Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 14

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 14
90 RÉTTUR styrjaldir hafa allt að því lagt „hálfan heiminn í eyði“, síðan hann reit hina tilvitnuðu grein. — Og hvað gerir Jónas? — Hann hýður 1. júlí í „Degi“ ísland fram sem „áhrifasvæði“ (eins og Vísir orð- ar það) hinna engilsaxnesku stórvelda, er sé varið „af þeim móti hernaðarhættu frá meginlandi Evrópu“. — Sjálfur hefur hann sagt að heimspólitikin snerist „eftir óskum og þörfum hinna miklu framleiðenda og herbúnaðurinn og stríðin séu í þeirra þágu“ o. s. frv. o. s. frv„ — svo hann gengur ekki að því gruflandi hverjum hann vill afhenda landið og til hvers. M. ö. o.: „auðvaldið er stór- hættulegt þjóðunum", það getur þá og þegar á ný lagt heil lönd í rústir með morðvélum sínum í landvinningabraski, — og þá er tilvalið að bjóða ísland voldugustu og ágjörnustu auðmannastétt- inni, sem Jónas býst við að uppi verði, er sú þýzka er að velli lögð. — Vel gert af höfundi greinarinnar um „auð og œttjarðarást“! 2. Jónas veit, að með framleiðsluháttum auðvaldsins kemur öðru hvoru hrun. Hann veit, að verkamenn vilja afstýra þessum hrunum og ægilegum fylgjum þeirra með því að liafa næga at- vinnu handa öllum og sjá um að launþegar fái svo hátt kaup, að þeir geti keypt það, sem þeir framleiða. — En það skal aldrei verða, hugsar Jónas Jónsson frá 1943. „Þegar atvinnan verður ekki rekin fyrir tapi, kemur hrunið, atvinnuleysið og öll bágindi krepp- unnar,“ segir hann í Degi 7. júlí. Og hvað skal þá til varnar verða? Jú, þá eiga „bændur úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum að standa hlið við hlið um bændamálin og beita, þegar þess þarf með, jafnmiklu harðfylgi og kommúnistar,“ en Jónas segir að þeir muni beita slíku harðfylgi að samsvari „9. nóv. í stækkaðri og endur- bættri útgáfu.“ Og ekki eiga bændur að bíða þess að allir þessir spádómar Jónasar rætist, heldur skulu þeir strax í haust og vetur „halda kröftuga fundi um mál sín og leggja hnefann á borðið fram- an við kommúnista að dæmi Ófeigs í Skörðum og segja: „Iiversu þykir þér hnefi sá?“ (Dagur, 7. júlí). Og síðan er skorað á „útvegsmenn og leiðtoga iðnaðarins“ að mynda með bændum „bandalag framleiðendanna“ til þess að taka á verkamönnum „með festu“. Með öðrum orðum: Þegar auðvaldið á íslandi er orðið svo lang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.