Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 110
58 10. maí 2008 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Breiðhyltingurinn Kristinn Björgúlfsson er mikil flökkukind en þessi lunkni miðjumaður er enn og aftur á faraldsfæti. Hann hefur samið við norska félagið Runar sem hann lék með frá 2005 til 2007. Fyrsta ár Kristins með liðinu féll það en miðjumaðurinn spilaði áfram með liðinu í 1. deildinni og hjálpaði því að komast aftur í hóp þeirra bestu í Noregi. Kristinn yfirgaf síðan herbúðir Runar fyrir síðasta tímabil og fór til Grikklands. Það reyndist engin frægðarför og Kristinn yfirgaf félagið um miðjan veturinn eftir ósætti við þjálfarann. Hann ákvað þá að koma heim og aðstoða uppeldisfélag sitt ÍR við að komast upp í efstu deild en það gekk ekki eftir. „Ég fékk fínt tilboð frá þeim [Runar] og ákvað að slá til. Hef skrifað undir tveggja ára samning. Það er bara tilhlökkun að fara aftur til Noregs. Þekki allt og veit að hverju ég geng sama hvort það er klúbburinn, þjálfar- inn, bærinn eða vinirnir,“ sagði Kristinn sem sagði ekki skemma fyrir að félagið væri líka í Evrópukeppni næsta vetur. Þess utan verður Kristinn þjálfari 18 ára liðs félagsins. - hbg Kristinn Björgúlfsson: Farinn aftur til Noregs HANDBOLTI Það var mikið um dýrð- ir á Broadway í gær þegar lokahóf HSÍ fór fram. Þau Heimir Örn Árnason úr Stjörnunni og Pavla Nevarilova frá Fram voru valin bestu leikmenn vetrarins. Heimir Örn var markahæsti leikmaður N1-deildar karla með 169 mörk og fór fyrir Stjörnuliði sem olli talsverðum vonbrigðum, enda spáð titlinum fyrir mótið. Heimir fékk einnig háttvísiverð- laun HDSÍ. Heimir Örn mun ekki leika með Garðbæingum næsta vetur og fer annað hvort í Val eða FH ef að líkum lætur. Pavla Nevarilova fór á kostum með hinu unga liði Fram sem kom allra liða mest á óvart í vetur, en sá á bak Íslandsmeistaratitlinum þar sem liðið var með lakari stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Stjörnunni. Pavla var frábær í vörn Framara og kom fáum á óvart að hún skyldi verða valinn varnarmaður ársins. Einar Jónsson vann þrekvirki með Pövlu og Framliðið og var vel að því kominn að fá þjálfaraverð- laun ársins líkt og Aron Kristjáns- son sem leiddi Hauka til öruggs Íslandsmeistaratitils í vetur. Svein- ar Arons fengu nokkur verðlaun, og þar á meðal var Gunnar Berg Viktorsson sem fékk hinn eftir- sótta Valdimarsbikar. Þau verð- laun eru kosin af þjálfurum og fara til mikilvægasta leikmanns deildarinnar að þeirra mati. Haukamaðurinn Arnar Péturs- son var varnarmaður ársins og félagi hans Andri Stefan sóknar- maður ársins. Valsmaðurinn Ólafur Haukur Gíslason var mark- vörður ársins og þann titil hjá stúlkunum hlaut Florentina Stanciu úr Stjörnunni. HK-ingurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson var valinn efnileg- asti leikmaðurinn hjá körlunum, en hann sprakk út hjá HK í vetur, líkt og Framstúlkan Stella Sigurð- ardóttir sem var valin efnilegust í kvennadeildinni. Haukastúlkan Hanna Guðrún Stefánsdóttir fékk síðan háttvísiverðlaun HDSÍ, enda ávallt til fyrirmyndar, innan vallar sem utan. henry@frettabladid.is Heimir Örn og Pavla valin best Heimir Örn Árnason úr Stjörnunni og Pavla Nevarilova úr Fram voru valin bestu leikmenn N1-deildanna á lokahófi HSÍ í gærkvöld. Aron Kristjánsson Haukum og Framarinn Einar Jónsson voru þjálfarar ársins. BEST Þau Pavla Nevarilova úr Fram og Stjörnumaðurinn Heimir Örn Árnason þóttu skara fram úr í vetur að mati leikmanna deildanna. Þau voru verðlaunuð á Broadway í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR OG STEFÁN LOKAHÓF HSÍ N1-deild karla: (lið ársins) Markvörður: Egidijus Petkevicius, HK Lína: Einar Ingi Hrafnsson, Fram V. horn: Baldvin Þorsteinsson, Valur V. skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukar