Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 13
K E T T U K
89
Og nú koma greinarlokin undir kaflafyrirsögninni: „Auðvaldið
stórhættulegt þjóðunum“:
„Varla verður sagl að þetta yfiriit styrki |)á kenningu, að auðvald sé nauð'-
synlegl til þjóðþrifa, því að bæði í sögu okkar og viðskiptum þjóða nú á <lög-
um, er það orsök mestu rangindanna og ósiðlælisins: lierbúnaðar, styrjalda
og ágangs á veikar þjóðir. Stórauður er þvert á móti hættulegur, eða gerir
mennina hættulega. Ilann veitir óheyrilega mikið, nær áhyrgðarlaust vald.
Ilann venur menn á að fórna öllu á altari Mammons. Vegna spilltra auð-
manna misstu Islendingar, Búar o. fl. þjóðir sjálfstæðið. Vegna þeirra styn-
ur heimurinn, undir oki hins vopnaða friðarsj og vegna þeirra má á hverri
stundu búast við að morðvélarnar leggi hálfan heiminn í eyði.“
Svo mörg voru þau orö um auðvaldið og ættjarðarástina.
Höfundur greinarinnar var ritstjórinn, Jónas Jónsson frá Hriflu,
kennari við Kennaraskólann, tæplega þrítugur að aldri.
Jónas Jónsson mun vera með stálminnugustu mönnum, sem nú
eru uppi á landi hér. Hann gleymir ekki því, sem hann einu sinni
lærir. Þekkinguna. sem hann eitt sinni öðlaðist sem ungur hug-
sjónamaður á auðvaldinu og „rangindunum og ósiðlætinu“, sem
það ylli, notar hann sér nú til þess að leita ásjár hjá auðmönnun-
um um að fá fram þau rangindi og þann ágang á þá móttarminni,
sem hann nú vinnur að. Honutn fer þar líkt og samherja hans á
lífsleiðinni, Mussolini. IJá nasasjón, sem þeir hafa fengið á unga
aldri af því, hve taumlaus eigingirni og valdafíkn yfirstétta geti ver-
ið (en þá fylltust þeir siðferðilegri vandlætingu yfir löstum þess-
um!) nota þeir sér svo á eldri árum sem pólitískir hragðarefir
og sinnaskiplingar til þess að koma sér í mjúkinn hjá viðkomandi
yfirstétt, og egna hana og ögra henni til þess að framkvæma sví-
virðilegri kúgun en henni cf til vill nokkurn tíma kom til hugar að
leggja út í sjálfri.
Og nú skulum við athuga hvernig Jónas frá Hriflu notar þekk-
ingu sína á auðvaldinu frá 1914, til þess að móta stjórnmálastefnu
sína 1943 í einstökum atriðum:
1. Jónas veit að „iðnaðarhöfðingjarnir“, t. d. í Bandaríkjunum,
eru óðir og uppvægir í „nýlendu- og landvinninga-brask“, sem vel
getur leitt til nýrrar heimsstyrjaldar, eftir að tvær ægilegar heims-