Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 41
RÉTTUR
117
lægnislega og ón óþarfa hátíðleiks: „Að markmiði mínu verð ég að
stefna, hvernig sem viðrar; ég má ekki láta viðgangast að borgara-
þjóðfélagið breyti mér í peningaframleiðsluvél.“ í stað Hefaistos-
fleyga meitlaði þessi Promeþeifur i hengiflugunum harðan vilja,
sem með öryggi segulnólarinnar benti á göfugasta markmið mann-
kynsins. Allt eðli hans er sveigjanlegt stál. Ekkert getur aðdáunar-
verðara en þegar Marx, oft í sama bréfinu, sýnilega beygður af
sárustu eymd, rís af furðulegu fjaðurmagni til fangbragða við hin
erfiðustu úrlausnarefni, með sálarró hugsuðs er lifir fjarri öllum
veraldaráhyggj urn.
En Marx var ekki tilfinningarlaus fyrir höggum þeirn er á hon-
um dundu í ofsókn borgaraþjóðfélagsins. Það væri heimskulegt
kaldlyndi að hugsa: Ilvað saka þjáningar slíkar og þær er Marx
varð að þola, einmitt snillinginn, sem aldrei er metinn að verðleik-
um hvort sem er fyrr en af eftirkomendunum? Jafn hégómleg og
sú skriffinnska er, sem miðast við það eitt, að sjást helzt daglega
á prenti, jafn nauðsynlegt er það hverjum skapandi anda að vinna
þróun sinni nægilegt svigrúm og öðlast nýtt þrek til nýrrar sköpun-
ar af því bergmáli, sem hún vekur. Marx var ekkert dyggðablóð
eins og þau gerast í lélegum skáldsögum og leikritum, heldur lífs-
glaður maður í Lessingsniðum, og því hvarflar einnig að honum
sú kennd, er Lessing minnist á, er hann ritar frá banabeði bezta
æskuvini sínum: „Ég held jrú jrekkir mig ekki að Jrví að æskja eftir
frægð. En þótt sá kuldi, er heimurinn notar til að hegna mönnum,
sem ekki meta hann að verðleikum, deyði sjaldnast, nægir hann til
þess að maður stirðni.“ Það er sama beizkjan og í orðum Marx
rélt fyrir fimmtugsafmælið: Hálf öld að baki og enn blásnauður!
Og eitt sinn óskar hann sér hundrað faðma niður í jörð fremur
en halda áfram að skrimta eða er það brýzt úr brjósti hans eins og
örvæntingaróp, að hann vildi ekki vita versta óvin sinn lenda í
þeirri ófæru, sem hann hefði setið í síðustu átta vikurnar, — og
jafnframt var liann sárreiður að vita gáfur sínar ganga til Jrurrðar
og starfsorkuna minnka í baráttunni við Jrennan hégóma.
Marx varð samt aldrei neinn „bölvaður ræfill“ eins og hann titl-
aði sjálfan sig einhverntíma, og því gat Engels sagt með réttu. að