Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 102

Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 102
26 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Umhverfið í enska boltanum hefur breyst mikið undan-farin ár. Auðkýfingar hafa verið að ná völdum í stærstu félögunum og eru þeir flestir af erlendu bergi brotnir. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun en eigendurnir hafa klár- lega litað lífið í ensku úrvalsdeildinni og almenningur virðist hafa gaman af því að fylgjast með ótrúlegum lífsstíl þessara milljarðamæringa. Fréttablaðið varpar ljósi á nokkra af skraut- legustu og umdeildustu eigendunum í ensku úrvalsdeildinni. Skrautlegir eigendur í enska boltanum Eigandi Newcastle United og fimmti ríkasti eigandinn í ensku úrvalsdeildinni. Keypti félagið síðasta sumar á 134 milljónir punda. Gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins en Ashley mætir á alla leiki í lið- streyju félagsins númer 17. Það er treyja Alans Smith en Ashley segir að Smith sé leikmaður að sínu skapi – sýni gríðarlegan vilja og baráttu allan tímann. Ashley ber virðingu fyrir slíku. Hann er einnig óhræddur við að skemmta sér í treyjunni með stuðningsmönnum en hann skellti sér á djammið með þeim á dög- unum og bauð drykki á línuna. Sló svo endanlega í gegn í nágrannaslagnum gegn Sunderland á útivelli á dögunum. Til stóð að meina honum aðgang að heiðursstúkunni í Newcastle-treyjunni þar sem talið var að það myndi hleypa illu blóði í stuðningsmenn heimaliðsins. Ashley tók sig þá til og sat með áhorfendum Newcastle svo hann gæti verið í treyjunni. Annars er lítið vitað um einkalíf eigand- ans, sem er ákaflega dulur og gefur nánast aldrei viðtöl. Býr einn og er skilinn við sænska eiginkonu sína til fjórtán ára. Mike Ashley, eigandi Newcastle: Vinsæll hjá stuðningsmönnum Keypti Manchester United í maí árið 2005. Kaup hans féllu ekki í kramið hjá stuðn- ingsmönnum, sem vildu ekki sjá Glazer- fjölskylduna nálægt Old Trafford og mót- mæltu kaupunum harðlega. Vinsældirnar hafa þó aukist enda hefur Glazer-fjölskyldan sett meira fé í leik- mannakaup og annað en búist var við. Synir Malcolms sjá alfarið um rekstur félagsins en eigandinn hefur aldrei séð leik á Old Trafford. Glazer hefur lengi haft mikinn áhuga á íþróttaliðum en hann er einnig eigandi bandaríska ruðningsliðsins Tampa Bay Buccaneers sem vann Super Bowl árið 2002. Sjálfur býr hann í Flórída með eiginkonu sinni Lindu, en þau eiga fimm syni. Glazer er ekki mjög heilsuhraustur þessa dagana eftir að hafa fengið tvö slög á síðasta ári sem urðu til þess að hann tapaði hreyfigetu í hægri fæti og hendi. Malcolm Glazer, eigandi Man. Utd: Aldrei séð leik á Old Trafford Keypti Chelsea sumarið 2003. Þurrkaði umsvifalaust upp skuldir félagsins og setti gríðarmikið fé í leikmannakaup. Talið er að hann hafi eytt 440 milljónum punda á fyrstu þrem árunum. Félagið hefur eðlilega tapað miklu fé á stjórnartíma Abramovich en stefnt er að því að það skili arði árið 2010. Mætir á nánast alla leiki félagsins og er gríðarlega virkur í stúkunni. Tekur mikinn þátt í leiknum og fagnar mikið þegar Chel- sea skorar. Hefur einnig sett mikið fé í rússneska landsliðið og sá til þess að Guus Hiddink kom þangað en talið er að hann muni síðar taka við Chelsea. Abramovich er einn ríkasti maður heims og er oft bendlaður við rússnesku mafíuna. Hann var náinn Boris Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseta, og hans fjölskyldu. Er oft talað um að samband hans og Pútíns, núver- andi Rússlandsforseta, sé eins og samband föður og sonar. Roman Abramovich, eigandi Chelsea: Náinn vinur Rússlandsforseta Hugsanlega umdeildasti eigandinn í ensku úrvalsdeildinni en hann náði völdum í Manchester City síðasta sumar. Hafði lengi haft áhuga á að eignast enskt knattspyrnu- lið og var til að mynda talið um tíma að hann myndi ná yfirráðum í Liverpool. Er fyrrverandi forsætisráðherra Taí- lands, þar sem valdatíð hans einkenndist af spillingu og einræðistilburðum. Er einnig talinn hafa framið gróf mannréttindabrot þegar hann stýrði málum þar í landi. Valdarán var síðan framið í Taílandi þegar Shinawatra var erlendis á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum. Lokað var fyrir allar vefsíður hans í landinu í kjölfarið, banka- reikningar frystir og hann síðan ákærður fyrir fjármálamisferli og almenna