Miðja: Andri Stefan, Haukar H. skytta. Rúnar Kárason, Fram H. horn: Arnór Gunnarsson, Valur Þjálfari ársins: Aron Kristjánsson, Haukar Besta umgjörð: Haukar Besti leikmaður: Heimir Örn Árnason, Stjarnan Efnilegasti leikmaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Besti varnarmaður: Arnar Pétursson, Haukar Besti sóknarmaður: Andri Stefan, Haukar Besti markvörður: Ólafur Haukur Gíslason, Valur Valdimarsbikarinn: Gunnar Berg Viktosson, Haukar Besta dómaraparið: Anton Gylfi Páls- son og Hlynur Leifsson. N1-deild kvenna (lið ársins): Markvörður: Florentina Stanciu, Stjarnan Lína: Pavla Nevarilova, Fram V. horn: Dagný Skúladóttir, Valur V. skytta: Alina Petrache, Stjarnan Miðja: Eva Barna, Valur H. skytta: Stella Sigurðardóttir, Fram H. horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan Þjálfari ársins: Einar Jónsson, Fram Besta umgjörð: Valur Besti leikmaður: Pavla Nevarilova, Fram Efnilegasti leikmaður: Stella Sigurðar- dóttir, Fram Besti varnarmaður: Pavla Nevarilova, Fram Besti sóknarmaður: Eva Barna, Val Besti markvörður: Florentina Stanciu, Stjarnan KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson er ekki öruggur með að spila áfram með ítalska liðinu Lotto- matica Roma. Aðalástæðan er óvissa um framtíð bosníska þjálf- arans Jasmin Repesa. Næst á dag- skrá hjá Jóni Arnóri er að klára úrslitakeppnina og komast síðan í smá sumarfrí áður en undirbún- ingurinn byrjar með landsliðinu. „Það er ekki öruggt að ég verði áfram. Ég er með samning á borð- inu sem ég er ekki búinn að sam- þykkja. Það er verið að ganga frá þessu en við fórum að heyra ein- hvern orðróm um að þjálfarinn ætlaði að skipta um lið. Ég var svolítið smeykur um að vera áfram þá en þetta er allt í biðstöðu. Ég er ekkert stressaður yfir þessu máli og reyni bara að hugsa sem minnst um þetta yfir úrslitakeppn- ina,” segir Jón Arnór sem er mjög ánægður með Jasmin. „Hann er rosalega góður þjálf- ari í alla staði. Hann er mjög þægi- legur og góður karl þótt að hann sé síðan alveg snarbilaður inn á milli sem þarf. Ég þekki hann vel og ber mikla virðingu fyrir honum og ég held að það sé öfugt líka. Við tveir eigum rosalega gott sam- band og vitum alveg hvað við fáum frá hvorum öðrum,” segir Jón Arnór sem kann einnig mjög vel við sig í söguborginni. „Þeir létu mig vita strax fyrir fimm mánuðum að þeir vildu gera samning við mig aftur og þetta hefur gengið hægt. Ég var kannski of afslappaður og þeir héldu að ég væri bara klárlega að koma til þeirra. Ég ætla bara að spila körfu og svo læt ég bara umboðsmenn- ina um hitt. Ég er rosalega ánægð- ur í Róm og ánægður með klúbb- inn. Það er gert vel við okkur, ég er ánægður með þjálfarann og liðið og gæti því vel hugsað mér að vera hér eitthvað áfram,” segir Jón Arnór en þetta er fyrsta tíma- bilið hans sem atvinnumaður þar sem hann spilar tvö tímabil í röð með sama liðinu. Jón Arnór ætlar að vera á fullu með landsliðinu í sumar. „Mér líst vel á landsliðið. Ég fékk heimsókn frá Friðrik Inga Rúnarssyni og Sigurði Ingimund- arsyni og við settum niður og ræddum málin. Ég er mjög vel stemmdur fyrir þau verkefni og líst vel á riðilinn. Ég held að við eigum möguleika ef við náum að æfa vel og verðum með gott leik- kerfi. Við verðum vonandi með okkar sterkasta lið, og ef svo verður þá er ég mjög spenntur,” segir Jón Arnór en fyrsti leikur Lottomatica í úrslitakeppninni er á morgun. - óój Jón Arnór Stefánsson og framtíð hans hjá ítalska körfuboltaliðinu Lottomatica: Ekki öruggt að Jón Arnór spili áfram í Róm á næsta tímabili ÆTLAR AÐ SPILA KÖRFU Jón Arnór Stefánsson ætlar að einbeita sér að körfuboltan- um og bíða með að klára nýjan samning við Lottomatica. FRÉTTABLAÐIÐ/GRAZIANERI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.