur af sjóðheitri ást“. Það hlýtur að hafa verið einhver nornarleg Donna Summer sem söng það. Einnig birtist þarna ýkt afbökun á gulu pressunni í Bretlandi – sem ég er viss um að Rowling veit heilmargt um – í mynd Ritu Skeeter, sem er kannski besta nafn á skáld- sagnapersónu allt frá dögum Jonathans Swift. Þegar Elphias Doge, hinn fullkomni göldrum slungni enski séntilmaður, kallar Ritu „afskiptasama herfu“, langaði mig til að standa upp og klappa. Kyngið þessu, slúðurpennar! Það er mikið kjöt á beinunum í þessum bókum – góður skáldskapur, ein- læg tilfinning, falleg en ósveigjanleg sýn á mannlegt eðli … og beinharðan veruleikann: EKKI DÓTTIR MÍN, TÆFAN ÞÍN! Það að Harry skyldi höfða til fullorðinna jafnt sem barna kom mér aldrei á óvart. Eru bækurnar fullkomnar? Reyndar ekki. Sumir hlutar eru of langir. Í Dauðadjásnunum er til að mynda gert ferlega mikið af því að þvælast um og tjalda; maður fær á tilfinn- inguna að Rowling sé að tefja tímann á skólaárinu til að bókin passi í sama mót og fyrri bækurnar sex. Og fyrir kemur að hún fellur í Róbinson Krúsó-gildruna. Í sögunni um Róbinson ger- ist það jafnan að þegar hina skipreika sögu- hetju vanhagar um eitthvað, fer hann út í skipið sitt – sem svo vel vill til að strandaði á rifinu sem er umhverfis eyðieyjuna – og tekur það sem hann þarfnast úr birgða- geymslum þess (í einhverju fyndnasta sam- hengisklúðri í sögu enskra bókmennta syndir Róbinson nakinn út í skipið … og fyllir svo vasa sína). Á einkar svipaðan máta gerist það þegar Harry og vinir hans komast í hann krappan að þeir hrista fram úr erminni einhvern nýjan galdur – eld, vatn til að slökkva eldinn, og svo vel vill til að stigi breytist í rennibraut – og snúa sig út úr vandanum. Ég tók mest af þessu gilt, að hluta til vegna þess að ég er nógu mikið barn í mér til að gleðjast fremur en efast (á vissan hátt eru Potter-bækurnar Ánægjan við galdrana fremur en Ánægjan við elda- mennskuna) en líka vegna þess að mér er ljóst að galdrar fara sínar eigin leiðir, og þær sennilega óendanlegar. Samt sem áður, þegar að því kom að Hogwart-orrustan var að ná hámarki með sínum trampandi risum, fagnandi mannverum, og fljúgandi galdra- mönnum, þá langaði mig næstum til þess að það kæmi einhver með gamla góða MAC-10- vélbyssu og færi að skjóta á fullu eins og Rambo. Ef allir þessir stórkostlegu galdrar – sem svínvirkuðu á rétta augnablikinu, rétt eins og dótið sem Róbinson vantaði úr skipinu – voru til marks um sköpunarofþreytu, þá er það eina tilvikið sem ég kom auga á og það er nokkuð merkilegt. Oftast nær er Rowling bara að skemmta sér, gera betur en nokkru sinni, og þegar góður rithöfundur er í þeim stellingum, þá er lesendunum nánast alltaf líka skemmt. Því er óhætt að treysta (og hún treysti lesendunum til þess). Eitt að lokum: Stærilátu háskólamennirnir virðast halda að töfrar Harrys Potter séu ekki nógu máttugir til að breyta ólæsis- kynslóðinni (sér í lagi drengjunum) í bóka- orma … en þeir eru ekki þeir fyrstu sem vanmeta galdra Harrys; sjáið bara hvernig fór fyrir Voldemort. Og auðvitað hefðu monthanarnir aldrei viðurkennt áhrifamátt Harrys yfirhöfuð, ef ekki hefðu birst óræk sönnunargögn í formi metsölulista. Skáld- sagnahetja af sömu stærðargráðu og Bítlarnir? „Útilokað!“ hefðu monthanarnir hrópað. „Hin hefðbundna skáldsaga er jafn dauð og Jacob Marley! Spyrjið einhvern sem veit það! Með öðrum orðum, spyrjið okkur!“ En það var aldrei úti um lesturinn hjá krökkunum. Þvert á móti, og núna er ástandið á skáldverkum fyrir krakka sennilega ívið betra en á skáldsögum fyrir fullorðna, sem þurfa að glíma við að minnsta kosti 400 leiðinleg og tilgerðarleg „bókmenntaverk“ á hverju ári. Meðan monthanarnir hafa verið að spá fyrir um (og harma) samfélag þar sem enginn les neitt hafa krakkarnir í fram- haldi af Potter-lestrinum bætt við sögum Lemonys Snicket, ævintýrunum um snillinginn Artemis Fowl, þríleiknum His Dark Materials eftir Philip Pullman, ævin- týrunum um Alex Rider, hinum frábæru Ingrid Levin-Hill-ráðgátum Peters Abraham, sögunum um hin stórkostlegu ferðalög bláu gallabuxnanna. Og að sjálfsögðu má ekki gleyma hinum ósökkvanlega (og kannski ekki of vel lyktandi) Kafteini Ofurbrók. Sömuleiðis verður að teljast við hæfi að nefna sérstaklega R.L. Stine, hinn léttlynda Jóhannes skírara Jo Rowling. Ég byrjaði á að vitna í Shakespeare; ég ætla að enda á The Who: „The kids are alright.“ [„Það er allt í lagi með krakkana.“] En hversu lengi allt verður í lagi veltur að nokkru á rithöfundum á borð við J.K. Row- ling, sem vita hvernig segja skal góða sögu (mikilvægt), gera það án þess að setja sig á háan hest (mikilvægara) og láta háfleygt þvaður í miklum mæli eiga sig (nauðsyn- legt). Því ef þessi vettvangur verður eftir- látinn einhverjum menningarvitum í Muggaliðinu sem trúa því að hin hefðbundna skáldsaga sé dauð, þá drepa þeir hana. Ég á hér við góða þykjustu. Í formlegri kreðsum er hún betur þekkt sem Galdra- málaráðuneytið. J.K. Rowling hefur sett viðmiðið: Það gerir miklar kröfur, og Guð blessi hana fyrir það. Þegar maður hefur aðeins fjóra daga til að lesa 750 blaðsíðna bók, skrifa svo 1100 orða ritdóm um hana, hversu mikinn tíma hefur maður þá til að njóta bókarinnar? Metsöluhöf- undurinn J. K. Rowling hefur nú lokið sjö binda bálki sínum um Harry og mun tekin við að skrifa krimma fyrir alþjóðamarkað. Steinar Berg, fyrrver- andi útgefandi og nú ferðabóndi, snýr sér að bókaskrifum fyrir börn og fullorðna. Jónína Leósdóttir rithöf- undur tæpir í sögu sinni á máli sem er tabú meðal unglinga og margra full- orðinna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.