Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 7
RÉTTUR
83
yrði rústir á borð við Stalingrad eftir örstuttan leik. Og mannfólk-
ið sjálft — það dýrmætasta af öllu — hvað yrði um það í slíkum
hildarleik? Ef til vill yrði meginið af því flutt til Ameríku, þar sem
það hyrfi á tveim kynslóðum í þjóðasæginn með rómantíska ást á
týndri þjóð og furðulegri sögu hennar, — ef til vill héldist eitt-
hvað við í afskekktum dölum á Islandi og vekti hjá leiði þjóðar-
innar og flytti þeim nýbyggjum, sem landið næmu eftir hildarleik-
inn mikla, söguna af því hvernig „vélamenning auðsins“ eyddi
þeirri þjóð, sem fátækt, hungur, hafís og eldur ekki gat drepið.
Þeim, sem finnast þessar hugleiðingar órar einir, ættu að íhuga,
hvort nokkur hefðu trúað því 1930, að eftir áratug væri húið að
uppræta Gyðinga í Þýzkalandi, — eða 1941 að á tveim árum
þýzku innrásarinnar í Sovétríkin hefði 30 milljónum íbúa af 60—
70 milljónum manna á herteknu svæðunum verið tortímt. — Hverju
inætti þá ísland búast við, ef um landið yrði harizt og það gengi
á víxl úr greipum hernaðaraðilja? Sannleikurinn er, að það eru
fleiri en við, sem sjáum þessa hættu. Wallace varaforseti Bandaríkj-
anna, varaði nýlega við því, að 3. heimsstríðið kynni að hljótast
af því, ef afturhaldið sigraði í Bandaríkjunum.
Það er ekki aðeins um sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar að tefla,
ef til styrjaldar kæmi milli Ameríku og Evrópu. Sjálf tilvera ís-
lendinga, sem þjóðar, er í veði.
Aldrei hefur hvílt þyngri áhyrgð á herðum íslenzkrar kynslóðar
en þeirrar, sem nú næstu mánuði og ár ákvarðar örlög vor, að svo
miklu leyti, sem vér fáum þeim sjálf ráðið. Aldrei hefur oltið meir
á því að íslandi væri stjórnað einvörðungu með tilliti til hagsmuna
og framtíðar þjóðarheildarinnar, en án tillits til sérhagsmuna vold-
ugra einstaklinga hennar, — stjórnað sem algerlega sjálfstæðu
landi án þess að láta erlenda drottna ná tökum eða tangarhaldi á
þjóð eða landi.
Aðeins með slíku móti, með þeirri framsýni og varkárni, er ger-
ir ráð fyrir því versta, því það góða skaði ekki, er von til þess að
stýra landinu fram hjá þeim öldum, er upp rísa, ef heimsdrottn-
unarstefna í fasismastíl yrði ofan á í Ameríku.