spill- ingu, enda efnaðist hann óeðlilega mikið á valdatíma sínum. Á því vart afturkvæmt til heimalandsins. Hann er gifur Potjaman Shinawatra og saman eiga þau tvær dætur. Stuðningsmenn City kalla hann Frank og þá í höfuðið á Frank Sinatra þar sem eftirnöfnin eru lík. Thaksin Shinawatra, eigandi Man. City: Kallaður Frank Sinatra George Gillett og Tom Hicks eru eigendur Liverpool og keyptu klúbbinn saman á upp- hæð sem talin er nema allt að 435 milljónum punda, með byggingu nýs leikvangs. Fyrir kaupin áttu þeir báðir stóran hlut í öðrum íþróttafélögum. Gillett á um áttatíu pró- senta hlut í kanadíska íshokkíliðinu Montreal Canadiens auk Nascar-kappakstursliðsins Evernham Motorsports og Hicks er eigandi íshokkíliðsins Dallas Stars auk hafnabolta- liðsins Texas Rangers, sem hann keypi í slagtogi með George W. Bush, þáverandi ríkisstjóra í Texas og núverandi forseta Bandaríkjanna. Gillett byrjaði veldi sitt á því að sameina þrjár litlar sjónvarpsstöðvar í Wisconsin í Bandaríkjunum, en árið 1984 voru sjón- varpsstöðvarnar orðnar átta, auk tuttugu og tveggja blaðafyrirtækja. Gillett var hins vegar nálægt gjaldþroti snemma á tíunda áratugnum, en náði heldur betur að rífa sig upp úr því. Hicks, sem er sonur útvarpsstöðvar- eiganda í Texas, hafði sjálfur alla tíð mikinn áhuga á viðskiptum og útskrifaðist með MBA-gráðu. Hann átti á sínum tíma hlut í gosdrykkjaverksmiðjum sem framleiddu meðal annars drykkina Dr. Pepper og 7-up, áður en hann færði sig yfir í íþróttirnar. Fyrirtækið Hicks Holdings á meðal annars stóran hlut í nokkrum raftækjafyrirtækjum í Kína, dýramatsframleiðslufyrirtækjum í Argentínu og fasteignafyrirtækjum víða um heim. Gillett og Hicks hafa sjálfir lýst því yfir að þeir séu mjög stoltir af því að fá að taka þátt í uppbyggingu Liverpool og ætli sér ekki að styggja ríka hefð félagsins. Fyrir þetta eru þeir almennt vel liðnir hjá aðdáendum Liverpool. George Gillett og Tom Hicks, eigendur Liverpool: Vilja vernda ríka hefð klúbbsins Alisher Usmanov og Stan Kroenke: Eru báðir stórir hluthafar í Arsenal og hafa verið orð- aðir við að vilja stækka hluti sína í félaginu. Usmanov keypti 14,58% hlut í Arsenal í ágúst á þessu ári og hlutur í eignarfélagi hans innan klúbbsins, sem er stjórnað af David Dein, fyrrverandi aðstoðarstjórnarformanni Ars- enal, var búinn að hækka í 23% í september. Eignarfélag Kroenke á rúmlega 12% eignar- hlut í Arsenal. Usmanov er sonur lögfræðings og lagði sjálfur stund á lögfræði í skóla, en sú mennt- un hans kom ekki veg fyrir að hann sæti í fangelsi í sex ár snemma á áttunda áratugn- um fyrir meint fjársvik og peningaþvott, auk þess að reyna ólöglega yfirtöku á nokkrum af verðmætustu demantanámum heims. Usmanov er í 143. sæti á lista Forbes yfir rík- ustu menn heims en áður en hann eignaðist hlut í Arsenal var hann búinn að einbeita sér fyrst og fremst að fyrirtækjum í járn-, stál- og olíuiðnaðinum í Rússlandi, auk þess að eiga fjöldann allan af fjölmiðlafyrirtækjum í Rússlandi. Kroenke er þekktur sem einn rík- asti maður heims og mikill íþróttamógúll í Bandaríkjunum. Hann er meðeigandi NFL- ruðningsliðsins St. Louis Rams og eigandi NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, NHL-íshokkíliðsins Colorado Avalanche og MLS-fótboltaliðsins Colorado Rapids. Kro- enke er kvæntur Anne Walton, sem stendur heldur ekki höllum fæti fjárhagslega en hún er erfingi Wal-Mart verslanakeðjunnar. Alisher Usmanov og Stan Kroenke, hluthafar í Arsenal: Vilja stórauka hlut sinn í liðinu Meðfylgjandi er listi yfir þau lið í ensku úrvalsdeildinni sem eru í eigu einstakl- inga. Útlendingar eru þar í miklum meiri- hluta: Aston Villa Randy Lerner, USA Chelsea Abramovich, Rússi Fulham M. Al-Fayed, Egypti Liverpool Hicks og Gillett, USA Man. City Shinawatra, Taíland Newcastle Ashley, England Portsmouth A. Gaydamak, Rússi Reading John Madejski, England Tottenham Joe Lewis, England West Ham Björgólfur Guðm., Ísland Wigan David Whelan, England ➜ EIGENDURNIR Tölurnar eru í milljörðum punda: Roman Abramovich, Chelsea 10,8 Joe Lewis, Tottenham 2,8 Alisher Usmanov, Arsenal 2,76 Mike Ashley, Newcastle 1,6 Malcolm Glazer, Man. Utd 1,25 Stanley Kroenke, Arsenal 1,2 Thaksin Shinawatra, Man. City 0,640 Björgólfur Guðmunds., W. Ham 0,593 Tom Hicks, Liverpool 0,5 ➜ RÍKUSTU EIGENDURNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.