Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 68

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 68
144 RÉTTUR barðir niður með kylfum og lágu samankuðlaðir eins og kæfðir, andlitin útmökuð af blóðinu er streymdi úr vitum þeirra, en þegar stormsveitarmennirnir skipuðu þeim að syngja Internasjónalinn, tóku þeir lagið með slíka hörku og sigurvon hljómandi í röddinni, að stormsveitarmaður greip til skammbyssu sinnar og skaut þá. Söngurinn dundi á Kassner svo honum fannst hann myndi hrynja saman eins og fúin beinagrind. Þessar raddir særðu fram miskunn- arlaust minningu byltingasöngva er hófust úr hundruð þúsundum barka (og engin tónlist er meir æsandi en viðlag þrumað af mann- grúa), lagið hljóðnar en er hafið aftur og aftur af nýjum hópum, líkt og vindi vaktir öldusveipir á víðáttumiklum hveitiekrum er breiða sig út að fjörrum sjónhring. En fyrirvaralaust virtist hátíð- leg alvara nýrra söngva umlykja allt og stilla, og i kyrrðinni hófu tónarnir sig yfir hina hetjulegu herkvaðningu sína, eins og þeir hefja sig ofar öllu í samfléttuðum logum, í senn sættandi og tor- tímandi. Það varð nótt um alheim; nótt, sem lætur mann finna skyldleikann við aðra menn og dregur úr styrk rnanns; nótt, rík að stjörnum og samúð. . . . Áþekk hinu örþreytta hjarta hans bærð- ist hún erfiðlega yfir allri æsku hans, yfir námunum í verkfalli, yfir högunum með sofandi nautgripum er vöknuðu seinlega við hundgána, sem bergmálaði frá bæ til bæjar. . . . Og í því að söngv- arnir hljóðnuðu alveg, týndist allt hið jarðneska, sem einmitt nú hafði sameinast í söngvahljómum, í takmarkaleysi geymsins; um eilífð myndu stjörnurnar fylgja brautum sínum um þetta hvolf, þrungið örlögum, og þessar föngnu reikistjörnur hlytu um eilífð að ganga í hringi um hinar feykilöngu fangabrautir, líkt og félagar hans hér í garðinum, líkt og hann sjálfur í klefanum. Þá, eftir þríendurtekinn klukknahljóm, er snart sár hans öll samtímis þegar í fyrsta sinn, kvoðnuðu síðustu slitur festingarinnar niður í hyl- dýpi kvalaheimsins og tóku smám saman á sig gammslíki. Hann beið með harðlokuð augu og hitaókyrrð í höndunum, er hann þrýsti að brjósti sér. Ekkert var eftir, nema þessi óskaplegi klettur á allar hliðar og vonda nóttin, nótt dauðans. Hann lá fast upp að veggnum. Eins og ormur, hugsaði hann, og hlustaði á tón- ana, fædda úr hugskoti hans, sem fjarlægðust nú óðum, fjöruðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.