Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 59

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 59
RÉTTUR 135 Á þeim slóðum, sem þýzki herinn heíur orðið að hörfa undan, brennir hann og sprengir hvert hús og hvert mannvirki, en vegur hvert mannsbarn, sem hann fær fest hendur á. I viðskiptum sínum við Slavana kennir þýzki herinn hvorki miskunnar né velsæmis. Hann er bara vígvél í þess orðs fyllstu merkingu. Þegar þýzki her- inn verður flæmdur ó brott úr öðrum þeim löndum, er hann hefur hernumið, mun hann einnig þar fara að á sömu lund. í þjáning- unni sameinast nú allar þær þjóðir, er lúta blóðveldi fasismans, hverrar þjóðar, sem hann er. Baráttan gegn meinvætt fasismans sameinar sundurleitustu og fjarskyldustu þjóðir. Þegar þýzkur flug- maður varpar sprengju á lítið íslenzkt strandferðaskip eins og af rælni um leið og hann flýgur fram hjá, eða japanskur flugmaður slátrar úr loftinu friðsömum bændum og kúlíum, þá eru báðar þessar athafnir sprottnar af sömu rót: takmarkalausri fyrirlitningu fyrir mannslífinu og reglum mannlegs samlífs. En í sama mund hefur fasisminn óviljandi orðið til þess að knýta bönd ó milli íslendinga og Kínverja, allar frelsisunnandi þjóðir verða sér þess vísari, að þær eru hluti af heimi, sem fas- isminn hefur saurgað og spillt, og sérhver þjóð sannfærist æ betur uin það, að henni ber skylda til að leggja fram sinn skerf til þess að afmá fasismann af jörðunni vegna þess, að hann hefur brotið öll lög mannlegs samfélags. Við íslendingar höfum ekki frekar en aðrar þjóðir getað umflúið þessa heimsstyrjöld. En við höfum átt því láni að fagna að lenda ekki undir járnhæl nazismans. Við höfum losnað við fangabúðirn- ar, aftökurnar, sultinn, hina andlegu kúgun. Okkur er því allra manna Ijósast, hvað í húfi er, ef nazisminn skyldi sigra í þessari heimsbaráttu milli villimennsku og menningar. Við erum að vísu ekki svo hermannlega vaxnir, að við getum tekið þátt í styrjöldinni á vígvöllum. En við getum reynt að lina þær þjáningar, sem orðið hefur hlutskipti annarra þjóða, en við höfum losnað við. Sovét- söfnunin, sem farið hefur fram hér að undanförnu, er ofurlítill þakklætisvottur til þjóðar, sem með þreki sínu og fórnfýsi hefur stöðvað nazismann á braut hans til heimsforræðis. Við viljum með þessu taka þátt í alþjóðlegri líknarstarfsemi til að lina þrautir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.