Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 90
MENNING 44 Hugrenningabók Einars er sam- krull; (a) þroskasaga höfundar, „skáldatími“ – rekur tilurð þess að hann ánetjaðist skáldskap (og áfengi) með sérstakri áherslu á „tvítugsárið“ 1966, og glefsur úr skáldsögu frá því ári sem aldrei komst á þrykk, (b) frásagnir í drýgindalegum minningastíl af látnum drykkjubræðrum, dæmi- gerðum glötuðum snillingum – Pétri, Steinari og Jóni og öðru samferðafólki, (c) vangaveltur um skáldskapargáfuna, eigin skáld- skap, kynhneigð (kynvillu), áfengi, sjálfsvíg og dauða. Öllu er steypt saman; gömlum og nýjum heila- brotum, útleggingum á eigin texta, skúffukroti, dægurlagatextum á ensku og íslensku, bréfum frá vinum og kunningjum, minninga- greinum, dagbókarbrotum – skáld- skapur og veruleiki fléttast hvor inní hinn og leikur höfundur sér að því að stíga yfir mörkin, bæði í lífi og skáldskap. Niðurstaðan er (meðvitaður) glundroði. Gott svo langt sem það nær. Bókin er hins vegar hvorki nægi- lega rík af vekjandi hugmyndum né nægilega beittur skáldskapur til að hrífa lesandann með sér og kaffæra í sollinum svo gagn sé að. Byggingin er einfaldlega sundur- laus, stíllinn tilþrifa- og agalaus, röddin fálmandi og allir bestu sprettir (og frumlegustu hug- myndir) bókarinnar eru tilvitnanir í aðra, einkum Steinar. Þá eru ein- staka efnistök mjög þreytandi; kvenmynd bókarinnar er til dæmis óþolandi einhæf og for- dómafull, karlpungsleg neðan- þindarklisja – birtist lesandanum sem dulvituð lofgjörð um getu- leysi, andlegt sem líkamlegt. Ef til vill er það inntak bókarinnar; getuleysi. Þá er digurbarki höfundar um eigin skáldskap broslegur; „hafði ég óafvitandi orðið mér úti um eigið ritform sem ég átti eftir að þróa í síðari bókum, sem líka áttu eftir að fara í taugarnar á mörgum þeim sem kunnu ekki að lesa,“ (102) og litlu síðar útskýrir hann hvernig frásagnarmáti Fellinis „tók sér bólfestu í penna mínum,“ (145) o.s.frv. Sjálfshól af þessu tagi er hjákátlegt ef meintum ágætum ritformsins og frásagnar- mátans sér hvorki stað í því sem höfundur skrifaði 66 né í textan- um frá 06 sem lesandinn hefur fyrir augum. Sagan af málaranum segir bara tvennt; höfundur hennar er lítið skáld og áfengi drepur. Heyrt það áður. Merkasta hugrenning bókarinnar er hins vegar sagan af unglingnum sem horfði uppá fyrirmynd sína í lífi og list svipta sig lífi – og þeim áhrifum sem sjálfsvígið hafði á hann (þótt hann gæti ekki komið því í skáldsagnaform), fallið goð – einnig myndin af Pétri (þótt myndin af málaranum sé einskis- verð) og því ægilega sálarstríði sem samkynhneigðinni fylgdi og hratt honum útí sjálfstortímingu áfengis og eiturs. Trúverðug lýs- ing og víða áhrifarík þótt mörkin á milli homma og perra virðist höfundi ekki fyllilega skýr. Þá er slagkraftur í Jóni og Steinari þegar höfundur kafar með þeim ögn undir fylleríið, deleríið og dópið og reynir að sjá listamanninn í öllu þessu botn- lausa getuleysi og aumingjaskap: Listamaður er sá sem aldrei selur sig, sá sem alltaf fylgir innri sannfæringu, sá sem „kemst inní kviku verundar sinnar og ræður í þær ógnfullu gátur sem lita til- veru hans og líf“ (Jón, 