Fréttablaðið - 10.05.2008, Page 68

Fréttablaðið - 10.05.2008, Page 68
● heimili&hönnun Í sátt við umhverfið ● Um áraraðir einkenndist íslenskur byggingarstíll fyrst og fremst af torfi og grjóti. Ís- lenskir bæir féllu vel inn í landslagið og létu yfirleitt lítið fyrir sér fara kúrandi undir hlíðum eða á grænum engjum. Þegar Íslendingar kynntust steinsteypunni breyttist byggingar- stíllinn til muna og oft var lítið hugsað um umhverfið þegar hús voru hönnuð og byggð. Með aukinni umhverfisvitund á undanförnum áratugum hafa arkitektar í auknum mæli leitast við að snúa þeirri þróun við og taka mið af aðstæðum og náttúru við hönnun húsa sinna. Mörg nýleg hús á Íslandi bera vott um þessa þróun og sýna að þegar umhverfið er tekið með í reikninginn verður útkoman oft á tíðum stórkostleg. Einbýlishús við Bakkaflöt í Garðabæ. Hönnun: Högna Sigurðardóttir. Húsið er frá árinu 1968 og markaði tímamót í íslenskri bygg- ingarlist. Nýstárleg efnisnotkun Högnu og skírskotanir í hinn íslenska torfbæ skapa húsinu sérstöðu enda er það af mörgum talið eitt merkasta hús á Íslandi út frá byggingarsögulegu sjónarmiði. Húsið hefur einnig vakið athygli úti í heimi því árið 2000 var það valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldarinnar í Norður- og Mið-Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Býlið Hof á Höfðaströnd. Hönnun: Studio Granda. Húsið myndar eina heild með náttúrunni og því var valinn staður með tilliti til útsýnis, vinda og birtu. Arkitektastofan Studio Granda var tilnefnd til Íslensku sjónlistaverðlaunanna árið 2007, meðal annars fyrir þetta fallega hús. MYND/STUDIO GRANDA Einbýlishús á Jaðri við Selfoss. Hönnun: Vífill Magnússon. Hér eru vísanirnar í hinn íslenska torfbæ augljós- ar og húsin falla vel inn í umhverfi sitt. MYND/VÍFILL MAGNÚSSON Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Hönnun: Fanney Hauksdóttir. Flestir eru sammála um að einstaklega vel hafi tekist til þegar safnaðarheim- ili var byggt við Akureyrarkirkju á árunum 1985 til 1990. Húsið er byggt inn í brekkuna og lætur lítið fyrir sér fara. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Bláa lónið. Hönnun VA Arkitektar. Byggingarnar við Bláa lónið eru geómetrískar og nútímalegar en falla engu síður vel að umhverfi sínu í hrauni og mosa. MYND/RAFN SIGURBJÖRNSSON Einbýlishús við Steinavör á Seltjarnarnesi. Hönnun: Vífill Magnússon. Þetta fallega hús stendur alveg í fjöruborðinu. Hönnunin minnir á burstir gamalla íslenskra bæja. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 10. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.