Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2008, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 10.05.2008, Qupperneq 88
36 10. maí 2008 LAUGARDAGUR Laugavegur H verfisgata Lækjargata Austurstræ ti B ankastræ ti Ingólfsstræti Klapparstí gur Vatnsstígur Vitastígur Laugavegur H verfisgata Laugavegur H verfisgata Frakkastígur Uppbygging miðborgar Reykjavíkur Ónýt eða illa farin hús í miðborg Reykjavíkur eru mörgum til ama og geta að auki skapað hættu. Olav Veigar Davíðsson, blaðamaður ræddi við eigendur nokkurra húsanna um hvað stæði til að gera, hver staðan væri og hvenær áætlað er að framkvæmdum ljúki. Hvað stendur til? Húsin við Laugaveg 4 og 6 eru ásamt húsinu við Skólavörðustíg 1a í eigu Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að húsin verði gerð upp og að þau verði þá sem líkust upprunalegu útliti. Hrólfur Jónsson, sviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum þar sem gert sé ráð fyrir að kjallarar séu grafnir undir húsin. Þá verði byggt við húsin á baklóðum þeirra og hugmyndir séu uppi um að tengja húsin við Laugaveg 4-6 og Skólavörðustíg 1a. Hvar er málið statt? „Það er ekki búið að ganga endanlega frá nýrri deiliskipulagstil- lögu,“ segir Hrólfur en unnið sé að henni. „Við erum jafnframt að skoða hvernig best verður að uppbyggingunni staðið, samhliða deiliskipulagsvinnu.“ Þegar þeirri vinnu sé lokið verði tillagan auglýst og vonast Hrólfur til að það verði sem fyrst. Hvenær lýkur framkvæmdum? Hrólfur segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvenær fram- kvæmdum ljúki þar sem vinnu við skipulag og sé ekki lokið. „En ég geri fastlega ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust.“ ■ LAUGAVEGUR 4-6 Hvað stendur til? Á reitnum er gert ráð fyrir hótelbyggingu, verslunum, veitingastöðum, skemmti- stöðum og skrifstofuhúsnæði auk opins svæðis á miðjum reitnum. Rífa á húsin við Laugaveg 19, 19a og 19b. Einnig húsin við Smiðjustíg 4, 4a og 6 og ef til vill Hverfisgötu 26. Þá á að rífa húsin við Hverfisgötu 28, 32, 32a, 32b og 34. Loks á að rífa húsið við Klapparstíg 30 sem áður hýsti skemmtistaðinn Sirkus. Samkvæmt tillögunni sem nú er unnið etir getur Hljómalindarhúsið, Lauga- vegur 21 hvort sem er verið flutt burt eða fengið að vera áfram á sama stað. „Við erum að leggja upp með það í deiliskipulagi að það verði áfram,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festa, fasteignafélags. Festar fasteignafélag sér um framkvæmdir á reitnum, á flest húsin og öll þau sem til stendur að rífa. Hvar er málið statt? Hanna segir að skipulagsráð borgarinnar hafi, fyrir um mánuði, sæst á að vinna áfram með eina af þremur frumtillögum Festa. Unnið er að deiliskipulagi sem hún bindur vonir við að verði tilbúið í júní. „Þá fer þetta í auglýsingu og við ættum að geta kynnt endanlega hönnun í byrjun september.“ Að því loknu taki við frekari verkfræðivinna sem gæti lokið um næstu áramót og þá sé hægt að byrja jarðvegsvinnu. Festar keyptu fyrstu húsin á reitnum árið 1998 og segist Hanna telja vinnuferlið hafa tekið óvenjulega langan tíma. „Í raun var það ekki fyrr en í fyrra sem hægt var að fara að vinna tillögur að uppbyggingu.“ Hvenær lýkur framkvæmdum? „Við erum að vonast til að framkvæmdir taki á þriðja ár,“ segir Hanna sem þýðir að framkvæmdum ætti að ljúka í byrjun árs 2012. ■ HLJÓMALINDARREITUR - SIRKUSREITUR Hvað stendur til? Pósthússtrætisreitur afmarkast af Pósthússtræti, Skólabrú, Lækjargötu og Austurstræti. Á reitnum eru mörg hús sem hafa menning- ar- og byggingarsögulegt gildi og meðal þeirra Austurstræti 22 og Lækjargata 2 sem skemmdust mikið í eldi 18. apríl 2007. Þau hús eru nú í eigu Reykjavíkurborgar. Samkvæmt deiliskipulagstillögu sem nú hefur verið auglýst er miðað við að gömlu húsin verði færð til eldra horfs eða lagfærð. Einnig er gert ráð fyrir að Nýja bíó verði endurreist á svipuðum stað og það áður stóð. Þá verði bakgarðar húsa á reitnum skipulagðir sem ein heild. Hvar er málið statt? Deiliskipulagstillaga að Pósthússtrætisreitnum er nú í kynningu. Hvenær lýkur framkvæmdum? Samkvæmt Hrólfi Jónssyni, sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, er áætlað að framkvæmdir hefjist á reitnum í síðasta lagi í september. ■ PÓSTHÚSSTRÆTISREITUR Hvað stendur til? Til stendur að gera húsið við Laugaveg 46 