Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 25
RÉTTUR
101
misst hafa ríkissjálfstæði, er það fremsta verkefni stéttvísra verka-
manna og allrar alþýðu að hefja vopnaða haráttu. er snúist upp í
þjóðfrelsisstríði gegn Þýzkalandi Hitlers. í annan stað hefur það
komið æ betur í ljós, að frelsisstrið þjóðanna gegn harðstjórn Hitl-
ers, sem hefur komið róti á allan þorra þjóðanna og sameinað þær
án tillits til flokka eða trúarbragða innan hins máttuga liandalags
gegn Hitler, að allsherjar þjóðaruppreisn og vígbúnaður allrar
þjóðarinnar verður þá fyrst framkvæmdur með góðum árangri.
er forustusveit verkalýðsins í sérhverju landi vinni innan takmarka
síns eigin lands.
Sjöunda þing Alþjóðasambands kommúnista, sem háð var 1935,
tók þá þegar tillit til þeirrar hreytingar, sem orðin var á högum
alþjóðamálefna og verkalýðshreyfingarinnar, svo að nauðsyn har
til, að deildir Alþjóðasambandsins hefðu fullt athafnafrelsi til að
leysa úr þeim vandamálum, er þeim bærust að höndum. Þingið
lagði ríkt á við framkvæmdanefnd Alþjóðasambandsins að gera
sér það að reglu að forðast öll afskipti af skipulagsmálefnum
kommúnistaflokkanua inn á við, þegar ráðið væri fram úr málum
verkalýðshreyfingarinnar, er ættu rót sina að rekja til sérstakra
aðstæðna í hverju landi. Þessa afstöðu tók og Alþjóðasamband
kommúnista í sambandi við ályktun Kommúnistaflokks Bandarikj-
anna í nóvember 1940, er hann sagði sig úr Alþjóðasambandinu.
Kommúnistar hafa aldrei verið þess hvetjandi, að haldið væri í
skipulagsform, sem eru orðin úr sér gengin, og hafa í þeim efnum
farið að dæmi Marx og Lenins. Þeir hafa jafnan skipað skör lægra
skipulagsformum verkalýðshreyfingarinnar og slarfsaðferðum
slíkra samtaka en pólitískum hagsmunum hreyfingarinnar í heild
og tekið tillit til hinna sérstöku sögulegu aðstæðna og viðfangsefna
þeirra, er þessar sögulegu aðstæður hafa skapað.
Þeir minnast fordæmis hins mikla Marx, sem sameinaði stétt-
vísustu verkamennina í alþjóðasambandi vinnandi manna, og er
Fyrsta alþjóðasambandið hafði lokið sögulegu hlutverki sínu og
lagt grundvöll að þróun verkamannaflokka í löndurn Evrópu og
Ameríku, og er fjöldaflokkar voru komnir á fót í einstökum lönd-