Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 101

Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 101
SUNNUDAGUR 18. nóvember 2007 25 ávarpaður sérstaklega: „Dear mr. Gísli Einarsson.“ Magga: Sjálf er ég hrifnust af hreinlætispressunni. „Silit Bang! Heldurðu að fötin þín séu hvít? Þau eru ekki hvít – þau eru grá!“ Ég klæðist sjálf oft hvítum fötum og það er kannski þess vegna sem þetta æsir mig svona upp. Gísli: Döbbaðar blettahreinsiaug- lýsingar eru algjör snilld. Magga Stína: Þær eru mjög skemmtilegar. Gísli Lúsíuengill Nú eru ekki nema örfáar vikur til jóla – ef þú ættir að klæða Gísla upp í jólafötin þannig að eftir yrði honum tekið á aðfangadagskvöld, hvað myndir þú setja hann í, Magga Stína? Og ef Björn Ingi og Gísli Marteinn eru enn í fýlu út í hvorn annan á Þorláksmessu og Magga Stína ætti að miðla málum áður en hátíðin gengur í garð – hvað myndir þú láta Möggu Stínu gera? Magga Stína: Mér finnst hann Gísli eitthvað svo englalegur að ég hugsa að englabúningur færi honum mjög vel. Jafnvel klæddi ég hann upp eins og sænska lúsíu – með fjögur kerti á höfði, í hvítan kyrtil og með vængi þótt þeir séu nú sennilega þarna nú þegar. Gísli: Ég held það myndi fara mér vel. En til að koma á sáttum milli Björns Inga og Gísla Marteins myndi ég fara með þá í hljómskála- garðinn og láta Möggu Stínu syngja fyrir þá lagið Fílahirðirinn frá Súrín. Þar kemur fyrir þessi setn- ing: Og svo kveðjumst við hryggir og sáttir. Magga Stína: Já! Ég er sem fyrr, ávallt reiðubúin! Frægt er orðið að Jói Fel lét tattú- vera sig með mynstri þekkts hönn- uðar. Eruð þið með tattú og ef þið yrðuð að tattúvera eitthvert vöru- merki á ykkur, hvaða vörumerki yrði fyrir valinu? Hvert er ljótasta vörumerkið að ykkar mati og af hverju? Magga Stína: Nei, ég hef ekki kom- ist til þess en hef þó lengi þráð akk- eri á minn upphandlegg. Gísli: Ég er hins vegar með eitt hér á upphandleggnum – þetta er sverð og skjöldur. Var búið að langa til þess í mörg ár. Þetta er til heiðurs Íslendingasögunum. Ef ég yrði að láta tattúvera mig með einhverju vörumerki yrði það Land Rover. Ég fékk nefnilega ´66 árgerð í fer- tugsafmælisgjöf í vetur. Magga: Kannski maður fengi sér bara malt og appelsín. Svona rétt fyrir jólin? Annars er ég svo ómeð- vituð um vörumerki að það er erf- itt fyrir mig að velja það ljótasta. Gísli: Það er mikið til af ljótum vörumerkjum en þessi stílíseruðu vörumerki, eins og KB banki – bara tvær kúlur og eitt strik, finnast mér verst. Mér finnst að vöru- merki eigi að vera með mynd, mér fannst til dæmis Búnaðarbankinn með sáðmanninn ágætt. Magga Stína: Já, einmitt, það var fallegt. Gísli: Maður skildi alveg hvað þetta var og þurfti ekki að láta útskýra fyrir sér hvað þetta þýddi. Hlutirnir mega vera einfaldir en skýrir. Krossbregður yfir Kiljunni Stefið í Út og suður er fyrir löngu orðið fræg. Finnst þér stefið skemmtilegt, Magga Stína? Átt þú einhverja plötu með Möggu Stínu, Gísli? Hvert er eftirlætis auglýs- inga- eða sjónvarpsþáttastefið ykkar? En það hvimleiðasta? Magga Stína: Já, mér finnst stefið mjög skemmtilegt, svona kántrí. Það höfðar til mín. Gísli: Enda er það samið af próf- essor í fóðurfræði við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri. Magga Stína: Já, það bara hlaut að vera! Mér hafði næstum því dottið það í hug. Gísli: Ég á plötuna Magga Stína syngur Megas. Og þar er Fílahirð- irinn frá Súrín mitt uppáhald. Magga Stína: En hvað sjónvarps- stef varðar þá slær ekkert Staupa- steinsstefið út. Gísli: Mitt uppáhald var stefið við þættina Onedin skipafélagið, sem var á dagskrá fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan. Magga Stína: Já, Spartakus. Það var stórkostlegt! Við erum auðsjá- anlega tvíburasálir. Gísli: Leiðinlegasta stefið finnst mér í Bachelor. Magga Stína: Ég verð að fá að setja spurningarmerki við eitt stef sem ég hef heyrt að undanförnu og það er í bókmenntaþættinum Kiljunni. Ég segi fyrir mitt leyti að mér bregður svo við þegar því er dúnd- rað á milli atriða í þeim ágæta þætti að það hefur flögrað að mér að ég sé annað hvort arfaslöpp á taugum eða að vitlaust stef hafi verið valið. Með allri virðingu. Að lokum. Að fyndni og gleði, kost- um og löstum. Ef við kjósum snöggvast, hver finnst ykkur þá vera: a) Fyndnasti Íslendingurinn? B) Hressasti Íslendingurinn? C) Viðmótsþýðasti Íslendingurinn? Magga Stína: Er ekki Laddi fyndn- astur? Gísli: Fyndnasti Íslendingur sem ég þekki heitir Karl Sigtryggsson og er myndatökumaður á RÚV og fyndnasti Íslendingurinn sem ég þekki ekki myndi vera Þráinn Bertelsson. Barði hlýtur að vera hressasti Íslendingurinn. Magga Stína: Hressasti segirðu. Það er nú varla Davíð Oddsson. Og ekki er það Geir Haarde. Ætli ég segi ekki bara líka Barði. Hann er á góðri leið með að verða full- hress. Gísli: Viðmótsþýðasta kýs ég Berg- þór Pálsson. Hann var einmitt að gefa út bók um kurteisi. Magga Stína: Og ég kýs Magnús Þór Jónsson – Megas. ➜ VISSI ÞÚ AÐ... ...Gísli geymir Eddustyttuna sína á lítt áberandi stað í stofunni hjá sér. ...Magga Stína geymir fiðluna sína undir rúmi dóttur sinnar. ...Magga Stína og Gísli eru í sama stjörnumerki, Vatnsberanum, Magga Stína fædd 22. janúar og Gísli 21. janúar. ...þau hittust í fyrsta skipti fyrir stuttu síðan, í Stúdíó 9. Magga var að taka upp og Gísla vantaði tæknilega aðstoð. ...Ef Gísli mætti sprauta þjóðina með einhverjum einum eiginleika myndi hann velja kæruleysissprautuna. ...Magga Stína myndi sprauta þjóðina með tillitssemissprautunni. RÓMANTÍKIN ER BETRI EN RAUNSÆIÐ Magga Stína Blöndal og Gísli Einarsson segja að þau ætli að fara í gegnum þjóðfélagsástandið í „blackouti“ og reyna að vera súperjákvæð meðan lægðir og annað ganga yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.