204). Lista- maðurinn er guðsgervingur – „þar sem guð er ekki til, verð ég að skapa hann sjálfur, án guðs getur enginn lifað“ (144). „Skáld- skapur er ekki hugsun heldur hljómkviða“ (Steinar, 164-171). List er „þegar hjarta mitt þarf að kúka“ (132); spurning um þörf fremur en getu. Það eru örlög að vera listamaður, dýrkeypt og ljót örlög ef maður kemur engu á koppinn. Og mörkin veruleikans og skáldskaparins eru meira en leik- ur einn (eða, hvers á haddi g að gjalda?); „níðskáld yrkja um nafn- greinda einstaklinga“ – Aristóteles: Um skáldskaparlistina, bls 60. Tætingsleg bók, óstílhreinn texti, máttlítill skáldskapur. Sigurður Hróarsson Hjartansmál og getuleysi Sigrún Eldjárn myndlistarkona og rithöfundur. Um næstu helgi er ritþing í Gerðubergi henni helgað. Þórarinn Leifsson teiknari brýst inn á ritvöllinn með ögrandi sögu fyrir unga lesendur. Hér er hann með sögur Andersens í fanginu sem hann myndskreytti fyrir fáum misserum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Faðir minn mannætan EITTHVAÐ ANNAÐ. HUGRENNINGABÓK. Einar Guðmundsson LEYNDARMÁLIÐ HANS PABBA Þórarinn Leifsson Einar Guðmundsson rithöfundur Eyja glerfisksins eftir Sigrúnu Eldjárn er önnur bók höfundar um ævintýri sem gerast á einkennilegum eyjum í ævintýra- legri nánd við Reykjavíkurtjörn. Eins og oft áður skipar Sigrún á óvenjulegan hátt í samstarfshóp sögupersóna. Líkt og í Eyju gullormsins eru það unglingarnir Ýmir og Gunna ásamt krökkunum sem þau gæta sem eru söguhetjurnar. Sigrún hefur löngum lagt áherslu á að allir séu jafngildir í ævintýr- unum, stórir og smáir. Allir hafa sinn styrk og geta haft áhrif á atburðarásina. Það gild- ir líka í þessari bók. Jafnvel allra minnsta söguhetjan sem er ekki enn farin að ganga hefur veruleg áhrif á framgang sögunnar. Það sem í daglegu tali telst til fötlunar eða van- kanta verður líka styrkur í ævintýrinu; það er beinlínis refsivert að vera gleraugna- laus í landi gler fisksins. Bókin er í aðeins minna broti en algengast er með sögubækur og fer þannig vel í litlum höndum sem halda á bók til þess að lesa fyrir svefninn. Það eru góðar spássíur beggja vegna við letur og þannig verður lítill texti á hverri síðu svo nýir lestrarhestar fá sjálfstraust og komast hratt yfir efnið. Sagan er sögð með tvennum hætti. Annars vegar er alvitur höfundur sem segir söguna í þriðju persónu og hins vegar eru skýrslur Gunnu. Þá er það Gunna sem skráir í fyrstu persónu hugrenningar sínar um stöðuna í ævintýrinu. Skýrslurnar eru með skáletruðu bláu letri til aðgreiningar frá sögunni sjálfri. Með skýrslunum gerir Sigrún ævintýrið í senn raunverulegt og hættulaust. Það er greini- lega alvörustelpa sem lendir í ævintýrinu og segir frá því í þátíð, ævintýrinu er lokið og allir komust gegnum það. Bókin er prýdd fjölmörgum teikningum eftir höfundinn sjálfan og bakgrunnur þeirra allra bendir til þess að þær hafi verið rifnar úr teikni- blokk. Enda er það hluti sögunnar að Ýmir teiknar myndirnar; það er eðlilegt að mynd- irnar komi frá einhverjum sem upplifði ævintýrið. Sögusviðið á sér enga stoð í raunveruleikanum. Krakkarnir þeysast á hraðbát gegnum mörk raunveruleikans og lenda á eyju undir