Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 109

Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 109
SUNNUDAGUR 18. nóvember 2007 33 Breski grínistinn Ricky Gervais, hvað þekktastur fyrir grínþætt- ina The Office og Extras, hafnaði tilboði um að vinna með goðsögn- inni Woody Allen. Hann segist telja að Allen hafi misst hæfileik- ann til að gera góðar myndir. Gervais bauðst hlutverk í einni af nýrri myndum Allens, en hætti við þegar hann sá hverjir mótleikarar hans yrðu. „Þegar ég sá restina að leikhópnum – annað breskt fólk úr sjónvarpinu – hætti ég bara við. Ég hugsaði: það er ekkert skemmtilegt við þetta,“ segir Gervais. „Hann heldur að þetta fólk sé hæfileikaríkt af því hann er hrifinn af hreimnum. Woody Allen er ekki lengur Woody Allen,“ segir háðfuglinn. Neitaði Woody Allen Hljómsveit gítarleikarans Björns Thoroddsen, Cold Front, hefur gefið út sína aðra plötu sem nefnist Full House. „Ég er búinn að þvæl- ast í útlöndum síðastliðin fimm ár og þetta er árangurinn af þeirri samvinnu,“ segir Björn, sem semur öll lögin á plötunni. Cold Front var stofnuð í Kanada af Birni, trompetleikaranum Richard Gillis, stjórnanda stór- sveitar Winnipegborgar, og banda- ríska kontrabassaleikaranum Steve Kirby. Í sumar bætt- ust síðan í hópinn píanist- inn Will Bonnes, sem er talinn einn sá efnileg- asti í Kan- ada, tromm- arinn Rob Siwik og saxófónleik- arinn Jonat- han Stevens. „Þetta eru mikl- ir þunga- vigtamenn og það er frábært að fá að vera með í þessum hópi. Maður hafði aldrei spáð í að maður kæm- ist nokkurn tímann í þennan flokk,“ segir Björn. Cold Front gaf út samnefnda verðlaunaplötu árið 2005 og hlaut Björn Íslensku tónlistarverðlaun- in fyrir besta frumsamda djass- verkið það árið. Nýja platan er töluvert poppaðari en sú fyrri þó svo að djassinn sé ennþá í fyrir- rúmi. Í tilefni af útgáfunni spilar Cold Front á Nasa 18. janúar. - fb Björn í góðum hópi BJÖRN THOR- ODDSEN Gítar- leikarinn Björn Thoroddsen hefur gefið út aðra plötu með hljómsveitinni Cold Front. Þríeyki snýr bökum saman EINAR ÁGÚST Fyrsta sólóplata Einars, Það er ekkert víst að það klikki, er væntanleg. Vinalega leikkonan Jennifer Aniston hefur verið orðuð við annan hvern karlmann í Holly- wood síðan hjónabandi hennar við Brad Pitt lauk. Kærasti augna- bliksins er leikarinn Jason Lewis úr sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni. Þar lék hann Smith Jones, sjóðheitan kærasta Samönthu. Lewis var áður í sambúð með leikkonunni Rosario Dawson. Kunnugir segja parið eiga furðulega margt sameiginlegt og smellpassi saman. Þau vilji þó halda sambandinu leyndu enn um sinn vegna þeirrar pressu sem frægð Aniston setur á öll hennar ástarsam- bönd. Nýr kærasti Aniston JENNIFER ANISTON Á nýjan kærasta úr Sex and the City. EKKI SAMI MAÐUR Gervais segir Allen vera farið að förlast í kvikmyndagerð- inni. NORDICPHOTOS/GETTY HARA-SYSTUR Hara-systurnar Rakel og Hildur verða vænt- anlega eldhressar á útgáfutónleikunum. GUÐMUNDUR JÓNSSON Sálarmaðurinn Guð- mundur Jónsson heldur útgáfutónleika ásamt Hara og Einari Ágústi. B&L Guðmundur Jónsson, Hara-systur og Einar Ágúst Víðisson ætla að snúa bökum saman og halda sam- eiginlega útgáfutónleika á Nasa 29. nóvember. „Við ætluðum að halda sér útgáfutónleika en við þurfum hvort sem er að syngja með Guð- mundi þannig að við ákváðum að slá þessu upp í sameiginlega tón- leika,“ segir Hara-systirin Hildur, en þær sungu bakraddir á plötu Guðmundar, Fuður. Guðmundur launaði þeim greiðann og samdi fyrir þær lagið „Ég veit og skil“ sem er á fyrstu plötu systranna, Bara. „Hann samdi eitt lag á plöt- unni okkar, sem er danslag. Það er ekki alveg hans stíll en það bara kom virkilega vel út.“ Guðmundur segist hafa átt gott samstarf með Hara-systrum. „Ég fílaði alltaf hvernig þær hljóm- uðu. Þær voru óskólaðar og systur og líka mjög hressar stelpur. Ég ákvað fyrir síðustu plötu að hafa kvenmannsraddir á plötunni og þær pössuðu mjög vel, enda vanar að radda saman. Það er ekki öllum gefið,“ segir Guðmundur. Einar Ágúst kom inn í dæmið eftir að hafa unnið með Guðmundi við lag hans „Straumurinn“ sem Einar syngur með Sigurjóni Brink í Laugardagslögunum á RÚV. Einar gefur á næstunni út sína fyrstu sólóplötu, Það er ekkert víst að það klikki, og mun því kynna hana á Nasa. „Þetta eru allt popptónlistar- menn að gefa út íslenska popptón- list, þannig að við ákváðum að slá saman,“ segir Guðmundur. „Þetta er svo sem ekkert nýtt undir sólinni að listamenn hói sig saman og búi til flottan pakka. Þetta verð- ur gaman og vonandi sér fólk sér fært að mæta.“ - fb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.