Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 113

Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 113
SUNNUDAGUR 18. nóvember 2007 37 WEST HAM FULHAM W W W. I C E L A N DA I R . I S 11.–13. JANÚAR Verð á mann í tvíbýli frá 49.300KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Man Utd, Liverpool og Birmingham. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir HANDBOLTI Grótta vann í gær auð- veldan sigur, 21-36, á HK í N1- deild kvenna. Liðin mættust í átta liða úrslitum bikarkeppninnar þrem dögum fyrr og þá þurfti að framlengja til að knýja fram úrslit. Því var búist við spenn- andi leik í Digranesi en raunin varð önnur. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn. Bæði lið áttu auðvelt með að skora og leikinn var hraður og skemmti- legur handbolti. Þegar staðan var 8-8 lokaði Grótta öllum leiðum að marki sínu og HK náði ekki að skora í níu mínútur. Grótta skor- aði fimm mörk í röð og náði alls sex marka forystu fyrir leikhlé, 10-16, og lagði grunninn að sigrinum. Seinni hálfleikur var aldrei spennandi. Grótta náði fljótt 12 marka forystu, 13-25 og Grótta sýndi HK enga miskunn. Liðið keyrði hraðaupphlaupin grimmt fram á síðustu mínútu en liðið skoraði úr alls 17 slíkum í leiknum. Forráðamenn HK og stuðningsmenn eyddu púðrinu í að tuða í dómurum leiksins og virtist það slá leikmenn út af lag- inu á meðan Grótta lét vafasama dóma sér sem vind um eyru þjóta. Þrátt fyrir 15 marka sveiflu í tveimur leikjum liðanna á þrem dögum vildi Alfreð Finnsson, þjálfari Gróttu, ekki meina að mikill munur hafi verið á frammi- stöðu síns liðs. „Ég var mjög ánægður með okkar leik á mið- vikudaginn. Við lékum vel þá líkt og nú. Munurinn á leikjunum liggur fyrst og fremst þeirra megin. Þær voru mjög góðar á miðvikudaginn en ekki í dag. Ég bjóst við erfiðari leik. Við keyrð- um fín hraðaupphlaup og sóknar- leikurinn var mjög góður. Það gerist ekki á hverjum degi að Gróttuliðið skorar 17 hraða- upphlaupsmörk. Okkar leikur var mjög afslappaður og góður,“ sagði Alfreð kátur í leikslok. - gmi Yfirburðasigur hjá Gróttu Grótta vann HK fremur auðveldlega, 21-36, í N1-deild kvenna í Digranesi í gær. Leikurinn var sá fyrsti í seinni umferð Íslandsmótsins. MARK Karólína B. Gunnarsdóttir brýst hér í gegnum vörn HK og skorar eitt af sjö mörkum sínum í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Nýliðar KR gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslandsmeistara Hauka, 88-81, í stór- leik sjöundu umferðar Iceland Express-deild- ar kvenna. Frábær endasprettur sá til þess að heimamenn náðu Haukum að stigum í öðru sæti deildarinnar. KR-stelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu sex fyrstu stig leiksins. Án þess að spila vel náðu Haukar að jafna leikinn og loks komast yfir, 10-13. KR skoraði átta síð- ustu stig fyrsta leikhluta og náði fimm stiga forystu, 18-13. KR náði mest sjö stiga forskoti í öðrum leikhluta en með stórleik Kristrúnar Sigurjónsdóttur náðu Haukar að vinna sig inn í leikinn á ný og munaði aðeins einu stigi í hálfleik, 39-38. Það voru ekki minni sveiflur í síðari hálf- leik en þeim fyrri. Haukar komust fimm stig- um yfir, 44-49. KR svaraði því með 12 stigum gegn 2 og komust fimm stigum yfir, 56-51. Haukar skoruðu 18 af síðustu 23 stigum þriðja leikhluta og fóru með átta siga forystu inn í síðasta leikhlutann, 69-61. Haukar byrjuðu síðasta leikhlutann með látum og komust 11 stigum yfir, 75-64. Í stað þess að gefast upp spýttu KR-ingar í lófana og minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan orðin jöfn, 79-79. Hálfri mínútu síðar voru KR- stelpur komnar yfir og Íslandsmeisturunum greinilega brugðið. KR gerði í kjölfarið út um leikinn og fyllilega sanngjarn sigur staðreynd þar sem Monique Martin fór á kostum með 46 stig þar af 17 í fjórða leikhluta. