Fréttablaðið - 28.08.2008, Page 25

Fréttablaðið - 28.08.2008, Page 25
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 25 Uggur er í stofnfjáreigend- um Sparisjóðs Svarfdæla vegna lána sem þeir tóku við stofnfjáraukningu. Eigið fé sparisjóðsins hefur rýrnað mikið. „Mér finnst það eðlilegur hlutur að fólk hafi áhyggjur þegar stað- an er eins og hún er á fjármála- mörkuðum,“ segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Spari sjóðs Svarfdæla á Dalvík. Margir stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla eru ugg- andi vegna lána sem þeir tóku til að fjármagna stofnfjáraukningu sjóðsins. Stofnfé sjóðsins var átján millj- ónir króna, en ákveðið var að auka það um 500 milljónir til við- bótar. Stofnfjáreigendurnir eru um 150. Samkvæmt heimildum Markaðarins gekkst sjóðurinn sjálfur fyrir því að Saga Capital lánaði þeim stofnfjáreigendum sem á þurftu að halda fyrir aukn- ingunni. Flestir stofnfjáreigendur tóku þátt í aukningunni, en hún nam um 3,5 milljónum króna á mann. Flestir munu hafa fjármagnað aukninguna með lánum, en sum þeirra eru í erlendri mynt. Gengi krónunnar hefur lækkað umtals- vert frá áramótum og eru dæmi um að höfuðstóll svona láns sé kominn fast að fimm og hálfri milljón. Þessi þróun, ásamt rýrn- andi eigin fé sparisjóðsins, valdi fólki miklum áhyggjum. Friðrik staðfestir að menn hafi komið að máli við sig vegna þessa. „Fólk þarf hins vegar ekk- ert að óttast,“ segir hann. Eigið fé Sparisjóðs Svarfdæla hefur rýrnað „óþægilega mikið,“ segir Friðrik. Eigið fé sjóðsins nam um tveimur og hálfum millj- arði króna í fyrrasumar. Friðrik segir að staðan verði þó ekki birt fyrr en með hálfsársuppgjöri í næsta mánuði. Þetta skýrist að mestu leyti af slæmu gengi Exista, en þar fjárfesti sparisjóð- urinn umtalsvert, í gegnum félag- ið Kistu. Einnig var fjárfest í öðrum félögum. „En ég legg áherslu á að það er engin hætta á ferðum enn sem komið er,“ segir Friðrik. Samþykkt var í fyrrahaust að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. „Við tökum annan snúning á því í september,“ segir Friðrik. Hann staðfestir að undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við KEA um kaup á hlutafé í sparisjóðnum. „Hún er í fullu gildi. Þetta verða umtals- verðir fjármunir þegar þar að kemur.“ ingimar@markadurinn.is Stofnfjáraukning sligar lántakendur FISKIDAGURINN MIKLI Á DALVÍK Fiskidagurinn mikli var að venju haldinn hátíðlegur á Dalvík fyrr í þessum mánuði. Í bæjarfélaginu er uggur í stofnfjáreigendum vegna lána sem þeir hafa tekið við aukningu stofnfjár. MYND/GUÐMUNDUR EINAR „Verðbólgan hefur jákvæð áhrif á okkur, þó ekki í sama mæli og hjá viðskiptabönkun- um,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP fjárfestingarbanka. Bankinn skilaði ríf- lega einum og hálfum milljarði króna í hagn- að á fyrri helmingi árs- ins. Það er ríflega þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans nema um helmingi hagn- aðarins en þær næstum fjórföld- uðust frá sama tíma í fyrra. Hagn- aður á hvern hlut var 1,43 krónur á fyrri helmingi ársins samanborið við 1,04 krónur í fyrra. „Við erum af þeirri stærð að við getum breytt um stefnu tiltölu- lega hratt,“ segir Styrmir og bætir því við að verðtryggðar eignir séu meira áber- andi í eignasafni bank- ans en áður. Hann býst ekki við að breyting verði á. „Við sjáum áfram nokkurn verð- bólguhraða.“ Gengishagnaður af fjármálastarfsemi hjá bankanum jókst um rúm átta prósent og nam hátt í 700 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Eiginfjárhlutfall MP fjárfestingarbanka er nú tæp þrjá- tíu prósent og hefur aukist lítil- lega frá áramótum. Þá hafa heild- areignir bankans aukist um tæpan þriðjung á sama tíma og nema rúmlega 68 milljörðum króna. Laust fé samkvæmt uppgjörinu nemur tæpum ellefu milljörðum króna. - ikh Verðbólgan eykur hagnaðinn hjá MP STYRMIR ÞÓR BRAGASON „Hér er í raun aðeins um sameiningu vöru- merkja að ræða og er hún síðasta stigið í sam- einingu þessara fyrir- tækja sem hófst fyrir tveimur árum,“ segir Jón Ómar Erlingsson, nýr framkvæmdastjóri Odda. Hinn 1. október sameinast Kassagerð- in, Prentsmiðjan Gut- enberg og Oddi undir vörumerki Odda. Fyrirtækin hafa öll verið í eigu Kvosar hf. síðan árið 2006. Að sögn Jóns mun sameiningin ekki leiða til mikilla uppsagna. Stjórnunarstörfum fækki en sölu- störfum fjölgi. Tilgangurinn sé að auðvelda markaðssetn- ingu, en sameiginleg markaðshlutdeild fyrir- tækjanna þriggja mun vera 35 til 40 prósent. Þá segir Jón að fyrir- tækið Prentun.com, sem einnig er í eigu Kvosar, muni á næstunni renna inn í Odda. Prentsmiðjan Guten- berg er elsta prentsmiðja landsins með óslitna sögu frá 1904, en mun við breytinguna hverfa af markaði. Jón útilokar þó ekki að vörumerk- in Gutenberg og Kassagerðin kunni að verða endurvakin síðar. Jón Ómar var áður framkvæmda- stjóri Kassagerðarinnar. - msh Vörumerki sameinuð JÓN ÓMAR ERLINGSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.