Fréttablaðið - 10.05.2008, Page 2

Fréttablaðið - 10.05.2008, Page 2
2 10. maí 2008 LAUGARDAGUR Séra Þór, þú misstir þó ekki hempuna líka? „Nei, ég hélt henni sem betur fer.“ Séra Þór Hauksson varð fyrir því óláni að veski hans og síma var stolið úr skrúð- húsi Árbæjarkirkju í miðri giftingu. Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK SERBÍA, AP Serbneskir þjóðernis- sinnar gengu í gær út af ríkis- stjórnarfundi ásamt leiðtoga sínum, Vojislav Kostunica forsætisráðherra, til að mótmæla samningum við Evrópusambandið og Rússland, sem undirritaðir voru í síðustu viku. Þingkosningar verða í Serbíu á morgun og takast þar á þjóðernis- sinnar, sem spáð er rúmlega þriðjungi atkvæða, og umbóta- sinnar, sem spáð er álíka miklu fylgi, þó heldur minna. Umbótasinnar eru ráðandi í núverandi ríkisstjórn og eru fylgj- andi samningunum, þrátt fyrir andstöðu forsætisráðherrans. - gb Kosið í Serbíu á morgun: Ágreiningurinn harðnar enn FÓLK „Þau eru öll á batavegi,“ segir Guðrún Bjarnadóttir, móðir piltanna í hljómsveitinni Steed Lord sem slösuðust í árekstri á Reykjanesbrautinni fyrir um mánuði. Guðrún segir son sinn, Einar Eðvarðsson, hafa farið verst út úr slysinu af þeim sem voru í bíl hljómsveitarinnar, og að hann sé enn undir læknishöndum þótt Einar sé kominn heim eins og bræður hans tveir, Eðvarð og Erling, og unnusta hans, Svala Björgvinsdóttir söngkona. Aðspurð kveðst Guðrún ekki vita um ástand mannsins sem ók hinum bílnum. „Ég hef spurst fyrir um það en ekki fengið svör. Vonandi er hann á góðum batavegi.“ - gar Svala og Steed Lord: Öll á batavegi STEED LORD Hljómsveitarmeðlimir lentu í alvarlegu slysi á Reykjanesbraut. Fréttablaðið kemur næst út þriðjudaginn 13. maí. Frétta- vefurinn Vísir.is heldur úti öflugri fréttavakt alla helgina. Afgreiðsla smáauglýsinga er lokuð um helgina. Fréttablaðið á hvítasunnu: Kemur næst út á þriðjudag SLYS Harri keyrði fram af kletta- drangi á sleðanum og lenti á nibbu fyrir neðan. Við það kastaðist aft- urendinn í loft upp og þannig fóru þeir fram af hengjunni. Sleðinn kastaðist tíu til fimmtán metra áfram, í fjögurra metra hæð. Niður kominn kútveltist hann og endaði um 35 metrum frá upphafsstað. Slysið varð í Skriðutindum norður af Laugarvatni. Harri, sem er fyrrum björgunar- sveitamaður, var á ferð í tíu manna hópi þegar slysið varð. Hann segir eigin klaufaskap og röð rangra ákvarðana hafa valdið slysinu. Harri brotnaði hvergi og slapp með mar. „Þetta var bara aulaskapur. Ég var á lánssleða frá besta vini mínum og hann er með ansi hátt stýri. Sjálfur er ég tittur þannig að ég réði illa við hann. Ég var á leið upp brekku og ætl- aði að beygja til vinstri. Aðstæður voru hins vegar þannig, mikil sól- bráð og halli í brekkunni sem ég hafði ekki séð, að ég réð ekki við sleðann,“ segir Harri. „Ég reyndi að þvera hlíðina og það hefði kannski gengið hefði ég farið aðeins hraðar, en því miður var ekki svo. Ég fór því fram af klettunum.