Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 22

Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 22
 10. maí 2008 LAUGARDAGUR S igrún Daníelsdótt- ir, sálfræð- ingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, er einn forsvarsmanna Megrunarlausa dagsins sem haldinn var 6. maí síðastlið- inn. Hún er upphafs- maður dagsins hér á landi og hefur staðið að undirbúningi hans í þau þrjú skipti sem hann hefur verið haldinn á Íslandi. Megrunarlausi dagurinn er alþjóð- legt grasrótarverk- efni sem hófst í Bretlandi sem andsvar við megrun- aráróðri. Þess í stað telja aðstandendur dagsins að virðing eigi að vera borin fyrir fólki og því gert kleift að þykja vænt um líkama sinn og líða vel, hvernig sem það er vaxið. Barátta Sigrúnar gegn þessum fitufordóm- um er hennar hjartans mál. Hún hefur veitt miklum tíma í að berjast fyrir hugarfarsbreytingum í þjóðfélaginu svo fólki geti liðið vel í eigin skinni. Hún er sögð hafa yfirgrips- mikla þekkingu á „megrunarheimin- um“, útlitsdýrkun og sálfræðinni sem liggur þar á bakvið, enda sé áhugi hennar á málaflokknum mjög mikill. Sigrún er sögð framtakssöm og nákvæm í vinnu- brögðum og drífa það áfram sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin, afskap- lega réttsýn og fylgin sér í því sem hún stendur fyrir og lætur ekki tala sig út af sinni sannfæringu. Þá er hún sögð á stundum smámuna- söm, helst við sína nánustu en hún hefur óbilandi trú á því sem hún er að gera. Hún vill sjá það besta í fólki og er jákvæð manneskja að upplagi. Sigrún er kurteis og kemur vel fyrir sig orði en er illa við að tjá sig um mál sem hún hefur ekki rannsakað ofan í kjölinn. Því sökkvir hún sér í rannsóknar- niðurstöður og efni sem tengist hugar- efnum hennar hverju sinni. Hún er afskap- lega fróðleiksþyrst í upplýsingar sem tengjast hugarefnum sínum og kann vel við sig í háskólaumhverfinu, en Sigrúnu hefur alltaf gengið vel í skóla. Starf hennar á Barna- og unglingageðdeildinni á mjög vel við hana þar sem það er nátengt hennar helstu áhugamálum. Vegna starfs hennar og áhugamála liggja oft staflar af vísinda- greinum á víð og dreif í kringum hana. Hún tranar ekki sér fram þó hún sé sögð góð forystukona. Þá á betur við hana að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í tölvupóstum en slíka tækni nýtir hún óspart. Hún er sögð þola bull illa og að talað sé í kringum hlutina og finnst best að tala hreint út um mál. Þá er hún sögð sterk týpa og engum lík. Sigrún er sögð taka hlutverk sitt sem uppalanda mjög alvarlega. Hún leggi sig fram við að útskýra sem flest fyrir börnum sínum og þau hafi fyrir vikið mikinn skilning á ýmsum málum. Hún skýri til dæmis vel út fyrir börnum sínum að ekki séu allir eins gerðir en að allir eigi rétt á virðingu. Með því vilji hún sýna hún að börnum sé útlitsdýrkun ekki meðfædd heldur snúist fordómar um uppeldi. Frítíma sínum ver hún að mestu með börnum sínum og fjölskyldu og þá eru sundlaug- arnar vinsælar. Henni finnst mjög gott að vinda ofan af sér með því að horfa á kvikmyndir og finnst gaman að fara í bíó. Sigrún er gamalt partíljón, stuðbolti og góður plötusnúður, þó lítið hafi það nú notið sín hin síðari ár. Hún er sögð góður gestgjafi og fær í að skipuleggja hvers lags uppákomur. Hún á stóran vinkvenna- hóp og ræktar sína vináttu vel. Eins og áður sagði er Sigrún mjög nákvæm, en það hefur hún líka alltaf verið. Dæmi um það er þegar föðurbróðir hennar, þá tvítugur, var að passa hana, en Sigrún var um þriggja ára gömul. Frændinn, sem bjó á heimili foreldra hennar, fékk það hlutverk að fylgja bróðurdóttur sinni á leikskólann þar sem foreldrar hennar voru farnir til vinnu. Góður hluti dagsins fór í að reima uppháa skó Sigrúnar, þar sem henni þóttu skórnir aldrei nógu jafnt reimaðir. Frændinn þurfti því mörgum sinnum að losa reimarnar á skónum og reima þá að nýju. MAÐUR VIKUNNAR Vill sjá það besta í fólki SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR ÆVIÁGRIP Sigrún Daníelsdóttir fæddist í Reykjavík 24. maí 1975. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Norðdahl flugfreyja og Daníel Þórarinsson viðskiptafræðingur. Sigrún er elst þriggja systkyna en á eftir henni koma Daníel Tryggvi Daníelsson viðskiptafræðingur og Dagný Daníelsdóttir. Sigrún hefur alla tíð búið í Reykjavík, utan námsdvalar á Ítalíu. Í fyrstu bjó hún með foreldrum sínum að Efstalandi en árið 1980 fluttust þau að Sogavegi. Eftir að hún fluttist úr foreldrahúsum hefur hún búið í miðbæ Reykjavíkur og í Rauðagerði. Sigrún gekk í Breiðagerðisskóla og síðar Réttarholtsskóla, áður en hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að því loknu fór hún í Háskóla Íslands þar sem hún nam heimspeki og bókmenntafræði en söðlaði fljótlega um og fluttist til Sienna í Toscanahéraði á Ítalíu til að læra ítölsku. Eftir heim- komu frá Ítalíu nam hún sálfræði við Háskóla Íslands. Lauk hún BA-prófi í sálfræði í febrúar 2002 og Cand. psych prófi í sálfræði í júní 2005. Eftir útskrift réðist Sigrún sem sálfræð- ingur hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) þar sem hún er meðal annars sálfræðingur í átröskunarteymi BUGL. Meðal annarra starfa Sigrúnar má nefna rannsóknar- vinnu hjá Rannsóknum og greiningu. Þá vann hún um tíma á ferðaskrifstofu og var flokkstjóri í unglingavinnu. Eiginmaður Sigrúnar er Birgir Þórarinsson, tölvunarfræð- ingur og tónlistarmaður, en hann er einnig þekktur sem Biggi Veira í hljómsveitinni GusGus. Þau eiga tvö börn, átta ára dóttur sem heitir Silja Sóley og þriggja ára son sem heitir Rökkvi. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Sigrún sló í gegn sem plötusnúður í fjöldamörgum veislum þar sem hún mætti með númeraða geisladiska sem hún hafði útbúið með samantekt áhugaverðrar partítónlistar. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hún hefur óbilandi trú á því sem hún er að gera.“ Dagný Daníelsdóttir, systir Sigrúnar. HVAÐ SEGIR HÚN? „Við viljum að það sé borin jöfn virðing fyrir fólki, að öllum sé gert kleift að þykja vænt um líkama sinn og líða vel í honum, hvernig sem þeir eru vaxnir.“ Í Fréttablaðinu, 3. maí 2008. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.