Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 29
KÉTTUK
105
byggja ríki með nýju sniði og urðu að verja þessa hrjúfu bygg-
ingu með vopn í hönd gegn árásum erlendra og innlendra fjand-
manna. Jörð allrar Evrópu brann undir fótum valdhafanna, fæð-
ingarhríðir byltingarinnar voru miklar og örðugar. í nýlendunum
ólgaði og sauð, í ánauðugum ríkjum Asíu reis alda þjóðfrelsisbar-
áltunnar úr kyrrahafi austrænnar ládeyðu. Alþjóðasamband
kommúnista sameinaði frá upphafi þessa tvo strengi í móðu bylt-
ingarinnar. Það sameinaði stéttarbaráttu þroskaðasta hluta verka-
lýðsins í auðvaldslöndum Evrópu og Ameríku og frelsis- og sjálf-
stæðisbaráttu undirokaðra nýlenduþjóða. Þótt ár og aldir líði mun
þessarar pólitísku konungshugsunar Alþjóðasamhandsins jafnan
verða minnzt.
Vonir þær, sem höfundar Alþjóöasambands kommúnista höfðu
gert sér um sigursæla sósíalíska hyltingu í Evrópu, rættust ekki.
Innviðir hins borgaralega þjóðfélags reyndust traustari áhlaupa-
mætti þeirra, er að sóttu. Heimur auðvaldsins skreið saman aftur
og sleikti sár sín, örfá veltiár nægðu til þess að vekja mönnum
þá tálsýn, að auðvaldsskipulagið mundi eiga miklu langlífi að
fagna, að það mundi vaxa að velmegun, vizku og mannúð með
ellinni, að hinn syndugi öldungur mundi nú loks láta undan töfr-
um hreinlífisins. Annað alþjóðasambandið og flokkar þess voru
formælendur þessara tálvona.
En Alþjóðasamband konnnúnista þreyttisl aldrei á að brýna
það fyrir flokkum sínum og alþýðu alls heims, að velmegun auð-
valdsskipulagsins væri sjónblekking, stundarfyrirbrigði, er bráð-
lega mundi hverfa, að öldungurinn hefði ekki hrakið syndina úr
liinu hruma holdi sínu. Á þessum árum lærðu kommúnistaflokk-
arnir að starfa á meðal múgsins, þótt þeir hefðu storminn í fangið.
Árið 1928 sagði 6. þing Alþjóðasambands kommúnista það fyrir,
að atvinnuleg kreppa væri í nánd, að hin pólitísku átök stéttanna
mundu færast í aukana, að hagsmunatogstreita stórveldanna mundi
harðna, að ný byltingaralda mundi rjsa úr hafi og styrjaldarhætt-
an svífa að í annaÖ sinn. Þetta þóttu firn mikil og hrakspár. Hví-
líkt brjálæði, að spá gjörningaveðri þegar hvergi sást ský á himni!
En ári síðar, haustið 1929, skall heimskreppan á og gerði að engu