“ Harri rakst oft í sleðann í loft- inu, sló höfðinu í hann og lenti með bringuna á stýrinu. Á jörðu niðri lenti sleðinn síðan ofan á hinum og valt áfram sína leið. Harri kút- veltist áfram og stöðvaði 35 metr- um frá upphafspunkti, með höfuðið ofan í snjónum. Aðkoman var svakaleg og félög- um Harra leist ekki á blikuna. Þeir eru þó ýmsu vanir enda flestir í björgunarsveit. Bent Helgason veitti Harra fyrstu hjálp á meðan Hallgrímur Óskarsson hringdi á hjálp í NMT-síma. „Mér leist ekk- ert á aðkomuna,“ segir Bent. „Hann átt erfitt með andardrátt og var kalt. Okkur tókst að koma honum í svefnpoka og settum úlpurnar okkar yfir hann. Það var mikilvægt að einangra hann svo hann ofkæld- ist ekki,“ segir Bent. Mestar áhyggjur voru yfir hryggnum á Harra og hve þungt hann átti með andardrátt. Harri kallar ekki allt ömmu sína og hann segist ekki hafa verið hræddur, en er þakklátur félögun- um fyrir rétt viðbrögð. „Ég leiddi hugann aldrei að sjálfum mér í loft- inu, hugsaði bara um lánssleðann. Ég hef nú oft dottið áður en aldrei brotnað. Ég þakka mjólkinni það, hún gerir gæfumuninn. Án hennar væri ég löngu dauður,“ segir Harri, sem er marinn og stífur í hálsi. „Ég kíkti samt í vinnuna daginn eftir og reif aðeins kjaft. Það get ég alltaf.“ kolbeinn@frettabladid.is Hugsaði meira um sleðann en sjálfan sig Harri Kjartansson fór fram af kletti á vélsleða og fékk sleðann ofan á sig. Hann kastaðist 35 metra áfram en segir mjólkina hafa bjargað eigin klaufaskap. BÚRMA, AP Nú, viku eftir að felli- bylurinn Nargis skall á Búrma, hefur aðstoð aðeins borist litlum hluta þeirra sem verst urðu úti. Búrmastjórn neitar enn að hleypa útlensku hjálparstarfs- fólki inn í landið, en ætlar sjálf að sjá um að dreifa þeim matvælum og hjálpargögnum sem berast að utan. Sameinuðu þjóðirnar hættu í gær við að fresta flugi með hjálp- argögn til Búrma. Fyrr um dag- inn hafði gert upptæk tvo flug- vélarfarma af matvælum og öðrum hjálpargögnum, og sögðu Sameinuðu þjóðirnar þá að frekara flugi yrði frestað. „Allur matur og búnaður sem okkur hafði tekist að senda til landsins hefur verið gerður upp- tækur,“ segir Paul Risley, tals- maður Matvælastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. „Þetta er í haldi stjórnarinnar. Við bíðum eftir lausn málsins.“ Meira en ein milljón manna misstu heimili sín þegar fellibyl- urinn Nargis reið yfir landið fyrir viku. Fólkið er margt illa haldið, og þarf nauðsynlega á aðstoð að halda sem allra fyrst. Víða kemst hjálparstarfsfólk þó ekki til fólks þar sem vegir eru lokaðir vegna flóða eða fallinna trjáa. Meira en 65 þúsund manns eru ýmist látnir eða þeirra saknað, að sögn stjórnarinnar, en hjálpar- samtök óttast að tala látinna geti farið yfir hundrað þúsund. Þúsundir barna hafa líklega misst foreldra sína og ástandið versnar með hverri klukkustund- inni sem líður. - gb Búrmastjórn tekur við hjálpargögnum en hafnar enn útlensku hjálparstarfsfólki: Aðstoðin kemst ekki til skila HERFORINGJAR SPJALLA VIÐ LANDS- MENN Thein Sein, forsætisráðherra herforingjastjórnarinnar í Búrma, gaf sig í gær á tal við nokkra munka