upp svo útlit þess verði sem líkast því sem var árið 1905 þegar húsið var byggt. Húsið er í eigu Laka ehf. Þá verða skúrar í bakgarði rifnir og nýbygging byggð við húsið auk þess sem grafinn verður kjallari undir húsið. Á jarðhæð verður verslunar- eða þjónusturými en íbúðir eða skrifstofur á tveimur efri hæðunum. Að sögn var húsið til mikilla vandræða. Þar höfðu útigangsmenn komið sér fyrir en nú er búið að loka því kirfilega. Hvar er málið statt? Á miðvikudag fengust breytingar á deiliskipulagi samþykktar. Að sögn Óla Þórs Barðdal, eiganda Laka er hönnun hússins langt komin en hann keypti húsið í október síðastliðnum. „Ég er búinn að rífa allt innan úr húsinu til að athuga burðarstoðir,“ segir Óli Þór. Hann segir öll leyfi komin frá borginni en aðstæður á markaði geri honum erfitt fyrir. Háir vextir og ónógt aðgengi að lánsfé hafi sett framkvæmdir í bið. „Svo er borgin búin að eyðileggja allt verðmat á Laugaveginum,“ segir Óli Þór og vísar þar til uppkaupa Reykjavíkurborgar á húsum í miðborginni. „Þetta er sjálfhelda sem borgin er búin að koma Laugaveginum í.“ Hvenær lýkur framkvæmdum? Óli Þór segist ekki geta sagt til um hvenær framkvæmdum ljúki. Framkvæmdir hafi átt að vera hafnar en ekkert verði gert fyrr en bankarnir fari að lána. „Þetta er bara ástandið eins og það er og ég bíð.“ ■ LAUGAVEGUR 46 Hvað stendur til? Hús, byggt árið 1902, sem stóð við Laugaveg 74 var flutt þaðan í júní 2007. Það bíður þess að verða gert upp en eftir er að finna því nýjan stað. Í stað þess verður byggt nýtt 1.150 fermetra hús. Á jarðhæð verður verslunar- og þjónusturými en ofan á það koma tvær hæðir með íbúðum. Sú hlið sem snýr að Laugavegi er nákvæm eftirlíking framhliðar eldra hússins. „Mikil vinna var sett í að skrá öll smá- atriði,“ segir Emil Emilsson, annar eiganda Laugavegs 74 ehf. Til dæmis voru allir gluggar gamla hússins myndaðir og teiknaðir upp áður en húsið var flutt svo hægt væri að fylgja í einu og öllu þeirri fyrirmynd. Hvar er málið statt? Emil segir fyrirtækið hafa eignast lóðina fyrir um tveimur og hálfu ári. Þá hafi hönnunarvinna hafist sem tekið hafi mið af gildandi deiliskipulagi. „Sú hönnun víkur ekki í einu eða neinu frá gildandi deiliskipulagi þannig að það var aldrei sótt um undanþágu um eitt eða neitt,“ segir Emil. Eftir flutning gamla hússins hafi jarðvegsframkvæmdir hafist en þær stöðvast vegna vetrarveðurs. Einnig hafi nokkrar tafir orðið á verkinu vegna ónákvæmra upp- lýsinga frá borginni en lóðin hafi verið öðruvísi í laginu en fyrri gögn hafi sagt til um. Því hafi þurft að endurhanna húsið. 18. desember var byggingaleyfi gefið út og eru framkvæmdir hafnar en til stendur að byrja að steypa sökkla hússins á þriðjudaginn. Hvenær lýkur framkvæmdum? „Við áætlum að húsið verði orðið uppreist og lokað í haust,“ segir Emil og bætir við að ástand efnahagsmála ráði miklu um hvenær flutt verði í húsið og full starfsemi komin í gang. Hann telur verk- efnið geta verið fyrirmynd að því hvernig vinna megi sambærileg mál í miðborginni svo sátt náist. ■ LAUGAVEGUR 74 Hvað stendur til? Reiturinn tekur til húsanna við Laugaveg 33, 33a, 33b og 35 auk hússins við Vatnsstíg 4 sem öll á að rífa. Húsin eru í eigu ÁF-húsa ehf. Samþykktur deiliskipu- lagsreitur sýnir 6 þúsund fermetra byggingamagn en áætlanir gera ráð fyrir byggingu tvö þúsund fermetra verslun- arrýmis á fyrstu hæðinni og 25-30 íbúða á þremur hæðum þar fyrir ofan. Vegna halla á Vatnsstíg verður þar innangengt í kjallara hússins sem einnig nýtist sem verslunarrými. „Það er svona hugmyndin en svo getur það breyst með nýjum tillögum,“ segir Ágúst Friðgeirsson, framkvæmdastjóri ÁF-húsa ehf. Hvar er málið statt? Að sögn Ágústs hafa eldri tillögur verið lagðar til hliðar eftir tveggja og hálfs árs viðræður við borgaryfirvöld. Hann segst finna fyrir vilja hjá borginni til að koma málum af stað á ný og nú sé unnið að nýjum útlitstillögum hjá þremur arkitektastofum. Tillög- urnar séu allar miðaðar við gildandi deiliskipulag frá árinu 2003. Þá segir Ágúst áætlað að framkvæmdir hefjist í haust. Hvenær lýkur framkvæmdum? Ágúst segir áætlað að framkvæmdir standi í 18 mánuði til tvö ár svo ef framkvæmdir hefjast í haust ætti þeim að vera lokið haustið 2010. ■ HORN LAUGAVEGS OG VATNSSTÍGS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.