Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 42

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 42
118 RÉTTUR frá vini hans hefðu aldrei heyrzt harmatölur. Marx hélt því fram, að hann væri harðger að upplagi, en víst er um það, að harðari varð hann við höggin á steðja hinna óblíðu lífskjara. Hin glaða heiðríkja, sem hvílir yfir æskuritum hans, víkur meir og meir fyrir þungum óveðursskýjum, þaðan sem hugsunum hans lýstur niður líkt og tendrandi eldingum, og dómar hans um andstæðinga og oft um vini engu síður, urðu hárbeittir svo ekki þurfti viðkvæmar sálir til að sviði undan. Þeir sem af þeim sökum niðruðu honum sem lilfinningalausum lýðskrumara eru ekki síður — ef ekki fremur — á villigötum en þær frómu undirforingjasálir, er sjá ekki annað en óskeikulan stofuspeking í þessari miklu bardagahetju. Bandalag sem hvergi á sinn líka Samt átti Marx ekki sigur lífs síns eingöngu risaafli sínu að ]>akka. Eftir öllum mannlegum mælikvörðum hefði hann sennilega farizt að lokum, á einn eða annan veg, ef hann hefði ekki eignazt vin á borð við Engels, en um fórnarlund hans og tryggð hefur maður fyrst fengið skýra mynd við birtinguna á bréfum þeirra. Yinátta þeirra á hvergi sinn líka í ritaðri sögu. Það er engin þurrð í sögunni, ekki heldur í þýzkri sögu, á dæmum um tvo vini, er áttu svo samtvinnað ævistarf, að ekki er hægt að segja hvað er annars verk, en alltaf hefur loðað við eimur af sjálfshyggju og ein- þykkni, eða aðeins dulið ógeð á því að afsala sér sjálfi sínu, sem er „jarðarbarna æðsta yndi“, með orðum skáldsins. Við nána at- hugun verður séð að Lúther áleit Melanchton í rauninni veikgeðja fræðimann og Melanchton fannst Lúther ekki vera annað inn við beinið en ruddalegur bóndi, og það er sljólega lesið, ef maður finn- ur ekki milli línanna í bréfum Goethes og Schillers dulinn mis- hljóm í vináttu hins virðulega leyndarráðs og hins lítilsmetna hirð- ráðs. Vinátta Marx og Engels var sneydd þessum síðasta votti mannlegs breyzkleika, því nánar sem hugsun þeirra og slörf tvinn- uðust saman, því greinilegra varð það, að hvor um sig var engu að síður heill maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.