Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 66

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 66
142 RETTUR þungi djúpsins að magna þær, — og þá, líkt og allur hinn voldugi tónaskógur hefði lotið hræringu handar, féll aldan og reis snögg- lega á ný, svo að tók í öll sár hans, og lyfti honum eins og skipi upp á hæsta öldufald þjáningarinnar. Þannig kveðja tónar ætíð ástinni hljóðs. Og bak við sárindin lá brjálsemin falin, magnstola eins og sársaukinn sjálfur, af því Kassner lá grafkyrr. Honum hafði fundizt í martröð að hann væri lokaður inni í búri hjá gammi, sem með bjúgu nefi tætti miskunnarlaust hold hans, og starði án afláts græðgislega á augu hans. Enn nálgaðist gammurinn, þrútinn af dökku hlóði myrkursins. En tónarnir urðu yfirsterkari. Það var ekki lengur hann, sem hafði þú á valdi sínu, tónarnir hrifu hann með sér: Snæþakin jörð í Gelsenkirchen og hundur geltandi að hóp af villtum öndum, garg þeirra nærri týndist í hljóðdrekkandi hvít- una. Verkfallsköll, æpt gegnum hljóðauka gegn rafflautublæstri námunnar. Sólarblóm heyjuð niður af skothríð skæruliða, gulir fræflarnir stokknir blóði. Vetur í Mongólíu, alhvít jörð eftir þriggja daga óveður. Rósafræflar visnaðir í gula rykstorminum, líkir dauð- um fiðrildum. Froskar kvakandi á regnvotum morgni. Þorp undir vatnsdrjúpandi pálmum. Flaut úr fjarska, frá bílum sem enn eru huldir myrkri. Kínverskir kaupmenn, flýjandi með hafurtask sitt undan rauðliðum, hverfa eftir pálmagöngum undir daufum ljósum. Endalaus víðátta Jangtsefljótsins í fölu tunglskini, með kesti af lík- um föstum í kræklóttar trjágreinar. Fjöldi manna méð höfuðin við kalda jörðina, sem moraði í skorkvikindum, hlustandi eftir drununum frá hvítliðahernum úti við sjónhring á gresjum Mongó- líu. Æska hans, þjáning, sjálfur vilji hans, allt var að hverfa, sner- ist í hræringarlausum þyrli líkt og stjörnur í stjörnumerki. Gammurinn og fangaklefinn — það var drukknað í magnþrungn- um sorgarslag, sem umlukti allt í varanlegri einingu, þar senr tón- ar vöktu fortíðina úr gleymsku með því að leysa hana úr böndum tímans, með því að brengla öllum atburðum hennar, líkt og líf og dauði renna saman í kyrrð stj örnuhiminsins; leifturmyndir úr hernaði, kvennaraddir, skuggar á flótta, minningarnar voru að leysast upp í óslöðvandi regni, sem streymdi yfir hlutina, eins og það ætlaði að sópa þeim aftur í fjarsta kima fortíðarinnar. Kann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.