Réttur


Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 38

Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 38
114 RÉTTUR Samt var ekkert fjær Marx en það sem broddborgarinn í grunn- færni sinni nefnir „snillingslíferni“. Samfara hinu mikla starfs- þreki var hann gæddur þrotlausri iðni, og það tók snemma að sax- ast á heilsu hans af ofreynslu daga og nátta, þó hann væri að upp- lagi heilsugóður. Hann sagði eitt sinn að missir starfsgetunnar væri dauðadómur yfir hverjum manni, sem ekki væri skepna, og hann lagði ekki orðið starfsgeta við hégóma; eitt sinn er hann lá veikur vikum saman skrifaði hann Engels: „Get ekkert starfað, hef lesið: Lífeðlisfræði Carpentiers og aðra eftir Lord, Vefjafræði Kölliks, Bygging heila- og taugakerfis eftir Spurzheim og rit þeirra Schwamms og Sleidens um frumefnið.“ Og þrátt fyrir óhemjuna í rannsóknarþrá sinni var Marx alltaf ljóst það sem hann sagði þeg- ar á unglingsaldri, að rithöfundar ættu ekki að vinna til að hafa ofan af fyrir sér, heldur bæri þeim að hafa ofan af fyrir sér til að geta unnið. Marx neitaði aldrei hinni brýnu nauðsyn á vinnu fyrir lífsviðurværi. En öll áreynsla hans varð árangurslaus vegna reiði, haturs og — í skásta tilfelli — ótta fjandsamlegs heims. Einnig þýzku útgef- endurnir, sem annars gortuðu af sjálfstæði, hörfuðu óttaslegnir undan nafni hins alræmda lýðæsingamanns. Allir þýzku flokkarnir voru samtaka að smána hann og hverju sinni er virtist rofa í hina hreinu mynd hans gegnum moldviðrið, vann lævís þögnin óþokka- verk sitt. Aldrei hefur mesti hugsuður þjóðar sinnar horfið henni sjónum jafnlengi og rækilega. Eina starfið, sem Marx hefði átt að geta notað til að koma undir sig fótum efnalega eftir að hann kom til London, var vinnan fyrir New York Tribune, er hófst 1851 og hélzt rúman áratug. Tribune hafði þá tvö hundruð þúsund áskrifendur, var víðlesnasta og auð- ugasta blað Bandaríkjanna, og með áróðri sínum fyrir bandaríska Fourierismanum hafði það óvallt hafið sig ofar vesælli gróðafíkn venjulegs auðvaldsfyrirtækis. Samningar Marx við blaðið voru honum raunar ekki sem óhagstæðastir, hann ótti að rita tvær grein- ar ó viku og fá í ritlaun tvö sterlingspund fyrir hverja grein. Það hefði átt að gefa rúm 200 pund í árstekjur, og það hefði nægt Marx til brýnustu þarfa, meira að segja í London. Freiligrath, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.