Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 33
11 MENNING PROSPECT- LESKLÚBBURINN Lesklúbburinn minn er kenndur við tímaritið Pros- pect sem fjallar um þjóð- félagsmál, því þar var fyrst auglýst eftir meðlimum í lesklúbb fyrir ellefu árum síðan. Í hópnum eru um tuttugu manns en yfirleitt átta til tólf sem mæta og fæst okkar hittast nema í klúbbnum. Við hittumst einu sinni í mánuði, til skiptis heima hjá þeim sem búa miðsvæðis, borgum 4 pund til húsráð- anda, um 500 krónur og það nægir fyrir matarbita og vínglasi sem húsráðandi býður upp á. Allir hafa lesið bókina sem er á dagskrá og í lokin ræðum við aðrar bækur sem kemur til greina að lesa. Við skipt- umst á að lesa skáldsögur og aðrar bækur. Fólkið í hópnum kemur víða að en á það sammerkt að vera víðlesið og einlægir bókaunnendur. Hjálmar Sveinsson heimspekingur og Geir Svansson bókmenntafræðingur hafa stofnað útgáfu, Omdurman. Þeir hafa sent frá sér greinasafn eftir Pierre Bourdieu í Atviksröðinni í samstarfi við Reykjavíkurakademíuna og nú er að koma út Nýr penni í nýju lýðveldi – Elías Mar – viðtalsbók og drög að greiningu á ferli skáldsins. Fleiri rit eru í vinnslu, smásagnasafn Megasar, óþekkt sjálfsævisaga Þórðar Sigtrygg- sonar tónlistarmanns sem mun vekja mikla athygli, smásagnasafn Elíasar auk þýddra rita. Bókin um Elías er fallega út gefin, hönnuð af Höskuldi Harra sem vann með þeim bækur um Dag, Megas og Rósku. Hjálmar segir útgáfuna einkum huga að verkum sem eru í jaðrinum, hafa ekki komið út eða eru gleymd. Hann tók að hitta Elías fyrir fáum árum en skáldið féll frá í sumar. Verk hans frá fimmta og sjötta áratugnum eru gleymd en Hjálmar segir þau mikilvægan hlekk í skáldskap liðinnar aldar og styður það ýmsum rökum. Þeir félagar hafa báðir lagt merkt framlag til samtímarann- sókna og er spennandi að fylgjast með útgáfunni: bók Hjálmars lofar góðu um útgáfuna. bb Fylgdin til Omdurman Verðlaun og fræg nöfn Þegar írski rithöfundurinn Anne Enright vann Booker-verðlaunin nú nýlega fyrir „The Gathering“, írska fjölskyldusögu, hafði bókin aðeins selst í um þrjú þúsund ein- tökum – hlutfallslega er það eins og sala upp á fimmtán eintök á Íslandi. Sú tala gæti nú hæglega hundraðfaldast á heimamarkaðn- um og enn betur ef hún fer á flakk út í heim. Booker-verðlaunin heita fullu nafni Man-Booker verðlaunin og eru fjármögnuð af fjárfestingar- fyrirtækinu Man. Booker dregur nafn sitt af breskri heildsölukeðju sem Baugur á, án þess þó að Booker-verðlaunin yrðu að „Baugsverðlaununum“. Verð- launin nema fimmtíu þúsund pundum, um 6,5 milljónum króna. Það munar um fleira en verð- launaféð. John Banville, sem vann Bookerinn 2005 fyrir „The Sea“, sögu um æskuatburði í ljósi liðins tíma, var þegar orðinn þekktur rithöfundur en seldi aldrei mikið. Nú seljast allar fyrri bækur hans vel. Þó að mörg önnur bókmennta- verðlaun séu veitt hér vekur Bookerinn mesta athygli. Helsta útgáfufréttin þessa mán- uðina er fyrirhuguð útgáfa Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra, á ævisögu sinni hjá Random House. Gail Rebuck, fram- kvæmdastjóri Random House UK, er gift nánum vini Blairs, sem hafði vísast sitt að segja. Sami lögfræðingur og samdi fyrir Bill Clinton um hans endurminn- ingar sá um samning Blairs, sem fær að öllum líkindum um 650 milljónir króna fyrir útgáfurétt- inn auk ágóða af sölunni þegar þar að kemur. Til samanburðar má nefna að nóbelsverðlaunin nema „aðeins“ um 95 milljónum króna. „Eymdarsögur“, „misery sagas“, bækur um dapurlega æsku, eru orðnar svo stór grein að bókabúðirnar eru margar komnar með sérstakar hillur fyrir sannar raunasögur. Spennusögur dafna og vaxa enn eftir metsölu „Da Vinci lykilsins“ sem alla útgef- endur dreymir um. Þó að útgef- endur segist leita nýjunga viður- kenna flestir að Maclehose hafi rétt fyrir sér, bókaútgefendur rói á reynd mið – þó að metsölubækur komi oft úr óvæntri átt. Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er kjörin jólagjöf fyrir fólkið sem skiptir þig máli. Ævintýraheimur leikhússins er handan við hornið því korthafar þurfa aðeins að velja sér sýningu og geta síðan eignast ógleymanlega stund með fjölskyldu og vinum. www.leikhusid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.