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, er með fæt- urna á jörðina þrátt fyrir gott gengi. „Markmið okkar hefur ekkert breyst þó að ágætlega gangi. Við ætlum að fara í úrslita- keppnina og vera alvöru lið. Við erum með fimm ára markmið og það breytist ekki. Við endurmetum ekki okkar stöðu strax. Það er langt eftir og margt sem getur gerst,“ sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að hann hefði ekki þurft að segja stelpunum hvað þær þyrftu að gera á lokasprettinum. Hann hefði aðeins þurft að róa þær og svo sáu þær um afganginn. „Við vorum í vandræðum í sóknarleiknum. Ég tók leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir og róaði stelpurnar aðeins niður og sagði þeim að hafa gaman af þessu og vera ekki svona æstar. Svo erum við með leikmann eins og Hildi Sigurðardóttur sem tók leikinn yfir í leik- stjórnandanum. Þá þarf maður ekki mikið að þjálfa.“ - gmi KR vann Hauka 88-81 í stórleik í Iceland Express-deild kvenna í gærdag: Nýliðarnir skelltu Haukum ÖLL SUND LOKUÐ Haukastúlka kemst ekkert áfram gegn öflugri KR vörn í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Flensburg fór á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í hand- bolta í gær þegar liðið skoraði 47 mörg og vann sjö marka sigur á Melsungen. Flensburg komst með sigrinum í annað sæti deildarinn- ar og er með 21 stig eftir 13 leiki, en Hamborg er á toppi deildar- innar með 21 stig eftir 12 leiki. Torge Johannsen skoraði 10 mörk fyrir Flensburg í leiknum, en Alexander Petersson hafði óvenju hljótt um sig og skoraði 3 mörk. - óþ Þýski handboltinn: Stórsigur hjá Flensburg í gær N1 deild í kvennahandbolta: HK-Grótta 21-36 Mörk HK: Arna Sif Pálsdóttir 5/2 (6/3), Jóna Halldórsdóttir 4 (8), Elsa Óðinsdóttir 4 (10), Auður Jónsdóttir 4 (13), Natalia Cieplowska 2 (10/2), Elva Arnarsdóttir 1 (1), Rut Jónsdóttir 1 (5), Brynja Magnúsdóttir (1), Elín Baldursdóttir (1), Erna Davíðsdóttir (1) Varin skot: Ólöf Ragnarsdóttir 9 (38/3) 23,7%, Ekaterina Dzhukeva 3 (10/1) 30% Hraðaupphlaup: 7 (Jóna 3, Auður 2, Cieplowska, Brynja) Fiskuð víti: 5 (Arna 2, Auður, Rut, Brynja) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Gróttu: Karólína Gunnarsdóttir 7 (10), Arndís Erlingsdóttir 6 (7), Pavla Plaminkova 6/4 (10/4), Aukse Vysniauskaite 5 (12), Ragna Karen Sigurðardóttir 4 (5), Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir 4 (6), Hildur Andrésdóttir 1 (1), Þórgunnur Þórðardóttir 1 (1), Eva Kristinsdóttir 1 (3), Tanja Zukovska 1 (5) Varin skot: Guðrún Ósk Símonardóttir 13/2 (24/3) 54,2%, Íris Björk Símonardóttir 11/1 (21/2) 52,4% Hraðaupphlaup: 17 (Karólína 5, Aukse 2, Ragna Karen 2, Anna 2, Arndís 2, Plaminkova, Eva, Þórgunnur, Zukovska) Fiskuð víti: 4 (Aukse 4) Utan vallar: 4 mínútur Akureyri-Valur 12-25 Stjarnan-FH 25-26 Kvennadeild Iceland Express: KR-Haukar 88-81 Stig KR: Monique Martin 46, Hildur Sigurðardóttir 17, Sigrún Ámundadóttir 12, Helga Einarsdóttir 5, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2 Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 29, Kera Hardy 21, Telma Björk Fjalarsdóttir 9, Hanna Hálfdánardóttir 8, Unnur Tara Jónsdóttir 6, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3, Bára Hálfdánardóttir 2, Bryndís Hreinsdóttir 2, Kristín Fjóla Reynisdóttir 1. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI David Healy, leikmaður Fulham, skoraði sigurmarkið í leik Norður-Íra og Dana í F-riðli undankeppni EM. Þetta var þrettánda mark framherjans í undankeppninni og nýtt met. Króatinn Davor Suker átti fyrra metið, tólf mörk í undan- keppninni. Alls hefur Healy skorað 33 mörk í 61 landsleik. Healy vippaði yfir markvörð Dana, Thomas Sörensen, þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Belfast. Þar með voru vonir Dana um þátttöku í Evrópumótinu úti. Áður höfðu Daninn Nicklas Bendtner og Norður-Írinn Warren Feeney skorað sitt hvort markið. Úrhelli var í Belfast og þurfti nánast að fresta leiknum. - sgj Norður-Írar sigruðu Dani: Healy kominn í þrettán mörk DAVID HEALY Norður-Írinn knái hefur átt ótrúlegu gengi að fagna með landsliði sínu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.