Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 105

Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 105
SUNNUDAGUR 18. nóvember 2007 29 Þau Guðný Dóra Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gljúfrasteins, og Guðmundur Jónsson, stjórnar- formaður Miðstöðvar munnlegrar sögu, undirrituðu á föstudag samning um söfnun munnlegra heimilda um Halldór Laxness og Gljúfrastein. Frá því að safnið á Gljúfrasteini var opnað í september 2004 hafa margir þeirra gesta sem heimsótt hafa safnið gefið sig á tal við starfsfólk og miðlað skemmtileg- um upplýsingum og fróðleik um skáldið og Gljúfrastein. Full ástæða er því til að safna saman þessum munnlegu heimildum á kerfisbundinn hátt. Ennfremur er vitað til þess að margir eiga athyglisverðar upptökur í fórum sínum sem ættu vel heima í slíku safni. Ekki er verið að leita eftir neinu ákveðnu heldur er mark- miðið að safna saman frásögnum af daglegu lífi skáldsins og öðru sem tengist Gljúfrasteini, sögum sem samtíðarfólk Halldórs kann og getur rifjað upp. Miðstöð munnlegrar sögu mun sjá um að skrá og varðveita þau gögn er safnað verður og veita starfsfólki Gljúfrasteins ráðgjöf hvað mótun verkefnisins varðar og nauðsynlega þjálfun í viðtalstækni og við notkun tækjabúnaðar. Miðstöð munnlegrar sögu er safn og rannsókna- og fræðslu- stofnun á sviði munnlegrar sögu. Hlutverk hennar er að safna munnlegum heimildum um sögu lands og þjóðar og varðveita þær til frambúðar. Hún veitir fræðslu um söfnun og notkun munnlegra heimilda, skapar fræðimönnum aðstöðu til rannsókna og stendur fyrir fræðilegri umræðu um munnlega sögu. Að miðstöðinni standa þrjár rannsókna- og háskólastofnanir í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – háskóla- bókasafn. Þær eru Sagnfræði- stofnun Háskóla Íslands, Rann- sóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og Kennaraháskóli Íslands. Meginmarkmið með söfnun munnlegrar sögu á Gljúfrasteini eru að dýpka þekkingu á ævi og verkum Halldórs Laxness, að safna heimildum um Halldór Lax- ness frá samtíðarmönnum hans og að safna öllu er viðkemur sögu Gljúfrasteins. - vþ Munnlegar heimildir varðveittar Sendiráð Japans, í samvinnu við Landsbókasafn Íslands og Menn- ingarmiðstöðina í Listagili á Akur- eyri, býður til sýningar á búning- um og textílhönnun úr Noh-leikhúsi Japans. Sýningin stendur yfir í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík dagana 20.-25. nóvember og í Ketilhúsinu á Akureyri dagana 27. nóvember til 1. desember. Noh-leikhús er eitt af því mikil- vægasta í menningararfleifð Jap- ans, en saga þess spannar 600 ár. Noh-leikhúsið var í miklum mætum hjá samúræjum og hélt stétt þeirra þessu listformi á lofti frá 14. til 19. aldar. Búningar leik- aranna skipuðu frá upphafi viða- mikið hlutverk þar sem þeir upp- hófu leikverkið og fegruðu svið Noh. Búningarnir eru fíngerðir og sýna vel hina einstöku fagurfræði sem ríkir í japönsku Noh-leik- húsi. Handbragð við gerð búning- anna er einstakt og notast er við háþróaða tækni við vefnað og litun efnisins. Litirnir eru glæsi- legir en litunarferlið er flókið og notaðar eru sérvaldar jurtir og náttúruleg hráefni til að ná áhrif- unum fram. Búningar Noh-leik- hússins skipa sérstakan sess í sögu japansks textíliðnaðar sem og í menningararfleifð Japans. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða í návígi undurfagra hönnun og vandað handbragð. Nokkrir búningar verða til sýnis ásamt ýmsum aukahlutum sem hafa verið endurgerðir eftir upp- runalegum fyrirmyndum af Yama- guchi Noh Costume Reserch Centre í Kyoto í Japan. Allir bún- ingarnir eru byggðir á margra alda gamallri hönnun og var við sköpun þeirra notast við vinnuaðferðir þeirra tíma. - vþ Japanskir búningar HALLDÓR LAXNESS FÖGUR KLÆÐI Noh-búningar eru óneit- anlega tilkomumiklir. VELJUM LÍFIÐ Langholtskirkja - 18. nóvember 2007 - kl. 20.00 Miðasala: Langholtskirkja, sími 520 1300, hjá kórfé- lögum og á netfanginu list@langholtskirkja.is Miðaverð: 3.500 krónur LA VIE EN ROSE S T Ó R B R O T I N S A G A E D I T H P I A F KV IKMYND EFT I R OL IV I ER DAHAN MAR ION COT I L LARD „STÓRKOSTLEGASTA UMBREYTING SEM FEST HEFUR VERIÐ Á FILMU; MARION COTILLARD UMBREYTIST Á SÁL OG LÍKAMA OG EDITH PIAF BIRTIST OKKUR LJÓSLIFANDI. ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI NÆSTA ÁRS ER FUNDINN!“ - STEPHEN HOLDEN, NEW YORK TIMES, 28. FEBRÚAR 2007 KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig FRUMSÝND 15. NÓVEMBER Í REGNBOGANUM „Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján.“ ÞT. Mbl, 2006 „Bráðfyndinn og undraverður látbragðsleikari.“ V.W. Berlinske Tidene Frelsarinn eftir Kristján Ingimarsson Sýning í Þjóðleikhúsinu 22. nóvember. Sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri 24. og 25. nóvember. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.