Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 18
94
RÉTTUR
vík til New York, aðeins 3 tíma ferð til London. Reykjavík er nær
New York en Sauðárkrókur var Akureyri fyrir 50 árum. Vér erurn
í alfaraleið þjóðanna, máski í einum áfangastað loftferða nútímans.
Utanríkispólitík íslands miðast fyrst og fremst við þarfir og
hagsmuni Islendinga sjálfra. Og það, sem vér þörfnumst fyrst og
fremst, er vinátta allra þjóða, sem vér höfum skipti við, eða geta
einhverju um velferð vora ráðið út í frá. Engin þjóð á eins mikið
undir erlendum markaði hlutfallslega og vér Íslendingar. Engin
þjóð hefur því meiri hag af alþjóðlegri samvinnu um að hindra
kreppurnar og tryggja framleiðslu þjóðanna en vér.
Það væri því herfilega misráðið af oss að ætla að miða utan-
ríkispólitík vora við fjandskap við einhverja vissa þjóð, eða órofa
bandalag við aðra.
Þótt vér höfum t. d. ástæðu til þess að óttast auðvald Vestur-
heims og hve uppivöðlslusamir íslenzkir fasistar gerast nú í áróðri
fyrir það, þá væri það í senn fávizka og ógæfa mikil, ef vér þess
vegna færum að fjandskapast við Vesturheim og þjóðir þær, sem
hann byggja.
Er ekki einmitt Ameríka það land, sem vér getum tekið oss til
fyrirmyndar um tækni, verkhyggni og vinnuaðferðir?
Og þótt vér stöndum föstum fótum í menningu Evrópu, ættum
vér þá að gleyma því, hvern þráð vér höfum sjálfir tengt milli
Evrópu og Ameríku, þó smáir séum?
Og þó oss, eins og þorra Ameríkumanna líka, myndi hrjósa hug-
ur við, ef fasistaafturhald yrði þar ofan á, — munum vér samt ekki
minnast þess ætíð, að þegar kúgur. svarf að íslendingum á síð-
ustu öld, þá var Ameríka með „landrýmið sitt mikla“ athvarf fjölda
dáðadrengja? Aldrei skal það firnast með þjóð vorri, að „vest-
ræn óhyggð“ veitti einhverjum stórbrotnasta íslending, sem fæðzt
hefur, möguleika til æðsta þroska, sem nokkur af voru skáldakyni
hefur náð — þegar andans Akrahreppur á íslandi hefði að öllum
líkindum stýft vængi Stephans G. svipað og Bólu-Hjálmars.
En vér gleymum heldur ekki því, að ef yfirdrottnunarstefna fas-
isma drottnar í Ameríku og á íslandi, þá eru fangabúðir og byssu-
kúlur slíkum mönnum vísar.