Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 98
... AÐ TJALDABAKI
Nóvember 2007
menning
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
FRIÐRIK Þór Friðriksson er
nú að leggja lokahönd á
heimildarmynd sína um
einhverfan dreng og er það
fyrsta heimildarmynd hans í
aldarfjórðung,
síðan Rokk
í Reykjavík.
Mun næsta
verk Friðriks
vera leik-
in mynd,
Mamma
Gógó, og
verður titilhlutverkið leikið
af Kristbjörgu Kjeld. Myndin
lýsir aðstæðum heilabilaðrar
konu og hefur þróast frá eldri
hugmyndum leikstjórans um
að gera mynd á elliheimili
sem hann hafði á prjónunum
eftir kynni sín af þeim Rúrik
Haraldssyni, Gísla Halldórs-
syni, Jóni Sigurbjörnssyni og
Sigríði Hagalín en af þeim er
einungis Jón enn á lífi.
Brynhildur Guðjónsdóttir
leikkona er að æfa einleik
sem hún ætlar að leika í
Landnámssetrinu í Borgar-
nesi. Verkið samdi Brynhildur
sjálf að
beiðni Kjart-
ans Ragn-
arssonar.
Hún kallar
það Brák
en þar segir
af ferðum ambáttar þeirrar
sem ól upp hinn erfiða son
Skallagríms. Sýningar hefjast
eftir áramótin.
Hallmar Sigurðsson hefur
ákveðið að hætta sem leik-
listarstjóri hljóðvarps Ríkis-
útvarpsins. Leiklistardeildin
hefur í áratugi notið mikillar
lýðhylli – á annan tug þús-
unda hlustenda hlustar jafn-
an á verk þeirra og nú hefur
vefurinn bæst við. Mektar-
menn í íslensku leikhúslífi
hafa starfað
við deildina:
Þorsteinn Ö.
Stephensen,
Klemens
Jónsson, Jón
Viðar Jóns-
son og María
Kristjánsdóttir.
Óttast menn
nú að eftir OHF-væðingu
RÚV verði leiklistin horn-
reka í rekstrinum enda mun
Páli Magnússyni og Sigrúnu
Stefánsdóttur ekki skylt að
auglýsa starfið opinberlega.
einstakt
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is
Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson loksins fáanleg á ný.
Spennandi saga með gullfallegum myndum fyrir ævintýraleg börn.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK Skilabo
ðaskjóð
an
er líka le
ikrit og e
r sýnd í
Þjóðleik
húsinu!
Uppselt
til jóla,
ath. auk
asýning
23.11