Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 32

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 32
Mehring og Marxævisagan Þjóðverjinn Franz Mehring (1846—1919) mun ætíð talinn með- al fremstu fræðimanna og rithöfunda Marxismans. Stjórnmálaferil sinn hóf hann með blaðamennsku og ritstjórn frjálslyndra borgarablaða, og frá þeim tíma er til rit eftir hann gegn þýzku sósíaldemókrötunum. En eftir gildistöku „sósíalista- laga“ Bismarcks snerist Mehring djarflega lil varnar fyrir hina ofsóttu sósíaldemókrata og tók upp frá því að leggja stund á Marx- isma með þeim árangri, að hann varð til dauðadags einn bezti forvígismaður þeirrar stefnu. Um 1890 var Mehring farinn að rita að staðaldri í tímarit og blöð sósíaldemókrata (Neue Zeit) og varð brátt umsvifamikill rit- höfundur um þjóðfélagsmál, og lét flokksstörfin mikið til sín taka. Hann barðist eins og ljón gegn „endurbótum“ Bernsteins og ann- arra á Marxismanum, ásamt Kautsky og Rósu Luxemburg. Síðustu árin fyrir heimsstyrjöldina sneri hann sér einnig gegn Kautsky í vörn fyrir Marxismann, og var einn af stofnendum Spartakus- flokksins er síðar varð Kommúnistaflokkur Þýzkalands. Morð nán- ustu vina hans og samherja, Karls Liebknechts og Rósu Luxemburg, varð Mehring, háöldruðum og heilsuveilum, of þungt áfall. Hann lézt nokkrum dögum síðar. Rit Mehrings ná yfir fjölmörg svið: dagblaðagreinar, sögu Marx- ismans, sögu þýzka Sósíaldemókrataflokksins, Þýzkalandssögu, Prússlandssögu, bókmennta- og heimspekisögu og margt fleira. Ell- efu bindi af ritsafni hans komu út síðasta áratuginn áður en Hitler komst til valda (Franz Mehring: Gesammelte Schriften und Auf- satze, in Einzelausgaben. Herausgegeben von Eduard Fuchs. Sozi- ologische Verlagsanstalt, Leipzig. I—X og XII). Þar á meðal er eitt mesta og frægasta rit Mehrings, Ævisaga Karls Marx. Hún kom fyrst út 1918 og er rituð á styrjaldarárun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.