og aðra íbúa í úthverfum Rangún. NORDICPHOTOS/AFP VARNARMÁL Eiginlegt varnarsam- starf við Bandaríkin heyrir sög- unni til. Þetta fullyrti Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkis- málanefndar Alþingis, á málfundi um varnarmál í Háskóla Íslands í gær. Varnarsamningurinn frá 1951 hefur að hans sögn „enga sjálfstæða þýðingu lengur“. Í þeim samningum sem ritað var undir er Bandaríkjaher yfir- gaf Ísland eftir 55 ára dvöl árið 2006 segir Árni Páll að felist í raun ekki meiri varnarskuldbindingar af Bandaríkjanna hálfu en hvort eð er myndu taka gildi samkvæmt sáttmálum Atlantshafsbandalags- ins ef til ófriðar horfði. „Í samningnum haustið 2006 felst: Bandaríkjamenn líta ekki lengur á það sem hlutverk sitt samkvæmt varnarsamningnum (frá 1951) að sinna neinum verk- efnum sem lúta að Íslandi á friðar- tímum. Með öðrum orðum: Varn- arsamningurinn lýtur bara að ófriðartímum,“ sagði Árni. Það þýði að það langtímavarnar- samstarf sem var og byggðist á samvinnu ríkjanna tveggja á frið- artímum sé lokið og í staðinn sé samningurinn umgjörð um það sem kallað er á hermáli „contin- gency plan“ og þýða má sem við- búnaðaráætlun á hættutímum. Sem slík umgjörð hafi samningur- inn ekki mikið meiri þýðingu en þær viðbúnaðaráætlanir sem hvort eð er myndu taka gildi fyrir allt bandalagið á hættutímum. - aa Varaformaður utanríkismálanefndar á málfundi um varnarmál í Háskóla Íslands: Varnarsamstarfið er liðin tíð ÁRNI PÁLL ÁRNASON Segir varnar- samninginn hafa „enga sjálfstæða þýð- ingu lengur“. FÆREYJAR Lögð hefur verið lokahönd á endurbyggingu Fútastovu í Þórshöfn í Færeyjum, gömlu húsi í miðbænum, þar sem aðalræðisskrifstofa Ísland er til húsa. Samkvæmt því sem fram kemur á fréttavefnum portal.fo voru það tveir sérfræðingar í fornum færeyskum byggingarsið, Martin Mörk og Anngrím Árting, sem höfðu veg og vanda að verkinu. Þeir luku við að tyrfa þak uppgerðs hússins í vikunni. Húsið er friðað og endurbæturn- ar því gerðar í samráði við minjavernd Færeyja, Forn- minnasavnið. - aa Fútastova í Færeyjum: Ræðisskrifstofa undir torfþak FÚTASTOVA Eitt elsta hús Þórshafnar hefur endurheimt fyrra útlit. LJÓSMYND/SOSIALURIN UTANRÍKISMÁL Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun koma í stutta heimsókn hingað til lands í lok maí. Rice endurgeldur þannig heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í apríl. Rice mun ræða við ráðamenn um samskipti landanna og málefni norðurslóða. Hún mun koma hingað til lands frá Svíþjóð, þar sem hún mun sitja ráðstefnu um málefni Íraks á vegum Sameinuðu þjóðanna. - bj Samskiptin við Bandaríkin: Condoleezza Rice til Íslands Ég hef nú oft dottið áður en aldrei brotnað. Ég þakka mjólk- inni það, hún gerir gæfumun- inn. Án hennar væri ég löngu dauður.“ HARRI KJARTANSSON HÚSASMIÐUR GERT KLÁRT Í AÐ HÍFA Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar af ótta við hálsmeiðsl. Félagar hans báru mikið lof á viðbragðstíma hennar. MYND/SVANUR HAFSTEINSSON SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.