Reykjavíkurtjörn. Með því að fara út fyrir landamæri raunveruleikans getur höfundur leyft sér að hafa sögusviðið og allar persónur eins fáránlegar og hann vill. Þetta nýtir Sigrún sér til fulls og býr til litla bull- veröld sem er í senn ærslafull og ógurleg. Eins og vera ber í ævintýrum er barátta góðs og ills í öndvegi og leiðin að sigri hins góða það eina sem skiptir máli. Eyja glerfisksins er spennandi frá fyrstu síðu og það heldur lesandanum ágætlega við efnið að skipta um stíl á textanum annað slagið. Þannig fær lesandinn tækifæri með Gunnu til þess að rifja upp hvað gerst hefur og spá fyrir um hvað framundan er. Sigrún Eldjárn hefur fyrir löngu skipað sér í röð þekktustu og afkastamestu barnabóka- höfunda á Íslandi. Eyja glerfisksins er skemmtilegt ævintýri fyrir krakka sem eru að byrja að lesa sögubækur og vilja hafa þær spennandi. Hildur Heimisdóttir Glerfiskagaman Börn með foreldra- vandamál eru sjálf- sagt stór hópur á Íslandi, en sá hópur er að mestu leyti ósýnilegur, enda fátt sem er börnum eins fjarri eins og að segja frá löstum for- eldra sinna. Í bók Þórarins Leifssonar er vandamálið stærra en nokkurt barn getur nokkru sinni lent í. Systkinin Rjúpu- hlíð 29 í Hlíðahverfinu búa við þær einkennilegu aðstæð- ur að faðir þeirra borðar fólk. Það er ekki nóg með að hann hakki í sig manneskjurnar með tilheyr- andi fylgihlutum, fatnaði, skóm og síma, heldur gleypir hann líka í sig karakter fólksins með slíkum krafti, að á meðan á meltingu stendur líkist hann fórnarlambi sínu í hátt og lund. Sagan er ærsla- full og prýdd fjölmörgum mynd- um eftir Þórarin sjálfan, það má jafnvel velta fyrir sér hvort það eru myndirnar sem skreyta text- ann eða hvort það er á hinn veginn að textinn skreyti myndirnar. Hvernig sem því er snúið vinna texti og myndir vel saman. Sagan er á köflum í ærslafull- um stíl en verður inni á milli svo alvarleg að það er á mörkunum að grínið haldi. Bókinni virðist ætlað að hvetja börn með foreldra- vandamál til þess að segja frá vandanum og leita sér hjálpar. Allar persónur bókarinnar eru ýktar nema aðalpersónan, Hákon, sem segir söguna og Sidda systir hans. Lesendur geta því vel sett sig í þeirra spor og fylgst með æsilegri atburðarás sem fer langt út yfir takmörk raunveruleikans. Svo skal böl bæta að benda á annað verra, það tekst Þórarni ágætlega, Leyndarmálið hans pabba er upplögð bók til þess að lesa með krökkum og ræða þau vandamál sem þeir glíma við. Þetta er fyrsta skáldsaga Þórarins, þar sem hann fetar spennandi brautir, nóg er komið af ofurraunsæi og líklegt að börn sem búa við foreldravandamál hafi nóg á sinni könnu og enga þörf fyrir það. Léttur súrreal- ismi er miklu líklegri til þess að gera gagn. Eins og nútíma- höfundum sæmir er Þórarinn búinn að útbúa heimasíðu fyrir bókina. Þar er bókin markaðssett fyrir erlendan markað en auk þess geta lesend- ur fengið nánari upp- lýsingar um persónur bókarinnar. Leyndarmálið hans pabba er bók fyrir miklu fleiri en börn með foreldravandamál, hún er fyrir alla sem hafa gaman af hryllings- og ærslasögum. Hildur Heimisdóttir EYJA GLERFISKSINS Sigrún Eldjárn 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.