Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 120

Fréttablaðið - 18.11.2007, Side 120
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Arnar Marinóssonar með ánægju Sumarið 2008 15 áfangastaðir í Evrópu Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Verð frá: 7.995 kr. 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. Í dag er sunnudagurinn 18. nóvember, 322. dagur ársins. 10.04 13.13 16.20 10.05 12.57 15.49 OMXI15 var 7.325,35, þegar ég fann hvernig stýrivaxtahækk- unin helltist yfir mig, og Dow Jones var 13.042,74 þegar ég tók inn tvær klórdíasepoxíð, þrjár parkódín og fimm evrur sem komu svona af sjálfu sér eins og Val- gerður. Pillurnar slógu á einkennin. Ég held að okkur Mallí sé alveg óhætt að slá meiri lán í útlöndum. Hins vegar er óhjákvæmilegt að skera niður við pólsku húshjálp- ina, hana Elzbietu. Seðlabanka- stjórinn verður að fá á tilfinning- una að þessi peningamálaskeifa hans sé að virka. ELZBIETA sprakk á limminu þegar við bárum fletið hennar úr kyndiklefanum yfir í hjóla- geymsluna. Ég sagði að þetta væri þó miklu huggulegri staður en ruslatunnuhólfið. Forsætisráð- herrann hefði beðið þjóðina að spara. Það væri ekki þjóðhags- lega hagkvæmt að líta á útlend- inga eins og venjulegt fólk. Jafn- vel Akureyringar hefðu tekið upp á því að líta sömu augum á Pól- verja og þeir líta á alla aðra utan- bæjarmenn. Ég varð að leggja hendur á Elzbietu til að koma henni í skilning um að hér væru lögmál markaðarins að verki. Mallí bað mig í guðs bænum að meiða ekki konuna. Það mætti ekki níðast á svona gámafólki eins og það væri neðri hluti Þjórsár. ENGINN pólitíkus á Íslandi þorir núna að láta sjá sig með fjárfesti fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót þegar fólk er búið að gleyma Villa Þonn og hvað það var sem hann gleymdi. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki þessa sömu næmu tilfinningu fyrir íslenskri tungu og þeir Tóti og Palli hennar Tobbu í Efstaleitinu sem segja eins og rétt er að það er bigg diffrens í íslensku á því „að taka við peningum“, „að sjá pen- inga“, „að vita af peningum“ eða „að finna lykt af peningum“. ANNARS er eins og sé að renna af mönnum öll karlmennska. Nú eru netþjónabú það allra nýjasta. Netþjónabú?! Einu sinni áttu minkabú og refabú að bjarga öllu – og með hverju endaði það? Með því að bjarta framtíðin stóð upp og sagði „alltbú“. Af hverju ekki að halda sig við stóriðju?! Það ætla þeir þó að gera í Grindavík, minnugir þess sem hún Halla í Þórkötlustaðahverfinu sagði þegar hún hrakti Keflavíkur- dræsuna onaf flatsænginni hjá Gúnda: Orka í Grindavík er fyrir Grindvíkinga. Billjónsdagbók 18.11.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.