Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 21
RÉTTUR
97
íslending neita um framhaldsmenntun, þó þeir svo allir vildu
verða stúdentar. Að neita unglingi um aðgang að skóla, er fanta-
skapur við hann og svik við þjóðina. Að hundelta og ofsækja
beztu skáld og menningarfrömuði þjóðarinnar er tilræði við sjálft
líf þjóðar vorrar. Að loka skólunum fyrir æskunni og prentsmiðj-
um og útgáfufyrirtækjum fyrir efnilegum skáldum og rithöfundum
eru skemmdarverk fasista, sem granda vilja frelsi og menningu
þjóðarinnar, til þess að gera hana að viljalausu verkfæri í hendi
innlendra harðstjóra og erlendra yfirdrottnara þeirra.
A tímum reynslunnar er það manngildi, þroski og menning hvers
einasta einstaklings, sem þjóðin verður að treysta á. Hafi hún van-
rækt eða sett hjá einhverja einstaklinga, þá hefnir það sín á henni
þá — og hafi hún gert slíkt í stórum stíl, þá getur hún liðið undir
lok vegna þess. Andlegur og siðferðilegur mótstöðukraftur hverrar
þjóðar gegn kúgun vex í sama hlutfalli og hún veitir fleiri einstak-
lingum örugga afkomu, frelsi og menningu. A þann hátt var skap-
aður með sovétþjóðunum sá máttur, sem Þjóðverjar undruðust
mest við vörn Stalingrad, svo þeir sögðu að þar væri eigi við
mennska menn að eiga, — slík var hugprýðin, hinn andlegi mót-
stöðukraftur, hinn óhilandi vilji til að varðveita frelsi sitt, þjóð-
erni og manngildi.
Það er slíkur máttur, sem vér Islendingar þurfum að eignast.
Það er slík meðvitund, sem þarf að verða sameign þjóðar vorrar
allrar. Þá er von um að íslendingar lifi af allt, sem yfir þá kynni
að dynja, ef illa fer og friður helzt ekki í heiminum eftir þetta
stríð.
En undir þetta verðum vér að húa oss nú þegar meðan frelsi og
tækifæri er. Það frelsi, sem nú er, og það friðartímabil, sem verð-
ur eflir stríðslok í Evrópu, langt eða skannnt, verðum vér að nota
til hins ýtrasta. Sá hrosshófur, sem fasisminn hefur rekið frarn í
Degi og Vísi, er oss viðvörun um það, að búast má við snarpri sókn
þessa afturhalds, til þess að reyna að eitra hug þjóðarinnar, spilla
henni og gera liana þýlynda og undirgefna, þægilega íbúa þess
lands, sem bara á að vera áhrifasvæði drottnunargjarns auðvalds
og stökkbretti þess til nýs stríðs. Það er engin tilviljun, að sömu