Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 52
128
RÉTTUK
því skyldi leggja allt að 30% skatt á eignaauka, er orðið hefur frá
stríösbyrjun til ársloka 1942 og nemur meira en 80 þúsund krón-
um. Sósíalistar fluttu annað frumvarp um afnám varasjóðshlunn-
inda hlutafélaga, og tryggingu fyrir því, að nýbyggingarsjóðir
útgerðarinnar verði eingöngu notaÖir til nýbygginga skipa. Fól
frumvarp þetta í sér öll þau atriði, sem Framsókn þóttist hafa
mestan áhuga á. En nú kom greinilega í ljós hvað vakti fyrir þessu
pólitíska verzlunarfyrirtæki, sem kallar sig Framsóknarflokk. Þeir
gerðu samkomulag við íhaldsmenn um að fresta þingi, til þess
að komast hjá að afgreiöa skattamálin.
Nefnd var þó sett í málið, til að fjalla um frumvörpin milli
þinga. Reynir nú enn á Framsóknarmenn, þegar þing kemur aftur
saman í haust.
SAMNINGARNIR UM „VINSTRI STJÓRN“
í síðustu víðsjá var þess getiö, að ekki væri enn hægt að skýra
frá árangri af starfi 9 manna nefndarinnar, sem samninga hafði
með höndum um samstarf Sósíalistaflokksins, Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins og stjórnarmyndun þessara flokka. — Nú er
nefndin hætt störfum, án árangurs. Um samninga þessa hef ég
skrifað allýtarlega skýrsju í sérstökum bæklingi og verður því ekki
rætt frekar um þá hér, þar sem gert er ráð fyrir, að allir lesendur
Réttar fái rit þetta, eða afli sér þess og láti það fylgja víðsjá þessa
heftis.
SÍÐASTA VÍGI KLOFNINGSINS
í VERKALÝÐSHREYFINGUNNI FELLUR
Þegar tímamótin urðu í sögu Alþýðusambandsins á þingi þess
í haust er leið, hafði tekizt að sameina verkalýðsfélögin alstaðar
á landinu nema á Akureyri, þar sem Erlingur Friðjónsson og þeir
bræður héldu enn uppi klofningsfélagi og lokuðu því fyrir' verka-
mönnum úr öðrum félögum. Þingið fól hinni nýju sambandsstjórn
að fulkomna eininguna, með því að binda endi á þenna klofning.