Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 49
RÉTTUR
125
niður í smæstu tækniatriði, bardagaaðferðir, virkjakerfi allt frá
Vauban til sinna daga og vopnafræði, svo nákvæmt, að hann kunni
skil á hinum ýmsu gerðum af fallbyssustæðum, loks tók hann til
við almenna hernaðarsögu og pældi með þrotlausri iðni gegnum rit
Englendingsins Napier, Frakkans Jomini og Þjóðverjans Clausewitz.
Það var fjarri Engels að æsa gegn styrjöldum almennt á siðferð-
isgrundvelli, í anda grunnfærinnar upplýsingastefnu, liann reyndi
í þess stað að skilja sögurök styrjalda, og vakti með því ákafa
vandlætingu hinna mjögtalandi lýðræðismanna. Byron hellti úr
eldskálum reiði sinnar yfir hershöfðingjana báða er í orustunni
við Waterloo veittu arftaka frönsku byltingarinnar rothöggið, sem
forustumenn hinnar lénsku Evrópu. En svo vill til að í bréfum til
Marx hefur Engels dregið upp sögulegar myndir af þeim báðum,
Blúcher og Wellington, og þær myndir, í örfáum dráttum, eru svo
skýrar og sannar, að þeir standa enn í fullu gildi, einnig frá sjón-
armiði hernaðarvísinda nútímans.
Engels auðnaðist heldur ekki að ljúka rannsóknum sínum á
þriðja sviðinu, sem hann stundaði af kappi, sviði náttúruvísind-
anna, þá áratugi, sem hann gaf sig að verzlunarstörfum til að skapa
möguleika fyrir vísindastarf annars manns, sér meiri.
Engels fór því ekki heldur á mis við grályndi örlaganna. En
hann kvartaði aldrei, því eins og vini hans var öll tilfinningasemi
honum fjarri. Hann taldi það ætíð mestu hamingju lífs síns að
mega standa við hlið Marx í fjörutíu ár, jafnvel gegn því verði,
að hann lenti sjálfur í skugga. Honum fannst það ekki einu sinni
nein réttlát uppreisn er hann eftir lát vinar síns var um áratug
fremsti maður hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar, og lék þar
tvímælalaust aðalhlutverkið, hann taldi meira að segja að menn
mætu hann of mikils.
Allt líf þeirra vinanna var helgað hinum sameiginlega málstað,
og hvor þeirra um sig færði honum jafnstóra fórn, án snefils af
eftirtölum eða mikilmennsku, en vinátta þeirra varð að bandalagi,
sem hvergi á sinn líka í sögunni.
S. G. þýddi.
Erindið úr Fást í þýðingu Bjarna frá Vogi.