Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 25 Uggur er í stofnfjáreigend- um Sparisjóðs Svarfdæla vegna lána sem þeir tóku við stofnfjáraukningu. Eigið fé sparisjóðsins hefur rýrnað mikið. „Mér finnst það eðlilegur hlutur að fólk hafi áhyggjur þegar stað- an er eins og hún er á fjármála- mörkuðum,“ segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Spari sjóðs Svarfdæla á Dalvík. Margir stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla eru ugg- andi vegna lána sem þeir tóku til að fjármagna stofnfjáraukningu sjóðsins. Stofnfé sjóðsins var átján millj- ónir króna, en ákveðið var að auka það um 500 milljónir til við- bótar. Stofnfjáreigendurnir eru um 150. Samkvæmt heimildum Markaðarins gekkst sjóðurinn sjálfur fyrir því að Saga Capital lánaði þeim stofnfjáreigendum sem á þurftu að halda fyrir aukn- ingunni. Flestir stofnfjáreigendur tóku þátt í aukningunni, en hún nam um 3,5 milljónum króna á mann. Flestir munu hafa fjármagnað aukninguna með lánum, en sum þeirra eru í erlendri mynt. Gengi krónunnar hefur lækkað umtals- vert frá áramótum og eru dæmi um að höfuðstóll svona láns sé kominn fast að fimm og hálfri milljón. Þessi þróun, ásamt rýrn- andi eigin fé sparisjóðsins, valdi fólki miklum áhyggjum. Friðrik staðfestir að menn hafi komið að máli við sig vegna þessa. „Fólk þarf hins vegar ekk- ert að óttast,“ segir hann. Eigið fé Sparisjóðs Svarfdæla hefur rýrnað „óþægilega mikið,“ segir Friðrik. Eigið fé sjóðsins nam um tveimur og hálfum millj- arði króna í fyrrasumar. Friðrik segir að staðan verði þó ekki birt fyrr en með hálfsársuppgjöri í næsta mánuði. Þetta skýrist að mestu leyti af slæmu gengi Exista, en þar fjárfesti sparisjóð- urinn umtalsvert, í gegnum félag- ið Kistu. Einnig var fjárfest í öðrum félögum. „En ég legg áherslu á að það er engin hætta á ferðum enn sem komið er,“ segir Friðrik. Samþykkt var í fyrrahaust að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. „Við tökum annan snúning á því í september,“ segir Friðrik. Hann staðfestir að undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við KEA um kaup á hlutafé í sparisjóðnum. „Hún er í fullu gildi. Þetta verða umtals- verðir fjármunir þegar þar að kemur.“ ingimar@markadurinn.is Stofnfjáraukning sligar lántakendur FISKIDAGURINN MIKLI Á DALVÍK Fiskidagurinn mikli var að venju haldinn hátíðlegur á Dalvík fyrr í þessum mánuði. Í bæjarfélaginu er uggur í stofnfjáreigendum vegna lána sem þeir hafa tekið við aukningu stofnfjár. MYND/GUÐMUNDUR EINAR „Verðbólgan hefur jákvæð áhrif á okkur, þó ekki í sama mæli og hjá viðskiptabönkun- um,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP fjárfestingarbanka. Bankinn skilaði ríf- lega einum og hálfum milljarði króna í hagn- að á fyrri helmingi árs- ins. Það er ríflega þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans nema um helmingi hagn- aðarins en þær næstum fjórföld- uðust frá sama tíma í fyrra. Hagn- aður á hvern hlut var 1,43 krónur á fyrri helmingi ársins samanborið við 1,04 krónur í fyrra. „Við erum af þeirri stærð að við getum breytt um stefnu tiltölu- lega hratt,“ segir Styrmir og bætir því við að verðtryggðar eignir séu meira áber- andi í eignasafni bank- ans en áður. Hann býst ekki við að breyting verði á. „Við sjáum áfram nokkurn verð- bólguhraða.“ Gengishagnaður af fjármálastarfsemi hjá bankanum jókst um rúm átta prósent og nam hátt í 700 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Eiginfjárhlutfall MP fjárfestingarbanka er nú tæp þrjá- tíu prósent og hefur aukist lítil- lega frá áramótum. Þá hafa heild- areignir bankans aukist um tæpan þriðjung á sama tíma og nema rúmlega 68 milljörðum króna. Laust fé samkvæmt uppgjörinu nemur tæpum ellefu milljörðum króna. - ikh Verðbólgan eykur hagnaðinn hjá MP STYRMIR ÞÓR BRAGASON „Hér er í raun aðeins um sameiningu vöru- merkja að ræða og er hún síðasta stigið í sam- einingu þessara fyrir- tækja sem hófst fyrir tveimur árum,“ segir Jón Ómar Erlingsson, nýr framkvæmdastjóri Odda. Hinn 1. október sameinast Kassagerð- in, Prentsmiðjan Gut- enberg og Oddi undir vörumerki Odda. Fyrirtækin hafa öll verið í eigu Kvosar hf. síðan árið 2006. Að sögn Jóns mun sameiningin ekki leiða til mikilla uppsagna. Stjórnunarstörfum fækki en sölu- störfum fjölgi. Tilgangurinn sé að auðvelda markaðssetn- ingu, en sameiginleg markaðshlutdeild fyrir- tækjanna þriggja mun vera 35 til 40 prósent. Þá segir Jón að fyrir- tækið Prentun.com, sem einnig er í eigu Kvosar, muni á næstunni renna inn í Odda. Prentsmiðjan Guten- berg er elsta prentsmiðja landsins með óslitna sögu frá 1904, en mun við breytinguna hverfa af markaði. Jón útilokar þó ekki að vörumerk- in Gutenberg og Kassagerðin kunni að verða endurvakin síðar. Jón Ómar var áður framkvæmda- stjóri Kassagerðarinnar. - msh Vörumerki sameinuð JÓN ÓMAR ERLINGSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.