Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 46

Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 46
● heimili&hönnun Ólafur Jónas Sigurðsson, nemi og körfuboltaleikmaður hjá ÍR, á sér heldur óvenjulegt drauma- hús en honum finnst efsta hæð Perlunnar tilvalinn staður til að búa á. „Þarna er alveg snilldarútsýni yfir allt. Það væri ekki amalegt að ganga út á svalirnar á morgnana með kaffibolla og líta yfir fjallgarð- inn sem umkringir höfuðborgina. Svalirnar eru einnig frábær- ar fyrir grillveislur og þar kæm- ust allir að sem vildu. Eldhúsinu og barnum myndi ég trúlega halda enda aðstaðan ekki af verri endan- um þarna og hægt að bjóða óteljandi vinum og vandamönnum í mat og drykk.Trúlega yrði ég að henda upp milliveggjum til að búa til svefn- herbergi og þess háttar. Ekki er verra að hæðin snýst og því hægt að sofna með Breiðholtið fyrir framan sig en vakna svo með Esjuna í öllu sínu veldi í morgunsárið,“ segir Ól- afur kátur. „Ég yrði að koma upp góðu sjón- varpsholi með öllum bestu tækj- unum enda ekki annað hægt fyrst maður væri að þessu. Ég kæmi mér upp smágarði á svölunum svo það yrði líf í þessu hjá mér og til að sýna hversu græna fingur ég hef.“ Hann segir að helsti ókostur við að búa á efstu hæð Perlunnar væri trúlega vinnan sem færi í að pússa allt glerið. Það væri þó eitthvað sem hann og kærastan gætu dundað sér við í rólegheitunum. „Þegar þetta gerist og ef það ger- ist verður svaka veisla, ég lofa því,“ segir Ólafur og hlær. - mmr Ólafi þætti ekki amalegt að drekka morgunkaffið á svölum Perlunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DRAUMAHÚSIÐ: Vill búa á efstu hæð Perlunnar Skraut í garðinn S umarið er komið en þó þarf enn að bíða eftir að blómin komi upp. Meðan beðið er eftir blóm- unum má lífga upp á garðinn með ýmsum ráðum. Til dæmis með því að stinga litskrúðugum og skemmti- legum skrautpinnum um allan garð. Kosturinn við þá er að ekkert þarf að vökva eða klippa þá til og grillveislan verður lífleg og litskrúðug í annars gráum og lauflausum garðinum. Skrautpinnarnir eru sérstaklega hentugt fyrir þá sem ekki státa af grænum fingrum. Sjá www.2mo- dern.com/garden 26. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.