Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 8

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 8
84 RÉTTUR Áróður íslenzkra iasista íyrir að gera ísland að amerískri herstöð En einmitt þegar líf eða dauði þjóðarinnar getur oltið á því að þjóðareining um algerlega sjálfstæða utanríkispólitík geti skapazt, og þegar frelsi hennar áreiðanlega er undir slíkri virkri einingu komið, þá byrjar hér samtímis á tveim stöðum, í tveim flokkum og í tveim blöðum hamslaus áróður fyrir raunverulegri innlimun Is- lands í hernaðarkerfi Bandaríkjanna. Meðan íslenzka þjóðin hefur í höndum sínum hátíðlega yfirlýs- ingu Roosevelts forseta, — sem þjóðin treystir, um að allur herinn fari héðan á brott að stríðinu loknu, — meðan þjóðin ennfremur hefur sams konar opinbert fyrirheit frá Churchill, sem hún einnig treystir, — þá veður Jónas Jónsson fram á ritvöllinn í „Degi“ og býður, verandi formaður næststærsta stjórnmálaflokksins á Islandi, Bandaríkjunum herstöðvar hér að stríðinu loknu, „móti hernaðar- hættu frá meginlandi Evrópu.“ Og ekki tekur betra við, þegar litið er til eins dagblaðs stærsta stjórnmálaflokksins á landinu, dagblaðsins Vísis, og ber alveg sér- staklega að athuga undir hvaða kringumstæðum það blað gefur yfirlýsingar sínar. íslenzka þjóðin hefur nú veigameiri yfirlýsingar til þess að byggja algert sjálfstæði sitt á en nokkurn tíma fyrr: 1) Atlantshafs- yfirlýsingu Churchills og Roosevelts um sjálfsákvörðunarrétt þjóð- anna, — 2) Viðurkenningu bæði Breta og Bandaríkjanna á ís- landi sem frjálsu og fullvalda ríki, — 3) Ýtarlegri viðurkenningu á frelsi hafanna eftir þessa styrjöld en áður hefur fengizt, — 4) Sérstaka viðurkenningu Bandaríkjastjórnar á íslandi sem lýðveldi, ef þjóðin komi því á eftir árið 1943. Og þvert ofan í allar þessar yfirlýsingar og í algerri mótsögn við ræðu Wallace varaforseta gegn heimsvaldastefnu ameríska aftur- haldsins og kröfum þess um áhrifasvæði, — kemur svo dagblaðið „Vísir“ — aðal fylgisblað núverandi stjórnar á íslandi, og segir: „ísland liggur fyrst og fremst á áhrifasvæði liins enskumælandi heims“.... Þó „hér búi norræn þjóð, sem lotið hefur kúgunarvaldi frændþjóða sinna“ .... þá „réttlætir það á engan hátt að landið sé talið með Norðurlöndum*4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.